Allir verða að vera jafnir fyrir lögum 25. nóvember 2005 06:15 Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun