Ákvörðun sem orkar tvímælis 30. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með Jóni Steinari Gunnlaugssyni prófessor hefur Hæstarétti Íslands bæst dómari sem meðal lögmanna og annarra sem fylgjast með lögmennsku og dómstólum er þekktur fyrir glöggskyggni og skýran og skilmerkilegan málflutning og trausta lagaþekkingu. Hann hefur ennfremur margra áratuga reynslu af lögmannsstörfum en Félag lögmanna hefur margsinnis kvartað yfir því að slíka þekkingu skorti í réttinn. Þá er ljóst að margir lögmenn telja að óhefðbundin nálgun Jóns Steinars að ýmsum viðfangsefnum dómstólanna sé holl fyrir réttarkerfið í landinu. Það þurfi að "hrista upp" í Hæstarétti. Þetta felur þó ekki í sér að að skipun Jóns Steinars í dómaraembættið sé tekið fagnandi af lærðum og leikum. Öðru nær eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum. Fyrirsjáanlegar voru þær athugasemdir að settur dómsmálaráðherra hafi átt að taka tillit til umsagnar Hæstaréttar sem mælti með öðrum umsækjendum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins virðir meðmæli Hæstaréttar að vettugi. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé til hvers hin lögbundna umsagnarskylda sé ef ekkert tillit er til hennar tekið. Þá mátti einnig segja sér að gengi ráðherra aftur framhjá hæfum kvenumsækjanda um embættið yrði að því fundið með vísan til jafnréttislaga. Sem kunnugt er eru aðeins tveir af níu dómurum Hæstaréttar kvenkyns og starfslok annars þeirra blasa við innan tveggja ára. Loks kemur ekki á óvart að skipun Jóns er af mörgum gagnrýnendum talin pólitísk. Hann hefur um langt árabil verið meðal mest áberandi þátttakenda í þjóðfélagsumræðunni og verið einhver ákveðnasti málsvari Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er náinn vinur hans. Þegar fréttist að Jón Steinar sækti um embætti hæstaréttardómara varð það útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að hann fengi embættið vegna vináttu við ráðamenn og starfa fyrir þá óháð því hvert yrði faglegt mat á hæfni hans. Formaður Samfylkingarinnar klappaði þennan stein í fjölmiðlum í gær þegar hann gaf í skyn að Jón Steinar væri beinlínis "sendur" í réttinn til að hafa áhrif á niðurstöður hans í þágu lagasjónarmiða sem væru á undanhaldi í Hæstarétti en nytu velvildar ríkisstjórnarinnar. Pólitískt eðli málsins varð einnig ljóst af þeim upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann hefði séð ástæðu til að ræða dómaraskipunina við forystumenn Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörðun var tekin. Þau ummæli sem mesta athygli vekja þó eftir að skipunin varð heyrinkunnug í gær eru orð keppinautar Jóns Steinars, Eiríks Tómassonar prófessors. Hann kvað dómsvaldið í landinu ekki lengur sjálfstætt og óháð framkvæmdavaldinu eftir að tvívegis hefði verið gengið gegn umsögn Hæstaréttar. Þetta eru stór orð og þung þegar jafn virtur lögfræðingur á í hlut. Hvað sem ótvíræðum lögmannshæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar líður verður að telja að ákvörðun setts dómsmálaráðherra um að skipa hann dómara að þessu sinni orki tvímælis í ljósi þeirra athugasemda sem hér hafa verið reifaðar. Þetta mál og skipun Ólafs Barkar Þoraldssonar í fyrra sýnir að núverandi háttur á skipan dómara í Hæstarétt er genginn sér til húðar. Alþingi þarf þegar í haust að taka þennan þátt dómstólalaganna til rækilegrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með Jóni Steinari Gunnlaugssyni prófessor hefur Hæstarétti Íslands bæst dómari sem meðal lögmanna og annarra sem fylgjast með lögmennsku og dómstólum er þekktur fyrir glöggskyggni og skýran og skilmerkilegan málflutning og trausta lagaþekkingu. Hann hefur ennfremur margra áratuga reynslu af lögmannsstörfum en Félag lögmanna hefur margsinnis kvartað yfir því að slíka þekkingu skorti í réttinn. Þá er ljóst að margir lögmenn telja að óhefðbundin nálgun Jóns Steinars að ýmsum viðfangsefnum dómstólanna sé holl fyrir réttarkerfið í landinu. Það þurfi að "hrista upp" í Hæstarétti. Þetta felur þó ekki í sér að að skipun Jóns Steinars í dómaraembættið sé tekið fagnandi af lærðum og leikum. Öðru nær eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum. Fyrirsjáanlegar voru þær athugasemdir að settur dómsmálaráðherra hafi átt að taka tillit til umsagnar Hæstaréttar sem mælti með öðrum umsækjendum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins virðir meðmæli Hæstaréttar að vettugi. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé til hvers hin lögbundna umsagnarskylda sé ef ekkert tillit er til hennar tekið. Þá mátti einnig segja sér að gengi ráðherra aftur framhjá hæfum kvenumsækjanda um embættið yrði að því fundið með vísan til jafnréttislaga. Sem kunnugt er eru aðeins tveir af níu dómurum Hæstaréttar kvenkyns og starfslok annars þeirra blasa við innan tveggja ára. Loks kemur ekki á óvart að skipun Jóns er af mörgum gagnrýnendum talin pólitísk. Hann hefur um langt árabil verið meðal mest áberandi þátttakenda í þjóðfélagsumræðunni og verið einhver ákveðnasti málsvari Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er náinn vinur hans. Þegar fréttist að Jón Steinar sækti um embætti hæstaréttardómara varð það útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að hann fengi embættið vegna vináttu við ráðamenn og starfa fyrir þá óháð því hvert yrði faglegt mat á hæfni hans. Formaður Samfylkingarinnar klappaði þennan stein í fjölmiðlum í gær þegar hann gaf í skyn að Jón Steinar væri beinlínis "sendur" í réttinn til að hafa áhrif á niðurstöður hans í þágu lagasjónarmiða sem væru á undanhaldi í Hæstarétti en nytu velvildar ríkisstjórnarinnar. Pólitískt eðli málsins varð einnig ljóst af þeim upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann hefði séð ástæðu til að ræða dómaraskipunina við forystumenn Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörðun var tekin. Þau ummæli sem mesta athygli vekja þó eftir að skipunin varð heyrinkunnug í gær eru orð keppinautar Jóns Steinars, Eiríks Tómassonar prófessors. Hann kvað dómsvaldið í landinu ekki lengur sjálfstætt og óháð framkvæmdavaldinu eftir að tvívegis hefði verið gengið gegn umsögn Hæstaréttar. Þetta eru stór orð og þung þegar jafn virtur lögfræðingur á í hlut. Hvað sem ótvíræðum lögmannshæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar líður verður að telja að ákvörðun setts dómsmálaráðherra um að skipa hann dómara að þessu sinni orki tvímælis í ljósi þeirra athugasemda sem hér hafa verið reifaðar. Þetta mál og skipun Ólafs Barkar Þoraldssonar í fyrra sýnir að núverandi háttur á skipan dómara í Hæstarétt er genginn sér til húðar. Alþingi þarf þegar í haust að taka þennan þátt dómstólalaganna til rækilegrar endurskoðunar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun