Málefnafátækt hjá Bush og Kerry 27. október 2004 00:01 Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. Svo virðist sem Bush forseti njóti meira fylgis á landsvísu en John Kerry. Allar helstu kannanir undanfarna daga benda til þess að Bush hafi nokkrum prósentustigum meira fylgi en Kerry og óákveðnum fækkar á sama tíma lítillega. Athygli manna beinist hins vegar í auknum mæli að því hverjir hinir óákveðnu eru og hverjir það verða sem skila sér á kjörstað. Auki Bush forseti fylgi sitt er talið hugsanlegt að sumir fylgismenn hans telji ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars. Jafnframt er nú rýnt í minnihlutahópa en fjöldi nýskráðra kjósenda kemur úr röðum þeirra og skoðanakannanir taka ekki tillit til þeirra. Flestar þeirra mæla fylgi á meðal líklegra kjósenda, og líklegir kjósendur teljast einkum þeir sem kosið hafa áður - og þar af leiðandi ekki þeir sem eru nýskráðir. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og þeirra sem búa á fátækari miðborgarsvæðum njóta demókratar að jafnaði meira fylgis. Þetta vita demókratar og hafa skráð mikinn fjölda á þessum svæðum - en það þýðir hins vegar ekki að fólkið skili sér á kjörstað. Því er óvissan hugsanlega mun meiri en kannanir gefa til kynna og á stanslausum ferðalögum frambjóðendanna og á látlausri gagnrýni þeirra má ráða að þeir ætla sér að berjast til síðasta blóðdropa. Í gær réðst Bush harkalega á Kerry og sagði að hann gerði ekkert annað en að kvarta. Fyrir utan langan umkvörtunarlista hefði hann ekkert fram að færa - engar hugmyndir um hvert ætti að stýra landinu. Þetta var meginboðskapur Bush hvar sem hann kom í gær og sjálfur sagðist hann hafa mjög jákvæða og bjartsýna sýn fyrir landið, nákvæma áætlun um hvernig sigra ætti í stríðinu í Írak og stríðinu gegn hryðjuverkum og hvernig bæta mætti efnahags landsins. Hann tíundaði þó hvergi þessar jákvæðu og bjartsýnu hugmyndir. Umkvartanir voru á dagskrá Kerrys í gær: hann sagði að Bush væri óhæfur leiðtogi sem er reyndar það sama og repúblíkanar segja um Kerry. Og hann sagði Bush hafa brugðist meginskyldu sinni undanfarin fjögur ár: að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Í ljósi frétta undanfarinna daga af fjárútlátum vegna Íraks, og horfins sprengiefnis þar, spyr Kerry við hvert tækifæri hvort að Bush reyni að fela fleira. Niðurstaða Kerrys var einföld: Bush og Cheney sjá ekki vandann, skilja hann ekki og geta sannarlega ekki lagfært hann.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira