Íslenskt te úr arabískum katli 16. desember 2004 00:01 Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu. Hús og heimili Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu.
Hús og heimili Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög