Átök um framtíð internetsins 17. nóvember 2005 10:00 Ráðstefnan ávörpuð. Zine El Abidine Ben Ali, forseti Túnis, var á meðal þeirra sem ávörpuðu gesti WSIS-ráðstefnunnar. Aðgangur að upplýsingahraðbrautinni er viðfangsefni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Túnis. Í gær tókst Bandaríkjamönnum að tryggja sér áframhaldandi yfirráð yfir mikilvægasta stjórntæki netsins, úthlutun léna, eftir þrýsting nokkurra ríkja um að SÞ færu með þau völd. Heimsfundur upplýsingasamfélagsins (WSIS) hófst í Túnis í gær en á ráðstefnunni sitja yfir tíu þúsund fulltrúar, þar af fjörutíu þjóðarleiðtogar. Viðfangsefni hennar er að benda á leiðir til að bæta aðgang fátækari ríkja að internetinu en minnstu munaði að deilur um yfirráð yfir netinu yfirskyggðu þær umræður. Í gær náðist aftur á móti samkomulag um óbreytt ástand. Þrátt fyrir vaxandi þrýsting á undanförnum árum hefur internetið, að minnsta kosti enn sem komið er, fengið að vaxa og dafna óhindrað. Frelsi hefur einkennt netið öðru fremur í stað reglugerða og tálmana sem annars setja svip sinn á samfélag þjóðanna í sívaxandi mæli. Deilurnar í tengslum við fund SÞ í Túnis snúast hins vegar ekki um hvort koma eigi upp einhvers konar netritstjórn heldur hvernig útdeilingu léna eigi að vera háttað og hverjir eigi að fara með það vald. Með lénin í hendi sér Í dag er þetta hlutverka á hendi bandarískrar stofnunar sem nefnist því þjála nafni Internet Corporation for Assigned Names and Numbers, eða ICANN. Hún hefur höfuðstöðvar sínar í Kaliforníu og er stýrt af málsmetandi mönnum úr netsamfélaginu af ýmsum þjóðernum. ICANN er ekki rekin í hagnaðarskyni heldur sér hún, í umboði Bandaríkjastjórnar, um að útdeila IP-tölum og lénum og halda skrá yfir þau, bæði landslén á borð við is og dk og alþjóðalén eins og com og org. Þannig áformaði stofnunin til skamms tíma við að setja klámefni netsins undir lénið xxx en þeim fyrirætlunum hefur reyndað verið frestað um sinn. Enda þótt verkefni ICANN séu einkum tæknilegs eðlis veita þau stofnuninni umtalsverð völd. Hún gæti til dæmis ákveðið að loka fyrir aðgang að tilteknum landslénum en vitaskuld hefur slíkt aldrei gerst. Þótt stofnunin hafi fengið sinn skerf af gagnrýni þykir hún samt almennt hafa farið með völd sín af ábyrgð og því hafa bandarísk stjórnvöld leyft henni að starfa óáreittri. Barist um netið Sú staðreynd að Bandaríkjamenn ráða yfir eina eiginlega stjórntæki internetsins hefur sætt talsverðri gagnrýni og hafa ríkisstjórnir ýmissa landa bent á að eðlilegra sé að slík völd séu í höndum alþjóðasamtaka á borð við SÞ eða annarrar óháðrar stofnunar. Nú þegar starfsleyfi ICANN sé við það að renna út sé rétt að endurskoða þessi mál. Um þetta hafa staðið linnulausar deilur í tvö ár og í september bættist Evrópusambandið í hóp gagnrýnendanna. Bandaríkjamenn hafa aftur á móti staðið fast á þeirri skoðun sinni að breytingar á fyrirkomulaginu myndu draga úr tækniþróun og færa þeim ríkjum sem berjast gegn tjáningarfrelsinu ritskoðunarvopn í hendurnar. Þessar áhyggjur Bandaríkjamanna eru réttmætar. Þau ríki sem andsnúnust eru áframhaldandi bandarískri stjórn á netinu eru lönd á borð við Íran og Kína en þarlend stjórnvöld reyna leynt og ljóst að koma í veg fyrir óhindraða netnotkun hjá þegnum sínum, auk þess að ritskoða aðra miðla miskunnarlítið. Kínverjar hafa, með hjálp fyrirtækja eins og Google og Yahoo, lokað á milljónir vefsíðna sem innihalda efni sem þeim er ekki þóknanlegt og yfirvöld í Teheran fylgjast grannt með netnotkun sinna þegna, allt í nafni íslam. Það skýtur hins vegar skökku við að mun auðveldara er að nálgast klámsíður í Íran en heimasíður þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd, að því er dagblaðið Independent hermir. Sættir náðust Í gær tókst loks að miðla málum á þann veg að umboð ICANN verður endurnýjað og því verður stjórn netsins áfram um sinn í höndum Bandaríkjamanna. Til að róa óánægðu ríkin verður hins vegar settur á fót alþjóðlegur samráðsvettvangur þar sem ýmis mál sem snúa að netinu verða til umræðu, svo sem ruslpóstur, vírusar og tölvuglæpir. Ályktanir hans verða aftur á móti ekki bindandi. Þar með er fulltrúunum 10.000 á WSIS-fundinum ekkert til fyrirstöðu að einbeita sér að því sem máli skiptir, að efla netnotkun í þróunarlöndunum en eins og sakir standa hefur aðeins brot af íbúum þeirra aðgang að netinu. Þinginu lýkur hins vegar í dag og því ríður á að nota tímann vel. Erlent Menning Tækni Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Aðgangur að upplýsingahraðbrautinni er viðfangsefni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Túnis. Í gær tókst Bandaríkjamönnum að tryggja sér áframhaldandi yfirráð yfir mikilvægasta stjórntæki netsins, úthlutun léna, eftir þrýsting nokkurra ríkja um að SÞ færu með þau völd. Heimsfundur upplýsingasamfélagsins (WSIS) hófst í Túnis í gær en á ráðstefnunni sitja yfir tíu þúsund fulltrúar, þar af fjörutíu þjóðarleiðtogar. Viðfangsefni hennar er að benda á leiðir til að bæta aðgang fátækari ríkja að internetinu en minnstu munaði að deilur um yfirráð yfir netinu yfirskyggðu þær umræður. Í gær náðist aftur á móti samkomulag um óbreytt ástand. Þrátt fyrir vaxandi þrýsting á undanförnum árum hefur internetið, að minnsta kosti enn sem komið er, fengið að vaxa og dafna óhindrað. Frelsi hefur einkennt netið öðru fremur í stað reglugerða og tálmana sem annars setja svip sinn á samfélag þjóðanna í sívaxandi mæli. Deilurnar í tengslum við fund SÞ í Túnis snúast hins vegar ekki um hvort koma eigi upp einhvers konar netritstjórn heldur hvernig útdeilingu léna eigi að vera háttað og hverjir eigi að fara með það vald. Með lénin í hendi sér Í dag er þetta hlutverka á hendi bandarískrar stofnunar sem nefnist því þjála nafni Internet Corporation for Assigned Names and Numbers, eða ICANN. Hún hefur höfuðstöðvar sínar í Kaliforníu og er stýrt af málsmetandi mönnum úr netsamfélaginu af ýmsum þjóðernum. ICANN er ekki rekin í hagnaðarskyni heldur sér hún, í umboði Bandaríkjastjórnar, um að útdeila IP-tölum og lénum og halda skrá yfir þau, bæði landslén á borð við is og dk og alþjóðalén eins og com og org. Þannig áformaði stofnunin til skamms tíma við að setja klámefni netsins undir lénið xxx en þeim fyrirætlunum hefur reyndað verið frestað um sinn. Enda þótt verkefni ICANN séu einkum tæknilegs eðlis veita þau stofnuninni umtalsverð völd. Hún gæti til dæmis ákveðið að loka fyrir aðgang að tilteknum landslénum en vitaskuld hefur slíkt aldrei gerst. Þótt stofnunin hafi fengið sinn skerf af gagnrýni þykir hún samt almennt hafa farið með völd sín af ábyrgð og því hafa bandarísk stjórnvöld leyft henni að starfa óáreittri. Barist um netið Sú staðreynd að Bandaríkjamenn ráða yfir eina eiginlega stjórntæki internetsins hefur sætt talsverðri gagnrýni og hafa ríkisstjórnir ýmissa landa bent á að eðlilegra sé að slík völd séu í höndum alþjóðasamtaka á borð við SÞ eða annarrar óháðrar stofnunar. Nú þegar starfsleyfi ICANN sé við það að renna út sé rétt að endurskoða þessi mál. Um þetta hafa staðið linnulausar deilur í tvö ár og í september bættist Evrópusambandið í hóp gagnrýnendanna. Bandaríkjamenn hafa aftur á móti staðið fast á þeirri skoðun sinni að breytingar á fyrirkomulaginu myndu draga úr tækniþróun og færa þeim ríkjum sem berjast gegn tjáningarfrelsinu ritskoðunarvopn í hendurnar. Þessar áhyggjur Bandaríkjamanna eru réttmætar. Þau ríki sem andsnúnust eru áframhaldandi bandarískri stjórn á netinu eru lönd á borð við Íran og Kína en þarlend stjórnvöld reyna leynt og ljóst að koma í veg fyrir óhindraða netnotkun hjá þegnum sínum, auk þess að ritskoða aðra miðla miskunnarlítið. Kínverjar hafa, með hjálp fyrirtækja eins og Google og Yahoo, lokað á milljónir vefsíðna sem innihalda efni sem þeim er ekki þóknanlegt og yfirvöld í Teheran fylgjast grannt með netnotkun sinna þegna, allt í nafni íslam. Það skýtur hins vegar skökku við að mun auðveldara er að nálgast klámsíður í Íran en heimasíður þar sem ríkisstjórnin er gagnrýnd, að því er dagblaðið Independent hermir. Sættir náðust Í gær tókst loks að miðla málum á þann veg að umboð ICANN verður endurnýjað og því verður stjórn netsins áfram um sinn í höndum Bandaríkjamanna. Til að róa óánægðu ríkin verður hins vegar settur á fót alþjóðlegur samráðsvettvangur þar sem ýmis mál sem snúa að netinu verða til umræðu, svo sem ruslpóstur, vírusar og tölvuglæpir. Ályktanir hans verða aftur á móti ekki bindandi. Þar með er fulltrúunum 10.000 á WSIS-fundinum ekkert til fyrirstöðu að einbeita sér að því sem máli skiptir, að efla netnotkun í þróunarlöndunum en eins og sakir standa hefur aðeins brot af íbúum þeirra aðgang að netinu. Þinginu lýkur hins vegar í dag og því ríður á að nota tímann vel.
Erlent Menning Tækni Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira