Við þurfum ekki nýja ríkisútgerð 5. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Flest bendir til þess að ákvörðun stjórnenda Eimskipafélags Íslands nú um mánaðamótin að hætta strandsiglingum innanlands og flytja varninginn í staðinn landleiðina sé byggð á raunsæju mati á markaðsaðstæðum. Komi á daginn að svo er ekki munu lögmál samkeppni og frjálss markaðar innan tíðar sjá til þess aðrir fylli í skarðið sem myndast hefur. Áhyggjur landsbyggðarfólks af afleiðingum þessarar ákvörðunar eru skiljanlegar því breytingar af þessu tagi hafa óhjákvæmilega í för með sér röskun og óþægindi fyrir ýmsa í sjávarplássum landsins þegar til skemmri tíma er litið.Eitthvert tekjutap hafnarsjóða er einnig fyrirsjáanlegt. Í umræðum um málið á undanförnum dögum hefur helst verið rætt um áhrifin á þjóðvegakerfið. Efasemdir heyrast um að það sé fært um að annast þá miklu flutninga sem framundan eru, en Eimskip hefur árlega flutt um 140 þúsund tonn af varningi sjóðleiðina umhverfis landið. Mörgum finnst blóðugt að miklar opinberar fjárfestingar í hafnarmannvirkjum, sem meðal annars hafa verið réttlættar með vísan til strandflutninga skipafélaganna, nýtist nú illa. Við aðstæður sem þessar kemur ekki á óvart að stjórnlyndir þingmenn og sveitarstjórnarmenn krefjist þess að ríkisvaldið grípi á einhvern hátt í taumana. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, sagði í sjónvarpsviðtali í vikunni að ekki væri sjálfgefið að það væri einkamál fyrirtækja hvernig flutningum væri háttað. Stjórnvöld þyrftu að bregðast við þeirri nýju stöðu sem upp væri komin. Samflokksmaður hans, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hvatti til þess í Morgunblaðinu í gær að "samfélagið" tæki höndum saman um að koma á strandsiglingum að nýju, til dæmis með því að endurreisa Skipaútgerð ríkisins, sem lögð var niður 1992 eftir margra milljarða taprekstur. Ekki skal dregið í efa að viðbrögð þessara stjórnmálamanna og ýmissa annarra sem tekið hafa í sama streng byggjast á góðum hug þeirra til landsbyggðarinnar. En menn mega ekki horfa fram hjá staðreyndum. Í dag fara rúmlega 80% af öllum flutningum innanlands um þjóðvegina; Þróunin undanfarin ár hefur öll verið í átt til aukinna landflutninga; er skýrt dæmi um það ákvörðun Samskipa, helsta keppinautar Eimskipafélagsins, fyrir fjórum árum að hætta öllum strandsiglingum. Ástæðan fyrir þessari framvindu er krafa fólks og fyrirtækja um aukna og hraðari þjónustu. Svo dæmi séu tekin vill almenningur ekki bíða í viku eftir búslóð sem hægt er að fá samdægurs og verslanir vilja fá grænmeti, ávexti og aðra ferskvöru fljótt og örugglega til að geta boðið neytendum betri vöruval. Á 21. öld eru vikulegar skipakomur eins og hestaflutningar á fyrri öldum. Ísland er ekki lengur kyrrstöðuþjóðfélag heldur samfélag í stöðugri deiglu og framrás. Bætt lífskjör byggjast á því að þjóðin og athafnamenn hennar séu á hverjum tíma reiðubúnir til að laga sig að breyttum aðstæðum, eftirspurn og tækni. Án vilja og hæfni til slíkrar aðlögunar staðnar þjóðfélagið og lífskjörin versna. Hugmyndir um að stofna til nýrrar skipaútgerðar ríkisins eru fráleitar. Stuðningur við bætt vegakerfi í kjölfar breytts flutningamynsturs væri eðlilegri og nútímalegri viðbrögð stjórnmálamanna en tilraunir til að handstýra flutningaþróuninni. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að flutningafyrirtækin greiða stórfé í vegasjóð og ríkisvaldið hefur margvíslega möguleika til að haga skattlagningu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun