Arafat og Qureia sættast 27. júlí 2004 00:01 Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. Forsætisráðherrann sagði af sér í kjölfar þess að Arafat skipaði frænda sinn sem yfirmann öryggissveita Palestínu. Qureia dró síðar afsögn sína til baka þegar Arafat neitaði að taka við henni. Sagðist Qureia þá vera tilbúinn til þess að gegna embættinu í einhvern tíma, svo lengi sem Arafat gæfi eftir völd sín í tengslum við öryggissveitirnar. Arafat neitaði í fyrstu og lengi vel var útlit fyrir að Qureia stæði við afsögn sína. Arafat hefur verið að gefa eftir í deilunni síðustu daga, stuðningur við hann á heimastjórnarsvæðunum hefur minnkað og mótmælin eftir að Arafat skipaði frænda sinn í embætti á sér engin fordæmi. Meira að segja meðlimir úr Fatah-hreyfingu Arafats tóku þátt í þeim. Nú hefur Arafat sagt að hann sé tilbúinn til að gefa eftir af sínum persónulegu völdum. Qureia vonast til þess að aukin völd til ríkisstjórnarinnar verði til þess að hægt sé að ráðast í umbætur er lúta að efnahagslegum þáttum. Hann vill einnig beita sér harðar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á heimastjórnarsvæðunum. Ísraelsher heldur uppi stöðugum árásum á heimastjórnarsvæðin. Tveir Palestínumenn létust í morgun þegar skothríð braust út milli ísraelska hersins og að því að þeir töldu liðsmanna Hamaz. Annar mannanna mun hafa klæðst fötum Hamazliða en ekki er vitað hvort seinni maðurinn var vígamaður. Fjórir óbreyttir borgarar særðust í átökunum, þ.á m. tólf ára drengur. Að sögn Ísraela komu þeir auga á uppreisnarmenn sem voru að koma fyrir eldflaug. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Yasser Arafat, forseti Palestínu, og Ahmed Qureia, forsætisráðherra landsins, sættust í morgun á fundi í borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Þar með lýkur tveggja vikna stjórnarkreppu í Palestínu. Forsætisráðherrann sagði af sér í kjölfar þess að Arafat skipaði frænda sinn sem yfirmann öryggissveita Palestínu. Qureia dró síðar afsögn sína til baka þegar Arafat neitaði að taka við henni. Sagðist Qureia þá vera tilbúinn til þess að gegna embættinu í einhvern tíma, svo lengi sem Arafat gæfi eftir völd sín í tengslum við öryggissveitirnar. Arafat neitaði í fyrstu og lengi vel var útlit fyrir að Qureia stæði við afsögn sína. Arafat hefur verið að gefa eftir í deilunni síðustu daga, stuðningur við hann á heimastjórnarsvæðunum hefur minnkað og mótmælin eftir að Arafat skipaði frænda sinn í embætti á sér engin fordæmi. Meira að segja meðlimir úr Fatah-hreyfingu Arafats tóku þátt í þeim. Nú hefur Arafat sagt að hann sé tilbúinn til að gefa eftir af sínum persónulegu völdum. Qureia vonast til þess að aukin völd til ríkisstjórnarinnar verði til þess að hægt sé að ráðast í umbætur er lúta að efnahagslegum þáttum. Hann vill einnig beita sér harðar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á heimastjórnarsvæðunum. Ísraelsher heldur uppi stöðugum árásum á heimastjórnarsvæðin. Tveir Palestínumenn létust í morgun þegar skothríð braust út milli ísraelska hersins og að því að þeir töldu liðsmanna Hamaz. Annar mannanna mun hafa klæðst fötum Hamazliða en ekki er vitað hvort seinni maðurinn var vígamaður. Fjórir óbreyttir borgarar særðust í átökunum, þ.á m. tólf ára drengur. Að sögn Ísraela komu þeir auga á uppreisnarmenn sem voru að koma fyrir eldflaug.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira