Umræðustjórnmál 30. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Tilraun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni í fyrravor til að innleiða hugtakið "umræðustjórnmál" í íslenska þjóðfélagsumræðu misheppnaðist. Þá sjaldan að menn tala nú um "umræðustjórnmál" er það til að gera gys að hugtakinu og hæðast að höfundinum. Þetta er bagalegt vegna þess að orðið er ágætt og vísar leið til vinnubragða og hugsunarháttar sem nauðsynlegt er að forystumenn í íslenskum stjórnmálum tileinki sér í ríkari mæli en hingað til. Í frægri Borgarnessræðu tefldi Ingibjörg Sólrún "umræðustjórnmálum" fram sem andstæðu "átakastjórnmála" sem hún taldi einkenna Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Þetta var óheppileg skilgreining því réttnefnd umræðustjórnmál eiga ekki að gerilsneyða þjóðmálin, taka úr þeim broddinn eða gefa þá mynd að átök eigi ekki heima í stjórnmálum. Umræðustjórnmál eru fremur aðferð til að komast að niðurstöðu en markmið í sjálfu sér. Átök um hugmyndir og hagsmuni hverfa ekki þótt menn ástundi umræðustjórnmál. Önnur ástæða fyrir skipbroti hugtaksins var líklega sú að mörgum fannst að Ingibjörg Sólrún hefði sjálf ekki tileinkað sér hugarfar og vinnulag umræðustjórnmála meðan hún var borgarstjóri í Reykjavík. Á milli orða hennar og verka væri neyðarlegt ósamræmi. Þrátt fyrir mikið tal R-listans um grasrótarlýðræði og opin skoðanaskipti hefur lítið farið fyrir því í framkvæmd en meira fyrir valdboði og bakherbergjabralli. Eðlilegast er að skilgreina umræðustjórnmál sem þá vestrænu lýðræðishefð að rökræður og viðleitni til málamiðlana fari á undan ákvörðunum í veigamiklum þjóðfélagsmálum. Andstæðan er þá foringjastjórnmál, flokksræði, tilskipanastjórn eða fámennisvald. Þau hugtök eiga í rauninni ekki heima í góðu lýðræðisþjóðfélagi, en framhjá veruleikanum í mynd togstreitu lýðræðis og valds verður ekki litið. Eftir langa setu sömu stjórnmálaflokkanna í valdastólum er hætt við að óhófleg stjórnsemi fari að setja mark sitt á ráðamenn. Vandræði núverandi ríkisstjórnar stafa að miklu leyti af því að hún hefur ímynd foringjaræðis og tilskipana. Sú ímynd er því miður ekki til orðin af ástæðulausu. Stjórnsemi forystumanna ríkisstjórnarinnar hefur á köflum farið út fyrir öll eðlileg mörk og um þverbak hefur keyrt á síðustu mánuðum. Þó að ósigur ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu, svo dæmi sé tekið, hafi verið efnislegur þá var hann einnig að drjúgum hluta vegna útbreiddrar andúðar á vinnubrögðunum sem einkenndust af valdboði og einhliða fyrirmælum. Ekki skal útilokað að hugtakið umræðustjórnmál hafi orðið fyrir slíku hnjaski að það sé ónothæft til að lýsa þeim vinnubrögðum og hugsunargangi sem nauðsynlegt er að leysi foringjastjórnmálin af hólmi. En það breytir ekki því að hugmyndin sem býr að baki er mikilvæg og það yrði íslenskum stjórnmálum til viðreisnar ef hún fengi að njóta sín.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun