Er rétt að biðjast afsökunar? 6. desember 2004 00:01 Ekki í mínu nafni! skrifar ungur maður, Stefán Friðrik Stefánsson, á vef Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og mótmælir með þeim orðum áformum Þjóðarhreyfingarinnar að birta heilsíðuauglýsingu í bandaríska stórblaðinu The New York Times þar sem "við Íslendingar" mótmælum eindregið innrás Bandaríkjamanna í Írak og sérstaklega stuðningi íslenskra stjórnvalda við hana. Stefán Friðrik segir að Þjóðarhreyfingunni sé frjálst að nota eigið nafn til að tjá skoðanir sínar. "En þeim verður ekki veitt neitt umboð til að tala í nafni allra landsmanna", skrifar hann.Texta fyrirhugaðrar auglýsingar má lesa í heild á vef Þjóðarhreyfingarinnar. Þar er greint frá því að stuðningur stjórnvalda við innrásina í Írak gangi í berhögg við vilja Íslendinga eins og hann birtist í skoðanakönnunum. Afstaðan sé í ósamræmi við hefð íslenskrar utanríkisstefnu. Ákvörðunin hafi verið tekin með ólýðræðislegum hætti án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis eins og lagaskylda sé. Hvatt er til þess að nafn Íslands verði tekið af lista hinna "viljugu" bandalagsþjóða Bandaríkjamanna. Þá er íraska þjóðin beðin afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina. Hugmyndina að auglýsingunni á Ólafur Hannibalsson. Hann hafði lesið um svipaða aðgerð norskra samtaka sem birtu fyrir skömmu afsökunarauglýsingu í dagblaðinu The Washington Post. Ólafur hreyfði málinu í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum og í framhaldinu kom hún til umræðu innan Þjóðarhreyfingarinnar, "grasrótarhreyfingar áhugafólks um lýðræði", eins og hún kynnir sig, en hreyfingin varð til í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpinu í sumar sem leið. Þjóðarhreyfingin efndi til almenns borgarafundar fyrir nokkrum dögum til að ræða málið og hrinti í framhaldinu af stað fjársöfnun til að kosta auglýsinguna í New York Times. Það er mun dýrara að auglýsa í stórblaði eins og New York Times en Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á Íslandi. Á vefsíðu Þjóðarhreyfingarinnar kemur fram að verðið er á bilinu þrjár til fimm milljónir króna eftir því hvar í blaðinu auglýsingin fær stað. Hreyfingin ætlar að gefa sér góðan tíma til að safna og er ekki stefnt að birtingu fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Friðrik Stefánsson er ekki einn um að gagnrýna að auglýsingin eigi að vera í nafni íslensku þjóðarinnar. Torfi Kristjánsson skrifar um málið á vefritið Deigluna.com í gær og segir: "Í auglýsingunni er orðalagi ávarpsins þannig háttað að sterklega er gefið í skyn að þarna á bak við sé öll íslenska þjóðin. Það er því hálf hlálegt að hreyfing sem kennir sig við aðferðir lýðræðisins skuli falla svona kylliflöt í gryfju ólýðræðislegra aðferða. Þó að skoðanakannanir sýni að þorri þjóðarinnar sé á móti þessari stuðningsyfirlýsingu [ríkisstjórnarinnar] um þessar mundir, þá skapast engin réttur hjá hópi fólks til þess að fara fram í nafni allra Íslendinga". Og Torfi hreyfir fleiri aðfinnslum: "Margir gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar bentu á þann fylgikvilla stuðningsyfirlýsingarinnar að erlendir hryðjuverkamorðingjar gætu hugsanlega séð Ísland sem skotmark. Þetta eru réttmætar ábendingar, en maður hlýtur að spyrja sig hvort auglýsing í einu þekktasta dagblaði heimsins muni ekki vekja enn meiri óæskilega athygli á Íslendingum. Þó að samskonar félagsskapur í Noregi hafi beitt sömu aðferð, þá er aðferðin alveg jafn slæm". Torfi lýkur grein sinni með þessum orðum: "Sennilega væri þessum fjármunum betur varið við uppbyggingastarf í Írak, frekar en í vanhugsað einkaflipp nokkurra manna". Talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar hafa sagt í fjölmiðlum að hugmynd þeirra hafi fengið góðar undirtektir. Eiga þeir von á að fjöldi manns muni leggja málinu lið með fjárframlögum. Það skýrist þó varla fyrr en með hækkandi sól hvernig málinu í heild reiðir af. Líklega væri það Þjóðarhreyfingunni fremur til styrktar að endurskoða texta auglýsingarinnar því það er frekar neyðarlegt að sitja undir sömu ásökunum og ríkisstjórnin, þ.e. að tala umboðslaust í nafni þjóðarinnar. Skynsamlegt væri líka að fulltrúar hreyfingarinnar ræddu aðrar aðfinnslur við áformin. Er með auglýsingunni verið að draga athygli að Íslandi sem er jafnvel hættulegri en aðild að lista hinna viljugu? Og hvers vegna er verið að ávarpa írösku þjóðina í bandarísku dagblaði sem örfáir Írakar munu nokkru sinni sjá? Hvað sem auglýsingunni líður er hitt tæpast umdeilt að meirihluti Íslendinga var og er andvígur innrásinni í Írak. Það sýna endurteknar skoðanakannanir. Það blasir líka við að málsmeðferð íslenskra stjórnvalda var ekki í samræmi við eðlileg vinnubrögð þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í stjórnmálum. En hefur afsökunarbeiðni eins og sú sem Þjóðarhreyfingin áformar einhverja raunverulega þýðingu? Styrkir hún Ísland út á við og bætir fyrir aðildina að lista hinna viljugu? Fá íslensk stjórnvöld kannski réttmæta ráðningu á alþjóðavettvangi með þessum hætti? Eða er betur heima setið en af stað farið? Hvað segja lesendur Vísis? Orðið er frjálst.gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ekki í mínu nafni! skrifar ungur maður, Stefán Friðrik Stefánsson, á vef Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og mótmælir með þeim orðum áformum Þjóðarhreyfingarinnar að birta heilsíðuauglýsingu í bandaríska stórblaðinu The New York Times þar sem "við Íslendingar" mótmælum eindregið innrás Bandaríkjamanna í Írak og sérstaklega stuðningi íslenskra stjórnvalda við hana. Stefán Friðrik segir að Þjóðarhreyfingunni sé frjálst að nota eigið nafn til að tjá skoðanir sínar. "En þeim verður ekki veitt neitt umboð til að tala í nafni allra landsmanna", skrifar hann.Texta fyrirhugaðrar auglýsingar má lesa í heild á vef Þjóðarhreyfingarinnar. Þar er greint frá því að stuðningur stjórnvalda við innrásina í Írak gangi í berhögg við vilja Íslendinga eins og hann birtist í skoðanakönnunum. Afstaðan sé í ósamræmi við hefð íslenskrar utanríkisstefnu. Ákvörðunin hafi verið tekin með ólýðræðislegum hætti án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis eins og lagaskylda sé. Hvatt er til þess að nafn Íslands verði tekið af lista hinna "viljugu" bandalagsþjóða Bandaríkjamanna. Þá er íraska þjóðin beðin afsökunar á stuðningi íslenskra stjórnvalda við innrásina. Hugmyndina að auglýsingunni á Ólafur Hannibalsson. Hann hafði lesið um svipaða aðgerð norskra samtaka sem birtu fyrir skömmu afsökunarauglýsingu í dagblaðinu The Washington Post. Ólafur hreyfði málinu í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum og í framhaldinu kom hún til umræðu innan Þjóðarhreyfingarinnar, "grasrótarhreyfingar áhugafólks um lýðræði", eins og hún kynnir sig, en hreyfingin varð til í baráttunni gegn fjölmiðlafrumvarpinu í sumar sem leið. Þjóðarhreyfingin efndi til almenns borgarafundar fyrir nokkrum dögum til að ræða málið og hrinti í framhaldinu af stað fjársöfnun til að kosta auglýsinguna í New York Times. Það er mun dýrara að auglýsa í stórblaði eins og New York Times en Fréttablaðinu og Morgunblaðinu á Íslandi. Á vefsíðu Þjóðarhreyfingarinnar kemur fram að verðið er á bilinu þrjár til fimm milljónir króna eftir því hvar í blaðinu auglýsingin fær stað. Hreyfingin ætlar að gefa sér góðan tíma til að safna og er ekki stefnt að birtingu fyrr en í febrúar á næsta ári. Stefán Friðrik Stefánsson er ekki einn um að gagnrýna að auglýsingin eigi að vera í nafni íslensku þjóðarinnar. Torfi Kristjánsson skrifar um málið á vefritið Deigluna.com í gær og segir: "Í auglýsingunni er orðalagi ávarpsins þannig háttað að sterklega er gefið í skyn að þarna á bak við sé öll íslenska þjóðin. Það er því hálf hlálegt að hreyfing sem kennir sig við aðferðir lýðræðisins skuli falla svona kylliflöt í gryfju ólýðræðislegra aðferða. Þó að skoðanakannanir sýni að þorri þjóðarinnar sé á móti þessari stuðningsyfirlýsingu [ríkisstjórnarinnar] um þessar mundir, þá skapast engin réttur hjá hópi fólks til þess að fara fram í nafni allra Íslendinga". Og Torfi hreyfir fleiri aðfinnslum: "Margir gagnrýnendur ríkisstjórnarinnar bentu á þann fylgikvilla stuðningsyfirlýsingarinnar að erlendir hryðjuverkamorðingjar gætu hugsanlega séð Ísland sem skotmark. Þetta eru réttmætar ábendingar, en maður hlýtur að spyrja sig hvort auglýsing í einu þekktasta dagblaði heimsins muni ekki vekja enn meiri óæskilega athygli á Íslendingum. Þó að samskonar félagsskapur í Noregi hafi beitt sömu aðferð, þá er aðferðin alveg jafn slæm". Torfi lýkur grein sinni með þessum orðum: "Sennilega væri þessum fjármunum betur varið við uppbyggingastarf í Írak, frekar en í vanhugsað einkaflipp nokkurra manna". Talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar hafa sagt í fjölmiðlum að hugmynd þeirra hafi fengið góðar undirtektir. Eiga þeir von á að fjöldi manns muni leggja málinu lið með fjárframlögum. Það skýrist þó varla fyrr en með hækkandi sól hvernig málinu í heild reiðir af. Líklega væri það Þjóðarhreyfingunni fremur til styrktar að endurskoða texta auglýsingarinnar því það er frekar neyðarlegt að sitja undir sömu ásökunum og ríkisstjórnin, þ.e. að tala umboðslaust í nafni þjóðarinnar. Skynsamlegt væri líka að fulltrúar hreyfingarinnar ræddu aðrar aðfinnslur við áformin. Er með auglýsingunni verið að draga athygli að Íslandi sem er jafnvel hættulegri en aðild að lista hinna viljugu? Og hvers vegna er verið að ávarpa írösku þjóðina í bandarísku dagblaði sem örfáir Írakar munu nokkru sinni sjá? Hvað sem auglýsingunni líður er hitt tæpast umdeilt að meirihluti Íslendinga var og er andvígur innrásinni í Írak. Það sýna endurteknar skoðanakannanir. Það blasir líka við að málsmeðferð íslenskra stjórnvalda var ekki í samræmi við eðlileg vinnubrögð þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í stjórnmálum. En hefur afsökunarbeiðni eins og sú sem Þjóðarhreyfingin áformar einhverja raunverulega þýðingu? Styrkir hún Ísland út á við og bætir fyrir aðildina að lista hinna viljugu? Fá íslensk stjórnvöld kannski réttmæta ráðningu á alþjóðavettvangi með þessum hætti? Eða er betur heima setið en af stað farið? Hvað segja lesendur Vísis? Orðið er frjálst.gm@frettabladid.is
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun