Ólíkar skilgreiningar 3. nóvember 2005 06:00 Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðiseturs á Bifröst sagði í fréttum Stöðvar tvö 29. október að Halldór Ásgrímsson hefði haldið því fram fyrir tveimur árum að 80 prósent af löggjöf ESB væri leidd í lög á Íslandi. Nýlega hafi Davíð Oddsson sagt að aðeins um 6,5 prósent af heildarfjölda ESB-gerða hafi verið teknar inn í EES-samninginn. Í kaldhæðnislegum tón spyr Eiríkur hvort verið sé að bera saman sitt hvorn hlutinn og svarar því svo sjálfur neitandi. Eina skýringin geti verið ólík pólitísk afstaða utanríkisráðherranna fyrrverandi. Eiríkur gengur langt með þessari ályktun því miðað við þekkingu hans og fyrri skrif þá veit hann vel að hér eru Davíð og Halldór að nota ólíkar skilgreiningar á skammstöfuninni ESB. Því verður ályktun Eiríks ekki til annars en rugla flókna umræðu enn frekar. Það er vonandi ekki markmið fræðasetursins sem hann stýrir. Fyrir okkur sem leitum sannleikans er líklegasta skýringin á þessum mismun sú að Halldór eigi við 80 prósent af löggjöf sem byggir á fjórfrelsi Rómarsáttmálans og tengist EES-samningnum. Davíð á hins vegar örugglega við 6,5 prósent af heildarfjölda reglugerða og tilskipana ESB og inni í því eru reglugerðir um landbúnað, sjávarútveg, utanríkismál, tollastefnu og fleira sem Ísland er ekki aðili að samkvæmt EES-samningum. Eiríkur hefur sjálfur að minnsta kosti tvívegis haldið því fram í greinum sínum að Ísland yfirtaki 80 prósent af löggjöf ESB. Þetta er röng fullyrðing samkvæmt orðanna hljóðan en flestir lesendur hafa væntanlega talið að Eiríkur, líkt og Halldór, ætti ekki við ESB í heild sinni heldur aðeins þann hluta sem snýr að innri markaði. EES-samningurinn tengist bara einni stoð hjá ESB, nánar tiltekið ákvæðum um fjórfrelsi sem eru í Rómarsáttmálanum frá 1957. Allar tilskipanir og reglugerðir sem við tökum yfir eru bara nánari útfærslur á þessum örfáu ákvæðum og markmiðum er varða innri markað. Enn fremur höfum við samið um að EES-samningurinn nái ekki yfir sum svið, til dæmis landbúnað og sjávarútveg. Miðað við þetta er ekki ólíklegt að Ísland yfirtaki um 80 prósent af þeim reglugerðum sem fjalla um innri markað og fjórfrelsið líkt og Halldór hélt fram. Hins vegar eru þúsundir annarra reglugerða og tilskipana sem Ísland varðar ekki. Nýlegar tölur segja að á tíu ára tímabili hafi Ísland innleitt um 2.500 tilskipanir og reglugerðir vegna EES-samningsins. Heildarfjöldi tilskipana og reglugerða ESB var hins vegar um 39 þúsund á sama tímabili. Þó skal tekið fram að Ísland tekur þátt í öðru samstarfi í gegnum Schengen, en það er ekki hluti af EES-samningnum. Miðað við þessar tölur höfðu innan við 7 prósent þeirra ákvarðana sem teknar voru af ESB áhrif hér á landi í gegnum EES-samninginn og því hefur Davíð einnig rétt fyrir sér. Nú ætti að vera ljóst hver munurinn er á tölum Davíðs og Halldórs enda áttu þeir að öllum líkindum ekki við sama hlutinn. Að lokum tökum við dæmi um Kanada, sem hefur einmitt gert nokkuð svipaðan fríverslunarsamning við Bandaríkin. Segjum að Bandaríkin myndu alfarið sjá um nánari framkvæmd og útfærslu þeirra atriða sem ríkin sömdu um í fríverslunarsamningnum. Dettur einhverjum í hug að við það sé Kanada í raun bara orðið fylki í Bandaríkjunum og ætti því bara að hætta að þykjast vera sjálfstætt ríki? Það sjá vonandi flestir að Kanada verður ennþá sjálfstæð þjóð með eigin lög, landsvæði, íbúa og menningu þótt þeir geri fríverslunarsamning við Bandaríkin. Það sama á við um Ísland, sérstaklega í ljósi þess að innan við 7 prósent af ákvörðununum ESB berast til okkar í gegnum EES-samninginn og sú tala fer lækkandi eftir því sem ESB vex. Höfundur er viðskiptafræðingur og gjaldkeri Frjálshyggjufélagsins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun