Formaður útvarpsráðs segi af sér 14. október 2004 00:01 Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira