Viðskipti innlent

Álagning á flugelda misjöfn

Verð á flugeldum er mjög mismunandi eftir því í hvaða tilgangi þeir eru seldir. "Við höfum ekki verið í samkeppni um ódýra flugelda," segir Ævar Aðalsteinsson hjá Hjálparsveit Skáta í Reykjavík. Hann treystir sér ekki til að gefa upp nákvæmar álagningatölur hjá björgunarsveitunum. "Það er ekkert feimnismál að þessir peningar skila sér ágætlega inn í rekstur sveitanna," segir Ævar. Hann bætir við að galdurinn bak við hagnaðinn á flugeldasölunni liggi aðallega í því að hún sé öll unnin í sjálfboðavinnu. Rúnar Ólafsson, flugeldainnflytjandi hjá Gæðaflugeldum, hefur verið með einkarekna flugeldasölu í fimmtán ár. Hann segir að þeir aðilar sem séu að styrkja gott málefni geti kannski leyft sér að vera með mörg hundruð prósenta álagningu á flugelda, en í einkabransanum gildi önnur lögmál. "Við sem spilum inn á að vera með lægstu verðin verðum að vera með minni álagningu," segir hann. Rúnar vill ekki gefa nákvæmlega upp hvað mikið hann leggur á flugeldana sína. Það sé breytilegt milli vara en oftast milli hundrað og tvö hundruð prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×