Læknir í þremur kærumálum 8. nóvember 2004 00:01 Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Guðmundur Ingi Eyjólfsson, formaður Læknasetursins ehf., býst við að niðurstaða í tveimur kærumálum sem hann hefur lagt fram á hendur tveimur stofnunum í heilbrigðisgeiranum verði sér í hag. "Ég rek Læknasetrið," sagði hann. "Ég var með átta yfirlækna, en stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss bönnuðu þeim að reka stofur úti í bæ vildu þeir halda starfi sínu á spítalanum. Þá missti ég fimm lækna út og það kemur sér afar illa fyrir fyrirtækið með margvíslegum hætti." Guðmundur Ingi kvaðst hafa talið að þarna væri um brot á samkeppnislögum að ræða, þar sem Landspítalamenn væru að misnota aðstöðu sína gagnvart keppinaut sínum. Hitt málið sem Guðmundur Ingi á í er gegn Heilsugæslunni. "Við erum í sama húsi og heilsugæslan í Mjódd. Við erum búnir að þjóna henni hvað varðar blóðrannsóknir síðan hún var opnuð. Þar að auki setti ég upp blóðtökuaðstöðu í Grafarvogi þegar heilsugæslan þar var opnuð og hef þjónað henni síðan samkvæmt samningi." Guðmundur Ingi sagði að Læknasetrið hefði verið í viðamiklu þjónustuhlutverki við heilsugæsluna, bæði með viðskiptum við ofangreindar stöðvar og fleira. "Síðan gerði Landspítalinn samning við Heilsugæsluna í apríl um að annast blóðrannsóknir. Þeir undirbuðu okkur og lækkuðu þær rannsóknir sem við gerðum um 32 prósent. En þar sem þeir voru með einokun varð nánast engin lækkun þegar upp var staðið. Þeir eru í þeirri stöðu að fá um 28 milljarða á ári á föstum fjárlögum og fjárhæðir til viðbótar á aukafjárlögum, þannig að þeir eru að misbeita aðstöðu sinni gagnvart keppinaut. Þeir eru að reyna að grafa undan okkur." Guðmundur Ingi kvaðst hafa kært þessi tvö mál til Samkeppnisráðs. Hann sagðist hafa reynt að fá samning þann sem Landspítalinn og Heilsugæslan gerðu með sér um blóðrannsóknirnar. "Þeir neita að afhenda mér hann og segja að hann sé leynilegur. Það getur ekki staðist í stjórnsýslunni að samningar séu leynilegir, svo það er líka lögbrot. Þeir eru því að brjóta þrenn lög og allt bíður þetta dóms hjá Samkeppnisráði."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira