Lífið

Blóðugur Kristur og brjáluð stemming í Breið­holtinu

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Finni á Prikinu og Jesú létu sig ekki vanta í Breiðholtið.
Finni á Prikinu og Jesú létu sig ekki vanta í Breiðholtið. Róbert Arnar

Stemmingin var gríðarleg í ÍR-heimilinu í Breiðholti á laugardag þegar Emmsjé Gauti hélt Jülevenner með góðum gestum. Ragga Gísla, Finni á Prikinu

Emmsjé Gauti umbreyttti ÍR-heimilinu annað árið í röð til að halda jólatónleikana Jülevenner fyrir fullu húsi. Rapparinn steig þar á stokk ásamt fjölmörgum góðum gestum, þar á meðal rapparanum Birni, Bríett, Röggu Gísla og þó nokkrum öðrum leynigestum.

Margt var um manninn, veigarnar flæddu og hasarinn linnulaus. Gauti dró þá meðal annars fram bæði Finna og Geoff á Prikinu og bauð gestum svo upp á blóðuga fjölbragðaglímu milli jólasveinsins og Jesú Krists.

Af myndum og stemmingunni að dæma skemmtu sér flestir en það á þó ekki við um Jónas Sen, gagnrýnanda Vísis, sem gaf tónleikum Gauta á föstudag eina stjörnu í dómi sínum í morgun og lýsti þeim sem helvíti á jörðu.

Viðburðurinn hefði sannað endanlega að kapítalisminn gæti selt fólki hvað sem er, svo lengi sem það væri pakkað inn í nógu mikið glimmer og kaldhæðni. „Ef markmiðið var því að sjúga hverja einustu örðu af sál, heilagleika og menningu úr jólahátíðinni, þá tókst Gauta það ekki bara; hann fullkomnaði verkið,“ skrifaði Jónas um tónleikana.

Gauti, sem bæði kann á leikinn og hefur húmor sjálfum sér, tók gagnrýninni fagnandi í samtali við mbl.is fyrr í dag. „Ég hef ekki verið jafn glaður yfir neinum dóm ever, án gríns,“ sagði hann þar.

Gauti hefur húmor fyrir dómnum.

„Það er eins og ég hafi skrifað þessa grein, mér finnst þessi dómur amazing. Ég opnaði hann og ég var bara stoltur af honum, ég er ekki einu sinni að grínast,“ sagði hann í sama viðtali og hefur meira að segja nýtt dóminn til að auglýsa tónleikana á næsta ári. Þannig stendur á forsöluplakatinu fyrir tónleikana skrifað stórum stöfum: „Helvíti á jörðu.“

Ljósmyndarinn Róbert Arnar mætti á tónleikana á laugardaginn og fangaði þar stemminguna sem virkaði ansi góð.

Gauti góður.Róbert Arnar

Bríet alltaf öflug.Róbert Arnar

Jóna Margrét naut sín fremst.Róbert Arnar

Bríet brilleraði.Róbert Arnar

Króli tók lagið með Gauta.Róbert Arnar

Ljósadýrð og gleði.Róbert Arnar

Stemmingin var góð.Róbert Arnar

Villi Neto ferskur á kantinum.Róbert Arnar

Glæsilegt par.Róbert Arnar

Þessi gamli góði skemmti fólkinu.Róbert Arnar

Fjórar skvísulegar pæjur.Róbert Arnar

Guðjón Smári á FM alltaf kátur.Róbert Arnar

Birnir og Steindi með aldursforsetanum.Róbert Arnar

Finni á Prikinu.Róbert Arnar

Gauti og Erpur rifu í mækinn.Róbert Arnar

Jóli tók Jesú í snúning.Róbert Arnar

Jólasveinninn misþyrmdi Jesú Kristi.Róbert Arnar

Gauti með glímuköppunum.

Geggjaðar gellur.Róbert Arnar

Steindi og góð vinkona.Róbert Arnar

Allt gengið sem kom að tónleikunum.Róbert Arnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.