Sjávarhiti mildar norðanáttina 13. október 2004 00:01 Sjávarhiti norður af landinu gerir að verkum að norðanáttinni fylgir ekki sami kuldi og fólk hefur átt að venjast. "Að öðru jöfnu verður norðanáttin mildari en annars væri, meira að segja svo að þegar snjóað hefði áður þegar sjórinn var kaldur hitar hann nú loftið svo mikið að getur orðið að rigningu sem áður var snjór að vetri til," segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir gamla þjóðtrú, trúlega komna frá sjómönnum við Faxaflóa á 19. öld, að ef rigndi þrisvar fyrir jól yrði vetur mildur. "Þetta byggir náttúrlega á því að fremur verður rigning en snjór í norðanáttinni ef sjórinn er hlýr." Páll segir áhrif breytinga á sjávarhita fyrir norðan landið bæði mikil og langvinn, þar sem áhrifa geti gætt árum saman og um allt Norðurhvelið, meðan áhrif veðurfyrirbrigðis á borð við El Niño í Kyrrahafi vari bara í eitt til tvö ár. "Hafís orsakar að sveiflurnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Þetta eru stórbrotnar breytingar sem verða hérna norðurfrá. Heilmikill brunnur, ýmist heitur eða kaldur, er á milli Íslands og Grænlands og Noregs og norður um Svalbarða. Allir vindar sem yfir hann blása þegar hann er heitur verða hlýrri en þeir hefðu annars verið. Ef hlýnar um 5 gráður á svæðinu milli áratuga þá verður svona hálfri gráðu heitara um allt norðurhvelið og það er ekkert lítið," segir Páll og bendir á að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa síðustu hundrað ár sé talin nema um 0,7 gráðum. Erfitt mun að segja til um hvað ræður hlýnun sjávarins. "Nú seinast hafði sín áhrif að tiltölulega mikil sunnanátt var milli Íslands og Noregs á tíunda áratugnum," segir Páll, en hún varði í nokkur ár og bar heitan sjó norður. "Og við njótum þess núna." Að sama skapi segir Páll að lítið hafi verið um sunnanátt á þessum slóðum áður en kólnaði með hafísárunum 1965 til 1971. "Þá var meira að segja tiltölulega mikil vestanátt fyrir norðan, frá ísköldum Grænlandsstraumnum sem kemur hér norðan með Grænlandi," segir Páll og bendir um leið á að einhverjar tilviljanir ráði líka og því ekki sjálfgefið að kuldaskeið fylgi hlýindum í sjónum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Sjávarhiti norður af landinu gerir að verkum að norðanáttinni fylgir ekki sami kuldi og fólk hefur átt að venjast. "Að öðru jöfnu verður norðanáttin mildari en annars væri, meira að segja svo að þegar snjóað hefði áður þegar sjórinn var kaldur hitar hann nú loftið svo mikið að getur orðið að rigningu sem áður var snjór að vetri til," segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir gamla þjóðtrú, trúlega komna frá sjómönnum við Faxaflóa á 19. öld, að ef rigndi þrisvar fyrir jól yrði vetur mildur. "Þetta byggir náttúrlega á því að fremur verður rigning en snjór í norðanáttinni ef sjórinn er hlýr." Páll segir áhrif breytinga á sjávarhita fyrir norðan landið bæði mikil og langvinn, þar sem áhrifa geti gætt árum saman og um allt Norðurhvelið, meðan áhrif veðurfyrirbrigðis á borð við El Niño í Kyrrahafi vari bara í eitt til tvö ár. "Hafís orsakar að sveiflurnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Þetta eru stórbrotnar breytingar sem verða hérna norðurfrá. Heilmikill brunnur, ýmist heitur eða kaldur, er á milli Íslands og Grænlands og Noregs og norður um Svalbarða. Allir vindar sem yfir hann blása þegar hann er heitur verða hlýrri en þeir hefðu annars verið. Ef hlýnar um 5 gráður á svæðinu milli áratuga þá verður svona hálfri gráðu heitara um allt norðurhvelið og það er ekkert lítið," segir Páll og bendir á að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa síðustu hundrað ár sé talin nema um 0,7 gráðum. Erfitt mun að segja til um hvað ræður hlýnun sjávarins. "Nú seinast hafði sín áhrif að tiltölulega mikil sunnanátt var milli Íslands og Noregs á tíunda áratugnum," segir Páll, en hún varði í nokkur ár og bar heitan sjó norður. "Og við njótum þess núna." Að sama skapi segir Páll að lítið hafi verið um sunnanátt á þessum slóðum áður en kólnaði með hafísárunum 1965 til 1971. "Þá var meira að segja tiltölulega mikil vestanátt fyrir norðan, frá ísköldum Grænlandsstraumnum sem kemur hér norðan með Grænlandi," segir Páll og bendir um leið á að einhverjar tilviljanir ráði líka og því ekki sjálfgefið að kuldaskeið fylgi hlýindum í sjónum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira