Innlent

Safnað fyrir gervihjörtum

Söfnunin er á vegum Minningarsjóðs Þorbjörns Árnasonar. Efnt verður til stórtónleika í Háskólabíói, bréf verða send til 44 þúsund landsmanna, gefið út sérstakt blað og efnt til söfnunardags á Bylgjunni. Fyrr á árinu var stofnaður minningarsjóður Þorbjörns Árnasonar, en hann lést úr hjartasjúkdómi á síðasta ári. Tilgangursjóðsins er að safna og veita fjármunum til kaupa á tækjum fyrir hjartaskurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×