Hver er John Kerry? 26. júlí 2004 00:01 Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Hver er John Kerry? Það er spurningin sem hann verður helst að svara á flokksþingi demókrata sem hefst í dag í Boston. Töluverð spenna ríkir í Boston en hvort hún er öll af ótta við hryðjuverkaárásir eða hvort menn vænti stórpólitískra tíðinda, það er önnur saga. Í kvöld hefst formlega flokksþing demókrata þar sem John Kerry verður tilnefndur forsetaframbjóðandi demókrata og John Edwards varaforsetaefni flokksins. Þúsundir þingfulltrúa eru komnir til borgarinnar, enn fleiri mótmælendur en langflestir eru blaða- og fréttamennirnir, ríflega 15 þúsund talsins. Þykir þingið fyrst og fremst sett upp fyrir þá - fjölmiðlasirkus frekar en efnisleg, pólitísk grundvallarsamkoma. Fjölmiðlafulltrúi Demókrataflokksins hefur raunar sagt við blaðamennina að best sé að fylgjast með framgangi þingsins af sjónvarpsskjá þar sem það er skipulagt fyrir sjónvarp frekar en þá sem eru inni í hinu risastóra þinghúsi. Sjálft þingið fer m.a.s. fram á besta sjónvarpstíma, á milli klukkan 18 og 23 á kvöldin. Það er ekki þar með sagt að allir sofi út og ekkert gerist heldur þvert á móti. Allan daginn eru fundir af ýmsu tagi þar sem línan er lögð, málin rædd í hreinskilni og spurningum blaðamanna svarað. Demókratar leggja töluverða áherslu á að öllum sé ljóst hvað þeir ætli sér, komist þeir í Hvíta húsið, en því verður ekki neitað að hingað til hefur verið hægara sagt en gert að átta sig á því. Annars vegar má segja að John Kerry hafi oft tvær skoðanir á lykilmálum og svo virðist - eðlilega kannski - ekki ríkja fullkomin eining innan flokksins. Takist ekki að breyta þessu gæti það reynst flokknum nokkuð erfitt. Vinsældir Johns Kerrys hingað til virðast einkum byggja á því að hann er ekki George Bush. Hver hann er vita færri. Hlutverk flokksþingsins og sjónvarpsleikhússins í kring er að reyna að skilgreina hver hann er, ná forskoti í efnislegri umræðu og heilla bandarískan almenning þannig að fólk vilji fekar fá sér bjórkrús úti á krá með Kerry en Bush. Þrátt fyrir efnislegan og innihaldslegan mun á flokkunum er það nefnilega sá þáttur sem skiptir ekki síst máli þegar kosið verður í haust. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er á þinginu í Boston og verður með daglega pistla þaðan í vikunni. Hægt er að hlusta á þennan pistil með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira