Karlaveldið bregst við kvennabaráttu Drífa Snædal skrifar 3. nóvember 2005 06:00 Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Þegar kvennabaráttan nær hámarki byrja hjól karlveldisins að snúast líka á fullum hraða. Þegar konur styrkja baráttuandann og sýna svo ekki verður um villst samstöðuna sem felst í kröfunni um jafnrétti er gerð tilraun til að berja hana niður jafnóðum. Ekki svo að skilja að áþreifanlegt karlveldi rísi upp og segist vera á móti jafnrétti - nei, það segir það enginn berum orðum heldur eru gömlu aðferðirnar notaðar. Blöð fyllast af skilaboðum um að konur séu hamingjusamastar léttklæddar - með góða fyrirvinnu - í hjónabandi og inni á heimilunum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt að það er næstum fyndið. Þegar konur kröfðust kosningaréttar í upphafi síðustu aldar birtist andstaðan í því að konur ættu ekki að skíta sig út á pólitík. Konur væru svo upphafnar verur að þær ættu að einbeita sér að göfugri störfum svo sem barnauppeldi og velgjörðarstörfum. Þegar rauðsokkurnar létu til sín taka var viðkvæðið að stéttabaráttan kæmi fyrst og róttækar konur ættu að einbeita sér að henni. Auk þess væru kvenfrelsiskonur ljótar, rasssíðar kerlingar í mussum, sem enginn vildi líta við. Í dag upplifum við enn byr kvennabaráttu og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Sumir telja femínisma vera blótsyrði og konur birtast á síðum blaðanna léttklæddari en veðráttan hér á landi hefur nokkurn tímann gefið tilefni til. Á forsíðu tímaritsins Sirkus má sjá bera konu og yfirskriftin er "ég er alger hnakkamella - Brynja Björk er nútímakona". Inni í blaðinu má svo lesa að draumadagur Brynju sé kynlíf með heitum gaur kvölds og morgna en þess á milli sé farið í Kringluna með kreditkort kærastans. Sem sagt - Mikael Torfason og hinir karlarnir á ritstjórninni telja nútímakonuna illa klædda, lifandi á kærastanum og alltaf tilbúna. Karlveldið "strikes again". Hinir sjálfskipuðu varðhundar karlveldisins gera örvæntingarfulla tilraun til að minna á sig og sýna krampakennd átök valdakerfis í dauðateygjunum. "Hvað verður um okkur ef konur fá að vaða uppi með sínar kröfur?" Karlar hagnast á kynjuðu valdakerfi á meðan konur tapa á því. Karlar hagnast á hjónabandi, þeir lifa lengur og fá hærri laun en ella, á meðan konur tapa á hjónabandi samkvæmt sömu viðmiðum. Karlar geta keypt sér aðgang að konum, á meðan konur eru settar til sýnis og reiddar fram sem gjaldmiðill. Einhverjir telja sig greinilega hafa hag af því að viðhalda karlveldinu á meðan fleiri og fleiri karlar vilja afsala sér þessum forréttindum í þágu mannréttinda - eða eigum við að segja kvenréttinda. Við sem vorum niðri í miðborg Reykjavíkur 24. október vitum að nútímakonan krefst jafnréttis. Nútímakonan er skynsamlega klædd, vel menntuð, sækir fram á vinnumarkaði og krefst þátttöku í stjórnun fyrirtækja og landsins. Nútímakonan hafnar því að vera auglýst sem neysluvara fyrir karlmenn og ætlar að útrýma kynbundnu ofbeldi í allri mynd. Nútímakonan er sterk og greinileg ógnun fyrir karlveldið sem þrátt fyrir örvæntingafullar tilraunir til að viðhalda ömurlegu kerfi er á undanhaldi. Við sjáum sporðaköstin allt í kringum okkur og þau verða aumkunarverðari með hverju árinu sem líður, eftir því sem kvenfrelsi vindur fram. Tökum eftir andstöðunni við kvenfrelsi, berjumst fyrir jafnrétti og hlæjum að varðhundunum þegar jafnrétti er náð. Höfundur er ritari Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun