Innlent

Of fáir læknanemar í geðlækningum barna

Ólafur Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson

"Of lítil nýliðun hjá barna- og unglingageðlæknum er óheillavænleg þróun og getur ógnað starfsemi Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans til framtíðar ef ekkert verður að gert," segir Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar.

Hann segir helstu ástæðuna vera ófullnægjandi stöðu sérgreinarinnar innan læknadeildar Háskóla Íslands og stjórnskipulega stöðu hennar innan Landsspítalans. Hann segir ennfremur að málaflokkurinn hafi mátt búa við langvarandi fjársvelti sem hafi haft þau áhrif að læknakandídatar velji sér önnur sérsvið.

"Til að tryggja lágmarks nýliðun og framþróun sérgreinarinnar er nauðsynlegt að forsjá kennslunar sé á hendi Barna- og unglingageðdeildar. Þannig mætti skapa læknanemum, unglæknum og sérfræðilæknum betri aðstöðu til þess að sinna rannsóknum á geðheilbrigði barna og unglinga og auka þannig líkur á að þeim sem ákveða að helga sig þessari sérgrein fjölgi á ný," segir Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×