Fuglarnir hennar Kollu 8. nóvember 2004 00:01 Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla. Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Gallerí KSKl við Skólavörðustíginn er fullt af fuglum. Þó ekki lifandi skrækjandi fuglum heldur handunnum nytjafuglum sem eru til mikillar heimilisprýði. Þeir eru ýmist úr leir eða postulíni og fást jafnvel með gyllingum. Kolbrún S. Kjarval leirlistakona hefur búið til svona fugla í lengri tíma. "Þeir komu eiginlega bara af sjálfu sér einn daginn árið 1974 þegar ég var að renna prufur á rennibekknum mínum. Ein þeirra líktist fugli og ég ákvað að prófa mig áfram með hana og sjá hvað gerðist." Þrjátíu árum seinna er hún enn að þróa fuglana sína og fær alltaf nýjar hugmyndir. "Í fyrra þegar rjúpnaveiðibannið stóð yfir fannst mér svo mikil synd að fólk skyldi ekki fá að hafa rjúpu á jólunum að ég bjó til rjúpur til að hafa á jólaborðinu, bæði litlar fyrir tannstöngla og svo fyrir sultu og sósur. Jólarjúpurnar urðu mjög vinsælar og ég ætla að búa þær aftur til í ár." Kolla hefur alltaf haft gaman af fuglum og notar hvert tækifæri til að skoða þá. "Þegar ég fer til útlanda reyni ég alltaf að komast í dýragarð og fer þá beint í fuglahúsið og skoða fuglana þar." Það er mikil alúð og vinna að baki hverjum fugli. "Ég byrja á að renna leirinn og móta þá fuglana um leið. Svo þarf að hreinsa þá og skafa og svo eru þeir bakaðir við 1.000°C . Þegar því er lokið eru þeir glerjaðir, málaðir og skreyttir og svo eru þeir aftur bakaðir við 1.300°C. Ef ég set svo gyllingu þarf að baka í þriðja sinn, reyndar við mun lægri hita." Fuglarnir eru til í öllum stærðum og til flestra nota; sem ílát fyrir tannstöngla og eyrnapinna, sykurkör og rjómakönnur. staup og súputarínur svo eitthvað sé nefnt. Þeir eru á mismunandi verði, hægt er að fá lítinn tannstönglafugl frá 2.000 krónum og upp úr, allt eftir þörfum og vild hvers og eins. Hægt er að panta þá í þeim litum sem passa best inn á heimilið eða með nöfnum, t.d. handa brúðhjónum. Það eru til fuglar fyrir alla.
Hús og heimili Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira