Enn at í fasteignasölu 16. desember 2004 00:01 Velta vegna fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu viku desember hefur aldrei verið meiri. Þá nam veltan 5.826 milljónum króna. Af þeim 285 samningum sem gerðir voru, var meðalverð hverrar fasteignar 20,4 milljónir. Það er hærra meðalverð en verið hefur síðan í byrjun október. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala segir að það hafi verið mikið at í fasteignasölu að undanförnu og miklar hækkanir á verði.Ekki síst sé góð sala á stærri eignum og sérbýli. Vísitala fasteignaverðs hefur farið síhækkandi á árinu og má reikna með að hún hækki enn þegar tölur nóvembermánaðar hafa verið gefnar út. Einungis í ágúst lækkaði vísitalan lítillega og segir Björn Þorri að það sé ekki vegna þess að verð á fasteignum hafi minnkað á þessum tíma, heldur sé lækkunin bein afleiðing þess að tekin voru upp peningalán hjá íbúðalánasjóði, en þá hættu kaupendur að yfirtaka áhvílandi lán. Við það hafi verð reiknast niður. "Skýringarnar eru kerfisbreytingar með lækkun vaxta og útgáfa peningalána. Verðin voru að hækka allan tímann engu að síður. Verð húsnæðisins reiknaðist bara lægra þrátt fyrir hækkun vegna þess að samningarnir voru núvirtir." Björn segir að þrátt fyrir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 12-30 prósent á þessu ári, sé ekkert í spilunum um að toppnum sé náð. "Við erum að hoppa inn í nútímann. Það eru nýir möguleikar í fasteignakaupum, sem hefur verið um margra ára skeið í þeim löndum sem við berum okkur saman við." Hann segir þó einnig að líklega muni Íslendingar ekki sjá slíka hækkun um ókomna framtíð. Hækkunin er þó ekki bara vegna nýrra kosta í fasteignalánum. Björn Þorri segir að á tímabilinu 1990 til 1998 hafi verið raunlækkun á húsnæðisverði. Því hafi markaðurinn átt gríðarlega mikið inni þegar hann tók við sér. Auk þess bætist við að nú séu miklu fleiri sem geta keypt eignir en áður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Velta vegna fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu viku desember hefur aldrei verið meiri. Þá nam veltan 5.826 milljónum króna. Af þeim 285 samningum sem gerðir voru, var meðalverð hverrar fasteignar 20,4 milljónir. Það er hærra meðalverð en verið hefur síðan í byrjun október. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala segir að það hafi verið mikið at í fasteignasölu að undanförnu og miklar hækkanir á verði.Ekki síst sé góð sala á stærri eignum og sérbýli. Vísitala fasteignaverðs hefur farið síhækkandi á árinu og má reikna með að hún hækki enn þegar tölur nóvembermánaðar hafa verið gefnar út. Einungis í ágúst lækkaði vísitalan lítillega og segir Björn Þorri að það sé ekki vegna þess að verð á fasteignum hafi minnkað á þessum tíma, heldur sé lækkunin bein afleiðing þess að tekin voru upp peningalán hjá íbúðalánasjóði, en þá hættu kaupendur að yfirtaka áhvílandi lán. Við það hafi verð reiknast niður. "Skýringarnar eru kerfisbreytingar með lækkun vaxta og útgáfa peningalána. Verðin voru að hækka allan tímann engu að síður. Verð húsnæðisins reiknaðist bara lægra þrátt fyrir hækkun vegna þess að samningarnir voru núvirtir." Björn segir að þrátt fyrir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 12-30 prósent á þessu ári, sé ekkert í spilunum um að toppnum sé náð. "Við erum að hoppa inn í nútímann. Það eru nýir möguleikar í fasteignakaupum, sem hefur verið um margra ára skeið í þeim löndum sem við berum okkur saman við." Hann segir þó einnig að líklega muni Íslendingar ekki sjá slíka hækkun um ókomna framtíð. Hækkunin er þó ekki bara vegna nýrra kosta í fasteignalánum. Björn Þorri segir að á tímabilinu 1990 til 1998 hafi verið raunlækkun á húsnæðisverði. Því hafi markaðurinn átt gríðarlega mikið inni þegar hann tók við sér. Auk þess bætist við að nú séu miklu fleiri sem geta keypt eignir en áður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira