Gerrard hetja Liverpool 8. desember 2004 00:01 Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Steven Gerrard var hetja Liverpool er hann skoraði þriðja og síðasta mark þeirra rauðu með frábæru skoti af um 25m færi á 86. mínútu í leik gegn Olympiakos í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en þar sem Grikkirnir höfðu skorað í leiknum varð Liverpool að skora þrjú mörk til að komast áfram. Varamennirnir ungu, Florent Sinama Pongolle og Neil Mellor, höfðu áður komið Liverpool í 2-1 eftir að Rivaldo hafði komið gestunum yfir með marki í fyrri hálfleik. En Gerrard tryggði Liverpool sæti í 16-liða úrslitum með stórkostlegu marki. Í hinum leik riðilsins vann Monaco auðveldan sigur á Deportivo 5-0 á Riazor Stadium á Spáni. Ernesto Javier Chevanton, Gael Givet, Javier Saviola, Sisenado Maicon og Emmanuel Adebayor skoruðu mörkin. Það er því ljóst að það verða Monaco og Liverpool sem verða í hattinum er dregið verður í 16-liða úrslitin, en Olympiakos, sem hefur staðið sig frábærlega í keppninni hingað til, verður að gera sér UEFA keppnina að góðu. Í B-riðli tryggði Real Madrid sér sæti í 16-liða úrslitum með öruggum 3-0 sigri á Róma í Róm. Ronaldo skoraði fyrsta markið í fyrri hálfleik, en Portúgalinn snjalli Luis Figo skoraði tvö í þeim seinni. Í hinum leiknum tryggði Bayer Leverkusen sæti í 16-liða úrslitunum með öruggum sigri á Dynamo Kiev 3-0. Silveira Juan, Andrej Voronin og Marko Babic skoruðu mörkin. Það verða því Real Madrid og Bayer Leverkusen sem fara í 16-liða úrslitin en Dinamo Kiev fer í UEFA keppnina. Í C-riðlinum tapaði Juventus sínum fyrstu stigum er þeir gerðu jafntefli gegn Maccabi Tel-Aviv á Ramat-Gan Stadium. Baruch Dago kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu, en Alessandro Del Piero tryggði Juventus stig með marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Í hinum leiknum gerðu Ajax og Bayern Munich 2-2 jafntefli. Roy Makaay kom Bayern yfir en Tomas Galasek og Nicolae Mitea komu heimamönnum í 2-1. Það var síðan Michael Ballack sem jafnaði leikinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Juventus og Bayern voru þegar komin áfram, en eftir útslit kvöldsins er ljóst að það verður Ajax sem fer í UEFA keppnina. Í D-riðli steinlág Man Utd í Tyrklandi gegn Fenerbache 3-0 þar sem Tuncay Sanli gerði þrennu fyrir heimamenn. United telfdi þó fram hálfgerðu varaliði í leiknum enda komnir áfram fyrir kvöldið. Í hinum leiknum tryggði Lyon sér sigur í riðlinum með öruggum 5-0 sigri á Spörtu frá Prag. Honorato da Silva Nilmar gerði tvö mörk og þeir Mickael Essien, Sylvain Idangar og Bryan Bergougnoux gerði hin þrjú. Lyon og Man Utd verða því í 16-liða úrslitunum en Fenerbache fer í UEFA keppnina.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira