Formaður útvarpsráðs segi af sér 14. október 2004 00:01 Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira