Bylting á íbúðalánamarkaði Þórlindur Kjartansson skrifar 29. nóvember 2004 00:01 Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun