Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. desember 2025 09:02 Helena Hafþórsdóttir O'Connor og Manúela Ósk Harðardóttir þurftu báðar að hætta þátttöku í Ungfrú alheimi, þó með 22 ára millibili. Ósætti ríkir milli fegurðardrottningarinnar Helenu Hafþórsdóttur O'Connor og forsvarsmanna Ungfrúar Íslands. Þar stendur orð gegn orði um það hver tók ákvörðun um að skrá Helenu úr keppni í Ungfrú alheimi í nóvember vegna veikinda hennar. En það sem meira er þá lenti Helena í keimlíkum hremmingum og Manúela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrúar Íslands, lenti í fyrir 22 árum síðan. Deilur Helenu við samtökin Ungfrú Ísland, þar sem Manúela Ósk er í fararbroddi, vöktu mikla athygli í síðustu viku og gengu þar ásakanir á víxl. Afsalaði sér krúnunni í löngu máli Helena var kjörin Ungfrú Ísland í apríl og átti að keppa fyrir Íslands hönd í Ungfrú alheimi í Taílandi í nóvember síðastliðnum. Helena var komin út þó nokkuð fyrr til að taka þátt í dagskrá keppninnar þegar hún veiktist. Þrettán dögum fyrir keppnina, 8. nóvember, barst svo tilkynning frá samtökunum Ungfrú Ísland um að Helena hefði dregið sig úr keppni vegna veikinda. Sjá einnig: Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Hvorki Helena né samtökin tjáðu sig við fjölmiðla um málið utan tilkynningarinnar, hvorki beint eftir tilkynningu né næstu vikur þar á eftir. Breyting varð á því síðastliðið mánudagskvöld þegar Helena birti langa tilkynningu á Instagram, bæði á íslensku og ensku. þar sem hún afsalaði sér krúnunni og rauf öll tengsl við Ungfrú Ísland. Helena sagðist jafnframt ekki hafa tekið þá ákvörðun sjálf að skrá sig úr Ungfrú alheimi. Framkvæmdastjórinn Manúela Ósk hefði tekið ákvörðunina einhliða, í óþökk Helenu og fjölskyldu hennar, til að geta sent annan fulltrúa út í keppnina, að því er Helena telur. Hún sagðist hafa verið boðuð á fund með aðstandendum Ungfrúar Íslands eftir keppnina þar sem henni hefðu verið settir afarkostir. Annað hvort að greiða „sekt“ til að halda áfram sem Ungfrú Ísland eða greiða fyrir það að „afsala krúnunni samkvæmt samningsskilmálum.“ „Hreinar rangfærslur“ og gjörólík upplifun Daginn eftir svöruðu aðstandendur Ungfrúar Íslands henni með eigin tilkynningu. Þar sagði að upplýsingarnar sem kæmu fram í tilkynningu Helenu væru í miklu ósamræmi við samskipti samtakanna við hana og í flestum tilfellum færi hún með „hreinar rangfærslur.“ Það hefði verið Helena sjálf sem óskaði eftir því að vera dregin úr keppninni, „bæði áður en veikindi hennar komu upp og eftir að hún var á batavegi og vonir stóðu til að hún myndi geta snúið aftur til þátttöku í keppninni.“ Þá sagði að aðstandendur Ungfrúar Íslands hefðu viljað styðja Helenu til þátttöku í verkefnum á vegum keppninnar eða „koma til móts við óskir hennar um að draga sig í hlé með hliðsjón af þeim samningsskuldbindingum“ sem hún undirgekkst. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin myndu síðar reyna að svara skrifum Helenu eins og teldist viðeigandi og reglur Ungfrúar alheims leyfðu. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Manúelu Ósk til að fá nánari skýringar á málinu án árangurs. „Heilt ár í undirbúning“ til einskis En mitt í þessum stormi rifjaðist nokkuð upp sem hefur ekki komið fram í tengslum við mál Helenu. Hún er nefnilega ekki fyrsta fegurðardrottningin frá Íslandi sem hefur hætt keppni í Ungfrú alheimi vegna veikinda. Við spólum því aftur til maímánuðar árið 2002 þegar Manúela Ósk Harðardóttir var kjörin fegurðardrottning Íslands við hátíðlega athöfn á Broadway. Hún var þá átján ára gamall menntaskólanemi á þriðja ári við Menntaskólann í Reykjavík. Í keppninni vann hún bæði hug dómnefndar og netkosninu almennings, klædd í rauðan Versace-kjól sem hún hafði fengið að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson. Almenningur var ánægðastur með Manúelu. Manúel lýsti því í viðtali við tímaritið Skinfaxa eftir keppnina að hún hefði ekki verið örugg á því að taka þátt. Fegurðarsamkeppnir væru umdeildar, tímafrekar og stúlkur sem tækju þátt í þeim fengju mikla athygli, sem hún sagðist ekkert voða hrifin af. Hún hafði lent í einelti í grunnskóla og ekki langað til að verða aftur umtöluð. Hún hefði þó slegið til eftir hvatningu frá ættingjum og boð í prufu, vann svo keppnina og tryggði sér þátttökurétt í Ungfrú alheimi í Panamaborg í Panama 3. júní 2003. En Manúela náði ekki að taka þátt því rétt fyrir keppnina bárust fréttir af því að hún hefði veikst af bakteríusýkingu og lagst inni á sjúkrahús. „Hún losnaði út af sjúkrahúsi í gær eftir tæpa þrjá sólahringa,“ sagði Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar Ungfrú Ísland, í viðtali við Fréttablaðið 2. júní 2003. Þrátt fyrir að hafa losnað af spítala fyrir úrslitakvöldið sagði Elín að það væri búið að dæma svo mikið að Manúela væri úr leik. Hún væri heldur ekki orðin nógu hress til að standa uppi á sviði. Fleiri stelpur hefðu veikst en engin þó eins heiftarlega og Manúela. Hinar gátu því klárað keppnina. „Þetta er ekki síst leiðinlegt fyrir Manúelu sjálfa. Heilt ár í undirbúning, þrjár vikur þarna úti og svo endar þetta svona,“ segir Elín Gestsdóttir. Missti af stúdentsprófunum Manúela ræddi sjálf við Fréttablaðið 4. júní, degi eftir að Ungfrú alheimur fór fram. Hún var þá öll að skána eftir veikindin en leið þó enn alls ekki vel andlega og sagðist bæði svekkt og sár. „Vinir mínir úti um allan heim ætluðu að fylgjast með keppninni. Mér finnst eins og ég sé að bregðast fólki,“ sagði Manúela sem hafði fórnað miklu fyrir keppnina. „Ég átti að vera að taka stúdentspróf og væri væntanlega búin ef ég hefði ekki farið. Ég ákvað að fara og svo gerist þetta. Mér finnst eins og ég hafi komið hingað til einskis,“ sagði hún jafnframt. Manúela fór síðan í annað viðtal degi síðar, þá nýlent á Keflavíkurflugvelli eftir tuttugu tíma ferðalag frá Panama. Þar lýsti hún veikindum sínum og hvernig atvikaðist að hún endaði á spítala í keppninni. „Ég var stödd á sviðinu í miðri generalprufunni fyrir keppnina þegar það leið allt í einu yfir mig. Þá var farið með mig baksviðs þar sem þeir voru með smávegis læknisaðstöðu og þar fékk ég súrefni en ég átti alveg rosalega erfitt með að ná andanum,“ sagði Manúela í viðtalinu við DV. „Eftir generalprufuna var farið með mig upp á hótel en þá um nóttina varð ég alveg rosalega slæm þar sem ég gat ekki haldið neinu niðri og missti alveg rosalega mikinn vökva. Svo var alltaf að líða yfir mig þannig að ég var flutt upp á spítala þar sem ég þurfti að fá næringu í æð. Læknarnir héldu að ég hefði fengið einhverja sýkingu í magann og gáfu mér fúkalyf við því. Mér líður miklu betur núna en ég þurfti samtals að vera á spítalanum í þrjá daga,“ sagði hún jafnframt. Þrátt fyrir að hafa misst af keppninni hefði hún mætt á hana sem áhorfandi. Það hefði verið sárt að geta ekki tekið þátt en hún hefði þó verið búin að sætta sig við það þegar keppnin fór fram. „Þetta var stórt tækifæri fyrir mig og það var búið að spá mér góðu gengi og þess vegna er enn þá leiðinlegra að hafa ekki getað verið með. Verst er samt hvað ég fórnaði miklu til að geta tekið þátt í þessu en ég hefði átt að taka stúdentsprófin núna í vor en ákvað að fresta því um ár út af þessu,“ sagði Manúela. Hún hlýtur því að hafa skilið manna best hve sárt það hefur verið fyrir Helenu að missa af keppninni vegna veikinda. Miss Universe Iceland Ungfrú Ísland Taíland Panama Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira
Deilur Helenu við samtökin Ungfrú Ísland, þar sem Manúela Ósk er í fararbroddi, vöktu mikla athygli í síðustu viku og gengu þar ásakanir á víxl. Afsalaði sér krúnunni í löngu máli Helena var kjörin Ungfrú Ísland í apríl og átti að keppa fyrir Íslands hönd í Ungfrú alheimi í Taílandi í nóvember síðastliðnum. Helena var komin út þó nokkuð fyrr til að taka þátt í dagskrá keppninnar þegar hún veiktist. Þrettán dögum fyrir keppnina, 8. nóvember, barst svo tilkynning frá samtökunum Ungfrú Ísland um að Helena hefði dregið sig úr keppni vegna veikinda. Sjá einnig: Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Hvorki Helena né samtökin tjáðu sig við fjölmiðla um málið utan tilkynningarinnar, hvorki beint eftir tilkynningu né næstu vikur þar á eftir. Breyting varð á því síðastliðið mánudagskvöld þegar Helena birti langa tilkynningu á Instagram, bæði á íslensku og ensku. þar sem hún afsalaði sér krúnunni og rauf öll tengsl við Ungfrú Ísland. Helena sagðist jafnframt ekki hafa tekið þá ákvörðun sjálf að skrá sig úr Ungfrú alheimi. Framkvæmdastjórinn Manúela Ósk hefði tekið ákvörðunina einhliða, í óþökk Helenu og fjölskyldu hennar, til að geta sent annan fulltrúa út í keppnina, að því er Helena telur. Hún sagðist hafa verið boðuð á fund með aðstandendum Ungfrúar Íslands eftir keppnina þar sem henni hefðu verið settir afarkostir. Annað hvort að greiða „sekt“ til að halda áfram sem Ungfrú Ísland eða greiða fyrir það að „afsala krúnunni samkvæmt samningsskilmálum.“ „Hreinar rangfærslur“ og gjörólík upplifun Daginn eftir svöruðu aðstandendur Ungfrúar Íslands henni með eigin tilkynningu. Þar sagði að upplýsingarnar sem kæmu fram í tilkynningu Helenu væru í miklu ósamræmi við samskipti samtakanna við hana og í flestum tilfellum færi hún með „hreinar rangfærslur.“ Það hefði verið Helena sjálf sem óskaði eftir því að vera dregin úr keppninni, „bæði áður en veikindi hennar komu upp og eftir að hún var á batavegi og vonir stóðu til að hún myndi geta snúið aftur til þátttöku í keppninni.“ Þá sagði að aðstandendur Ungfrúar Íslands hefðu viljað styðja Helenu til þátttöku í verkefnum á vegum keppninnar eða „koma til móts við óskir hennar um að draga sig í hlé með hliðsjón af þeim samningsskuldbindingum“ sem hún undirgekkst. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin myndu síðar reyna að svara skrifum Helenu eins og teldist viðeigandi og reglur Ungfrúar alheims leyfðu. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Manúelu Ósk til að fá nánari skýringar á málinu án árangurs. „Heilt ár í undirbúning“ til einskis En mitt í þessum stormi rifjaðist nokkuð upp sem hefur ekki komið fram í tengslum við mál Helenu. Hún er nefnilega ekki fyrsta fegurðardrottningin frá Íslandi sem hefur hætt keppni í Ungfrú alheimi vegna veikinda. Við spólum því aftur til maímánuðar árið 2002 þegar Manúela Ósk Harðardóttir var kjörin fegurðardrottning Íslands við hátíðlega athöfn á Broadway. Hún var þá átján ára gamall menntaskólanemi á þriðja ári við Menntaskólann í Reykjavík. Í keppninni vann hún bæði hug dómnefndar og netkosninu almennings, klædd í rauðan Versace-kjól sem hún hafði fengið að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson. Almenningur var ánægðastur með Manúelu. Manúel lýsti því í viðtali við tímaritið Skinfaxa eftir keppnina að hún hefði ekki verið örugg á því að taka þátt. Fegurðarsamkeppnir væru umdeildar, tímafrekar og stúlkur sem tækju þátt í þeim fengju mikla athygli, sem hún sagðist ekkert voða hrifin af. Hún hafði lent í einelti í grunnskóla og ekki langað til að verða aftur umtöluð. Hún hefði þó slegið til eftir hvatningu frá ættingjum og boð í prufu, vann svo keppnina og tryggði sér þátttökurétt í Ungfrú alheimi í Panamaborg í Panama 3. júní 2003. En Manúela náði ekki að taka þátt því rétt fyrir keppnina bárust fréttir af því að hún hefði veikst af bakteríusýkingu og lagst inni á sjúkrahús. „Hún losnaði út af sjúkrahúsi í gær eftir tæpa þrjá sólahringa,“ sagði Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri keppninnar Ungfrú Ísland, í viðtali við Fréttablaðið 2. júní 2003. Þrátt fyrir að hafa losnað af spítala fyrir úrslitakvöldið sagði Elín að það væri búið að dæma svo mikið að Manúela væri úr leik. Hún væri heldur ekki orðin nógu hress til að standa uppi á sviði. Fleiri stelpur hefðu veikst en engin þó eins heiftarlega og Manúela. Hinar gátu því klárað keppnina. „Þetta er ekki síst leiðinlegt fyrir Manúelu sjálfa. Heilt ár í undirbúning, þrjár vikur þarna úti og svo endar þetta svona,“ segir Elín Gestsdóttir. Missti af stúdentsprófunum Manúela ræddi sjálf við Fréttablaðið 4. júní, degi eftir að Ungfrú alheimur fór fram. Hún var þá öll að skána eftir veikindin en leið þó enn alls ekki vel andlega og sagðist bæði svekkt og sár. „Vinir mínir úti um allan heim ætluðu að fylgjast með keppninni. Mér finnst eins og ég sé að bregðast fólki,“ sagði Manúela sem hafði fórnað miklu fyrir keppnina. „Ég átti að vera að taka stúdentspróf og væri væntanlega búin ef ég hefði ekki farið. Ég ákvað að fara og svo gerist þetta. Mér finnst eins og ég hafi komið hingað til einskis,“ sagði hún jafnframt. Manúela fór síðan í annað viðtal degi síðar, þá nýlent á Keflavíkurflugvelli eftir tuttugu tíma ferðalag frá Panama. Þar lýsti hún veikindum sínum og hvernig atvikaðist að hún endaði á spítala í keppninni. „Ég var stödd á sviðinu í miðri generalprufunni fyrir keppnina þegar það leið allt í einu yfir mig. Þá var farið með mig baksviðs þar sem þeir voru með smávegis læknisaðstöðu og þar fékk ég súrefni en ég átti alveg rosalega erfitt með að ná andanum,“ sagði Manúela í viðtalinu við DV. „Eftir generalprufuna var farið með mig upp á hótel en þá um nóttina varð ég alveg rosalega slæm þar sem ég gat ekki haldið neinu niðri og missti alveg rosalega mikinn vökva. Svo var alltaf að líða yfir mig þannig að ég var flutt upp á spítala þar sem ég þurfti að fá næringu í æð. Læknarnir héldu að ég hefði fengið einhverja sýkingu í magann og gáfu mér fúkalyf við því. Mér líður miklu betur núna en ég þurfti samtals að vera á spítalanum í þrjá daga,“ sagði hún jafnframt. Þrátt fyrir að hafa misst af keppninni hefði hún mætt á hana sem áhorfandi. Það hefði verið sárt að geta ekki tekið þátt en hún hefði þó verið búin að sætta sig við það þegar keppnin fór fram. „Þetta var stórt tækifæri fyrir mig og það var búið að spá mér góðu gengi og þess vegna er enn þá leiðinlegra að hafa ekki getað verið með. Verst er samt hvað ég fórnaði miklu til að geta tekið þátt í þessu en ég hefði átt að taka stúdentsprófin núna í vor en ákvað að fresta því um ár út af þessu,“ sagði Manúela. Hún hlýtur því að hafa skilið manna best hve sárt það hefur verið fyrir Helenu að missa af keppninni vegna veikinda.
Miss Universe Iceland Ungfrú Ísland Taíland Panama Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Sjá meira