Örorka og atvinnuleysi fylgjast að 3. desember 2004 00:01 Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem tók til áranna 1992-2003. Hlutfallsleg fjölgun öryrkja milli áranna 2002 og 2003 nam 19 prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. "Fjölgun öryrkja á Íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumarkaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað," segja höfundar rannsóknarinnar, þeir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafsson prófessor. Þeir vísa í könnun Gallups sem gerð var síðla árs 2003. Þar sagði hátt í helmingur vinnandi fólks að álag á vinnustað hefði aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á Íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Notaðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á umræddu tímabili. Í ljós kom að nýgengi örorku í heild var hjá báðum kynjum tiltölulega hátt á árunum 1992 til 1995, lægra á árunum 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. "Á heildina litið eru tvær stórar sveiflur í aukningu nýgengis örorku á tímabilinu og báðar tengjast verulegri aukningu atvinnuleysis," segir í niðurstöðum höfundanna í grein sem birtist í Læknablaðinu. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Höfundar rannsóknarinnar benda á að mikilvægt sé að auka samvinnu vinnumálakerfis og heilbrigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til að draga úr heilsubresti af völdum þess og hins vegar að bæta stöðu fólks sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem tók til áranna 1992-2003. Hlutfallsleg fjölgun öryrkja milli áranna 2002 og 2003 nam 19 prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. "Fjölgun öryrkja á Íslandi undanfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumarkaði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað," segja höfundar rannsóknarinnar, þeir Sigurður Thorlacius tryggingayfirlæknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafsson prófessor. Þeir vísa í könnun Gallups sem gerð var síðla árs 2003. Þar sagði hátt í helmingur vinnandi fólks að álag á vinnustað hefði aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á Íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Notaðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á umræddu tímabili. Í ljós kom að nýgengi örorku í heild var hjá báðum kynjum tiltölulega hátt á árunum 1992 til 1995, lægra á árunum 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. "Á heildina litið eru tvær stórar sveiflur í aukningu nýgengis örorku á tímabilinu og báðar tengjast verulegri aukningu atvinnuleysis," segir í niðurstöðum höfundanna í grein sem birtist í Læknablaðinu. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Höfundar rannsóknarinnar benda á að mikilvægt sé að auka samvinnu vinnumálakerfis og heilbrigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til að draga úr heilsubresti af völdum þess og hins vegar að bæta stöðu fólks sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira