Spilað eftir eyranu 15. september 2004 00:01 Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemendum kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvaldur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana, og boðið er upp á ólíka stíla, svo sem djass, blús, popp og dægurlög. Skipt er niður í fjögurra manna hópa eftir aldri, getu og áhugasviði og Ástvaldur lýsir kennslunni nánar. "Hver nemandi hefur rafmagnspíanó og bæði hann og kennarinn setja upp heyrnartól því þannig getur kennarinn hlustað á hvern nemanda fyrir sig og og talað við hann án þess að trufla aðra. Nemandinn lærir að spila á sama hátt og hann lærir að syngja eða tala, það er með því að prófa sig áfram óhræddur við að gera mistök." Hann segir áherslu einnig lagða á spuna og skapandi hugsun við námið. "Við notum aðgengilegar aðferðir við kennsluna og teljum námið alveg kjörið fyrir fólk sem langar að geta spilað sér og öðrum til ánægju og það hentar öllum, ungum og eldri, byrjendum og lengra komnum," fullyrðir hann og tekur sem dæmi að yngsti nemandinn til þessa hafi verið sjö ára og sá elsti áttræður. Víst er að marga dreymir um að geta spilað undir fjöldasöng og haldið uppi skemmtan í góðra vina hópi og þarna virðist vera kominn lykill að því. Að sögn Ástvalds bjóða Tónheimar upp á nám fyrir tónlistar- og tónmenntakennara og margir úr þeirra röðum hafa nýtt sér það. Nánari upplýsingar má finna á vefnum tonheimar.is Nám Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemendum kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvaldur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana, og boðið er upp á ólíka stíla, svo sem djass, blús, popp og dægurlög. Skipt er niður í fjögurra manna hópa eftir aldri, getu og áhugasviði og Ástvaldur lýsir kennslunni nánar. "Hver nemandi hefur rafmagnspíanó og bæði hann og kennarinn setja upp heyrnartól því þannig getur kennarinn hlustað á hvern nemanda fyrir sig og og talað við hann án þess að trufla aðra. Nemandinn lærir að spila á sama hátt og hann lærir að syngja eða tala, það er með því að prófa sig áfram óhræddur við að gera mistök." Hann segir áherslu einnig lagða á spuna og skapandi hugsun við námið. "Við notum aðgengilegar aðferðir við kennsluna og teljum námið alveg kjörið fyrir fólk sem langar að geta spilað sér og öðrum til ánægju og það hentar öllum, ungum og eldri, byrjendum og lengra komnum," fullyrðir hann og tekur sem dæmi að yngsti nemandinn til þessa hafi verið sjö ára og sá elsti áttræður. Víst er að marga dreymir um að geta spilað undir fjöldasöng og haldið uppi skemmtan í góðra vina hópi og þarna virðist vera kominn lykill að því. Að sögn Ástvalds bjóða Tónheimar upp á nám fyrir tónlistar- og tónmenntakennara og margir úr þeirra röðum hafa nýtt sér það. Nánari upplýsingar má finna á vefnum tonheimar.is
Nám Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira