Gerrard hetja Liverpool 8. desember 2004 00:01 Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira
Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Býst við Grikkjunum betri í kvöld Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Segir að pílukastarar fái á endanum nóg af ólátabelgjunum Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Sjá meira