Allir verða að vera jafnir fyrir lögum 25. nóvember 2005 06:15 Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kjarni umræðunnar um Baugs- og olíusamráðsmálin snýst um hvort allir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Þessi mál hafa reynt meira á íslenskt réttarkerfi en dæmi eru um - jafnvel svo að trúverðugleikinn er í húfi. Í vikunni tilkynnti ríkislögreglustjóri að rannsókn olíusamráðsmálsins væri lokið. Í tilkynningu embættisins kom fram að málið hafi verið sent ríkissaksóknara til frekari ákvörðunar. Það vakti sérstaka eftirtekt að embættið skyldi taka það sérstaklega fram af þessu tilefni að hugsanlega sé ekki rétt að ákæra í málinu, þrátt fyrir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að hundruð brota hafi verið framin, sem ýmist voru játuð eða staðfest á annan hátt. Marga setti hljóða við þessa athugasemd. Það hefur lengi tíðkast í skattamálum að fyrirtækjum er gerð sérstök sekt, auk þess sem einstaklingar þurfa að sæta ábyrgð, hugsanlega fangelsisvist vegna gjörða sinna. Hvers vegna skyldi hið sama ekki eiga við um samkeppnismál? Hvers vegna skyldu sakborningar í olíumálinu ekki bera sömu ábyrgð á gjörðum sínum einsog aðrir sem gerast brotlegir gagnvart lögum og reglum samfélagsins? Því hefur verið haldið fram að mannréttindaákvæði leggi bann við því að einstaklingar eigi að þurfa að þola tvöfalda rannsókn. Um þetta er það að segja að brot einstaklinga hafa aðeins verið rannsökuð á einum stað, þ.e. hjá ríkislögreglustjóra. Samkeppnisstofnun rannsakaði brot fyrirtækjanna. Hugsanlega verður fyrirtækjunum ekki gerð frekari refsing en sæta þeim stjórnvaldssektum sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er algerlega vandkvæðalaust að höfða refsimál gegn yfirmönnum olíufélaganna. Annað er útúrsnúningur. Vegna farsans sem almenningur hefur orðið vitni að við rekstur og meðferð Baugsmálsins fyrir dómstólum er mikilvægt að refsivörslukerfið setji ekki frekar niður. Tilkynning eins og sú sem embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér um að óvíst sé að ákært verði í málinu, grefur undan trúverðugleika kerfisins. Það er ekki langt síðan einstaklingi var gerð 30 daga fangelsisrefsing sökum þess að hann hafði tekið kjötlæri ófrjálsri hendi. Almenningur má ekki líta svo á að eftir sem maður stelur meiru standi minni líkur til þess að hann verði látinn sæta refsiábyrgð. Alþýðusamband Íslands hefur reiknað það út að tjón almennings af olíusamráðinu hafi numið mörgum tugum milljarða. Bresk samkeppnislög kveða á um að einstaklingar sem gerast sekir um samsæri gegn almenningi, einsog gerðist í olíumálinu, megi dæma í bann til að gegna ábyrgðarstöðum í atvinnulífinu í allt að 10 ár. Það er rétt að skoða hvort setja eigi sambærilega reglu í íslensk lög. Hér á landi hefur það vakið athygli að einn helsti höfuðpaur olíumálsins hefur verið kosinn í stjórn fjármálafyrirtækis. Enn fremur var hann nýverið kosinn í stjórn útbreidds dagblaðs. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum um fjármálafyrirtæki sé tekið fram að þeir sem brjóta m.a. gegn samkeppnislögum, eða eru líklegir til að misnota aðstöðu sína sé ekki heimilt að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja. Í mínum huga er ljóst að Fjármálaeftirlitinu ber skylda til að skoða þetta mál sérstaklega. Það þarf vart að rökstyðja nauðsyn þess að traust ríki til fjármálastofnana, og allir jafnt háir sem lágir standi jafnir gagnvart lögum þessa lands. Annað er óásættanlegt.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun