Skoðun

Að klæðast eftir veðri

Jólakötturinn skrifar
Góðir hálsar!

Nú er tíðin til að vefja sig treflum og hlýjum fötum. Vindurinn þrykkir regninu á rúðurnar eða feykir snjónum upp í öll vit. Fólk heldur auðvitað áfram að kvarta og kveina yfir öllu, þegar rignir er of dimmt og þegar snjóar kemst það ekki leiðar sinnar. Þetta kemur út á eitt fyrir mig, það er blautt á hvorn veginn sem er og alls ekki hæft til útiveru.

Það er bara eitt sem er gott í öllu þessu og það eru öll fötin sem fólk þarf að hrúga utan á sig þegar veðrið er svona. Ég hef nefnilega gaman af fötum. Og þó er sérstaklega gaman að sjá þá sem eru illa klæddir við þessar aðstæður, láta slá að sér og fórna heilbrigðinu á altari hégómans. Hégómsætt fólk, namm namm.

Ég hef ákveðið að bregða út af venjunni á þessu ári og éta þá sem mér sýnist, sama hvort fötin eru gömul eða ný. Samt ættuð þið að klæða ykkur aðeins betur, ég fæ í magann af köldum mat. Treflar eru hins vegar góðir fyrir meltinguna.

Þakka þeim sem hlýddu- hinir geta átt sig!




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×