Enn at í fasteignasölu 16. desember 2004 00:01 Velta vegna fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu viku desember hefur aldrei verið meiri. Þá nam veltan 5.826 milljónum króna. Af þeim 285 samningum sem gerðir voru, var meðalverð hverrar fasteignar 20,4 milljónir. Það er hærra meðalverð en verið hefur síðan í byrjun október. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala segir að það hafi verið mikið at í fasteignasölu að undanförnu og miklar hækkanir á verði.Ekki síst sé góð sala á stærri eignum og sérbýli. Vísitala fasteignaverðs hefur farið síhækkandi á árinu og má reikna með að hún hækki enn þegar tölur nóvembermánaðar hafa verið gefnar út. Einungis í ágúst lækkaði vísitalan lítillega og segir Björn Þorri að það sé ekki vegna þess að verð á fasteignum hafi minnkað á þessum tíma, heldur sé lækkunin bein afleiðing þess að tekin voru upp peningalán hjá íbúðalánasjóði, en þá hættu kaupendur að yfirtaka áhvílandi lán. Við það hafi verð reiknast niður. "Skýringarnar eru kerfisbreytingar með lækkun vaxta og útgáfa peningalána. Verðin voru að hækka allan tímann engu að síður. Verð húsnæðisins reiknaðist bara lægra þrátt fyrir hækkun vegna þess að samningarnir voru núvirtir." Björn segir að þrátt fyrir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 12-30 prósent á þessu ári, sé ekkert í spilunum um að toppnum sé náð. "Við erum að hoppa inn í nútímann. Það eru nýir möguleikar í fasteignakaupum, sem hefur verið um margra ára skeið í þeim löndum sem við berum okkur saman við." Hann segir þó einnig að líklega muni Íslendingar ekki sjá slíka hækkun um ókomna framtíð. Hækkunin er þó ekki bara vegna nýrra kosta í fasteignalánum. Björn Þorri segir að á tímabilinu 1990 til 1998 hafi verið raunlækkun á húsnæðisverði. Því hafi markaðurinn átt gríðarlega mikið inni þegar hann tók við sér. Auk þess bætist við að nú séu miklu fleiri sem geta keypt eignir en áður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Velta vegna fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu viku desember hefur aldrei verið meiri. Þá nam veltan 5.826 milljónum króna. Af þeim 285 samningum sem gerðir voru, var meðalverð hverrar fasteignar 20,4 milljónir. Það er hærra meðalverð en verið hefur síðan í byrjun október. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala segir að það hafi verið mikið at í fasteignasölu að undanförnu og miklar hækkanir á verði.Ekki síst sé góð sala á stærri eignum og sérbýli. Vísitala fasteignaverðs hefur farið síhækkandi á árinu og má reikna með að hún hækki enn þegar tölur nóvembermánaðar hafa verið gefnar út. Einungis í ágúst lækkaði vísitalan lítillega og segir Björn Þorri að það sé ekki vegna þess að verð á fasteignum hafi minnkað á þessum tíma, heldur sé lækkunin bein afleiðing þess að tekin voru upp peningalán hjá íbúðalánasjóði, en þá hættu kaupendur að yfirtaka áhvílandi lán. Við það hafi verð reiknast niður. "Skýringarnar eru kerfisbreytingar með lækkun vaxta og útgáfa peningalána. Verðin voru að hækka allan tímann engu að síður. Verð húsnæðisins reiknaðist bara lægra þrátt fyrir hækkun vegna þess að samningarnir voru núvirtir." Björn segir að þrátt fyrir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 12-30 prósent á þessu ári, sé ekkert í spilunum um að toppnum sé náð. "Við erum að hoppa inn í nútímann. Það eru nýir möguleikar í fasteignakaupum, sem hefur verið um margra ára skeið í þeim löndum sem við berum okkur saman við." Hann segir þó einnig að líklega muni Íslendingar ekki sjá slíka hækkun um ókomna framtíð. Hækkunin er þó ekki bara vegna nýrra kosta í fasteignalánum. Björn Þorri segir að á tímabilinu 1990 til 1998 hafi verið raunlækkun á húsnæðisverði. Því hafi markaðurinn átt gríðarlega mikið inni þegar hann tók við sér. Auk þess bætist við að nú séu miklu fleiri sem geta keypt eignir en áður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira