Ákvörðun sem orkar tvímælis 30. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með Jóni Steinari Gunnlaugssyni prófessor hefur Hæstarétti Íslands bæst dómari sem meðal lögmanna og annarra sem fylgjast með lögmennsku og dómstólum er þekktur fyrir glöggskyggni og skýran og skilmerkilegan málflutning og trausta lagaþekkingu. Hann hefur ennfremur margra áratuga reynslu af lögmannsstörfum en Félag lögmanna hefur margsinnis kvartað yfir því að slíka þekkingu skorti í réttinn. Þá er ljóst að margir lögmenn telja að óhefðbundin nálgun Jóns Steinars að ýmsum viðfangsefnum dómstólanna sé holl fyrir réttarkerfið í landinu. Það þurfi að "hrista upp" í Hæstarétti. Þetta felur þó ekki í sér að að skipun Jóns Steinars í dómaraembættið sé tekið fagnandi af lærðum og leikum. Öðru nær eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum. Fyrirsjáanlegar voru þær athugasemdir að settur dómsmálaráðherra hafi átt að taka tillit til umsagnar Hæstaréttar sem mælti með öðrum umsækjendum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins virðir meðmæli Hæstaréttar að vettugi. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé til hvers hin lögbundna umsagnarskylda sé ef ekkert tillit er til hennar tekið. Þá mátti einnig segja sér að gengi ráðherra aftur framhjá hæfum kvenumsækjanda um embættið yrði að því fundið með vísan til jafnréttislaga. Sem kunnugt er eru aðeins tveir af níu dómurum Hæstaréttar kvenkyns og starfslok annars þeirra blasa við innan tveggja ára. Loks kemur ekki á óvart að skipun Jóns er af mörgum gagnrýnendum talin pólitísk. Hann hefur um langt árabil verið meðal mest áberandi þátttakenda í þjóðfélagsumræðunni og verið einhver ákveðnasti málsvari Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er náinn vinur hans. Þegar fréttist að Jón Steinar sækti um embætti hæstaréttardómara varð það útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að hann fengi embættið vegna vináttu við ráðamenn og starfa fyrir þá óháð því hvert yrði faglegt mat á hæfni hans. Formaður Samfylkingarinnar klappaði þennan stein í fjölmiðlum í gær þegar hann gaf í skyn að Jón Steinar væri beinlínis "sendur" í réttinn til að hafa áhrif á niðurstöður hans í þágu lagasjónarmiða sem væru á undanhaldi í Hæstarétti en nytu velvildar ríkisstjórnarinnar. Pólitískt eðli málsins varð einnig ljóst af þeim upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann hefði séð ástæðu til að ræða dómaraskipunina við forystumenn Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörðun var tekin. Þau ummæli sem mesta athygli vekja þó eftir að skipunin varð heyrinkunnug í gær eru orð keppinautar Jóns Steinars, Eiríks Tómassonar prófessors. Hann kvað dómsvaldið í landinu ekki lengur sjálfstætt og óháð framkvæmdavaldinu eftir að tvívegis hefði verið gengið gegn umsögn Hæstaréttar. Þetta eru stór orð og þung þegar jafn virtur lögfræðingur á í hlut. Hvað sem ótvíræðum lögmannshæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar líður verður að telja að ákvörðun setts dómsmálaráðherra um að skipa hann dómara að þessu sinni orki tvímælis í ljósi þeirra athugasemda sem hér hafa verið reifaðar. Þetta mál og skipun Ólafs Barkar Þoraldssonar í fyrra sýnir að núverandi háttur á skipan dómara í Hæstarétt er genginn sér til húðar. Alþingi þarf þegar í haust að taka þennan þátt dómstólalaganna til rækilegrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með Jóni Steinari Gunnlaugssyni prófessor hefur Hæstarétti Íslands bæst dómari sem meðal lögmanna og annarra sem fylgjast með lögmennsku og dómstólum er þekktur fyrir glöggskyggni og skýran og skilmerkilegan málflutning og trausta lagaþekkingu. Hann hefur ennfremur margra áratuga reynslu af lögmannsstörfum en Félag lögmanna hefur margsinnis kvartað yfir því að slíka þekkingu skorti í réttinn. Þá er ljóst að margir lögmenn telja að óhefðbundin nálgun Jóns Steinars að ýmsum viðfangsefnum dómstólanna sé holl fyrir réttarkerfið í landinu. Það þurfi að "hrista upp" í Hæstarétti. Þetta felur þó ekki í sér að að skipun Jóns Steinars í dómaraembættið sé tekið fagnandi af lærðum og leikum. Öðru nær eins og þeir vita sem fylgjast með fjölmiðlum. Fyrirsjáanlegar voru þær athugasemdir að settur dómsmálaráðherra hafi átt að taka tillit til umsagnar Hæstaréttar sem mælti með öðrum umsækjendum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins virðir meðmæli Hæstaréttar að vettugi. Ekki er nema eðlilegt að spurt sé til hvers hin lögbundna umsagnarskylda sé ef ekkert tillit er til hennar tekið. Þá mátti einnig segja sér að gengi ráðherra aftur framhjá hæfum kvenumsækjanda um embættið yrði að því fundið með vísan til jafnréttislaga. Sem kunnugt er eru aðeins tveir af níu dómurum Hæstaréttar kvenkyns og starfslok annars þeirra blasa við innan tveggja ára. Loks kemur ekki á óvart að skipun Jóns er af mörgum gagnrýnendum talin pólitísk. Hann hefur um langt árabil verið meðal mest áberandi þátttakenda í þjóðfélagsumræðunni og verið einhver ákveðnasti málsvari Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem er náinn vinur hans. Þegar fréttist að Jón Steinar sækti um embætti hæstaréttardómara varð það útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að hann fengi embættið vegna vináttu við ráðamenn og starfa fyrir þá óháð því hvert yrði faglegt mat á hæfni hans. Formaður Samfylkingarinnar klappaði þennan stein í fjölmiðlum í gær þegar hann gaf í skyn að Jón Steinar væri beinlínis "sendur" í réttinn til að hafa áhrif á niðurstöður hans í þágu lagasjónarmiða sem væru á undanhaldi í Hæstarétti en nytu velvildar ríkisstjórnarinnar. Pólitískt eðli málsins varð einnig ljóst af þeim upplýsingum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að hann hefði séð ástæðu til að ræða dómaraskipunina við forystumenn Sjálfstæðisflokksins áður en ákvörðun var tekin. Þau ummæli sem mesta athygli vekja þó eftir að skipunin varð heyrinkunnug í gær eru orð keppinautar Jóns Steinars, Eiríks Tómassonar prófessors. Hann kvað dómsvaldið í landinu ekki lengur sjálfstætt og óháð framkvæmdavaldinu eftir að tvívegis hefði verið gengið gegn umsögn Hæstaréttar. Þetta eru stór orð og þung þegar jafn virtur lögfræðingur á í hlut. Hvað sem ótvíræðum lögmannshæfileikum Jóns Steinars Gunnlaugssonar líður verður að telja að ákvörðun setts dómsmálaráðherra um að skipa hann dómara að þessu sinni orki tvímælis í ljósi þeirra athugasemda sem hér hafa verið reifaðar. Þetta mál og skipun Ólafs Barkar Þoraldssonar í fyrra sýnir að núverandi háttur á skipan dómara í Hæstarétt er genginn sér til húðar. Alþingi þarf þegar í haust að taka þennan þátt dómstólalaganna til rækilegrar endurskoðunar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar