Yfirlit yfir úrslit kosninga 27. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins. Hin opinberu úrslit kosninganna eru á þessa leið; Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 85,6 prósent atkvæða - eða atkvæði 90.662 Íslendinga. Baldur Ágústsson fékk 13.250 atkvæði eða 12,5% fylgi. Ástþór Magnússon fékk einu atkvæði meira en 2000 og rétt tæplega 1,9 prósent fylgi. Þetta árið voru auðir seðlar taldir sérstaklega frá upphafi talningar. Það er nýmæli því áður hafa auð og ógild atkvæði verið sett í sama flokk þar til eftir að niðurstöður kosninga liggja fyrir. Auðir seðlar teljast ekki gild atkvæði. Sé tekið tillit til þeirra sem skiluðu atkvæðaseðli sínum í kassann án þess að merkja við neinn frambjóðandanna er niðurstaða kosninganna á þessa leið; Ástþór Magnússon fær tæplega 1,5 prósent atkvæða og Baldur Ágústsson tæplega 9,9 prósent. Rúmlega 20,5 prósent kjósenda skiluðu auðu eða fimmti hver kjósandi. Ólafur Ragnar Grímsson fær tæplega 67,5 prósent atkvæða í þessarri mynd, það er að segja ef auð atkvæði eru talin sem gild. Samtals fékk Ólafur Ragnar 90.600 hundruð atkvæði en hinir frambjóðendurnir tveir og auðir seðlar voru 43.700. Kjörsókn var dræm, reyndar hefur hún aldrei verið minni. Tæplega 63 prósent atkvæðisbærra manna fóru á kjörstað og nýttu sér rétt sinn. Árið 1988 þegar sitjandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir fékk mótframboð frá Sigrúnu Þorsteinsdóttur, var kjörsókn tæplega 73 prósent. Minnst kjörsókn var í Reykjavíkurkjördæmi Norður 61,5 prósent tæplega en mest kjörsókn var í Norðausturkjördæmi þar sem rúm 65 prósent kosningabærra manna skiluðu inn atkvæði. Greinilegur munur er á afstöðu kjósenda til þess að skila auðu eftir því hvort þeir búa í þéttbýliskjarnanum á suðvesturhorninu eða úti á landsbyggðinni. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í suðvesturkjördæmi eru fleiri en 22 prósent kjósenda sem skila auðu, reyndar næstum fjórðungur í Reykjavík suður en mun færri í Reykjavík norður. Mun færri skiluðu seðlum sínum án þess að merkja við neinn í Norðurvestur og Norðausturkjördæmum eða um og yfir fjórtán prósent. Í suðurkjördæmi tæplega 16,5 prósent. Ólafur Ragnar Grímsson hefur mest fylgi í norðurkjördæmunum tveimur þar sem fylgi hans er í kringum 75 prósent. Tveir þriðju þeirra sem á annað borð nýttu atkvæðisrétt sinn í Norðvestur og norðausturkjördæmum greiddu honum atkvæði sitt. Næstmest fylgi hefur Ólafur Ragnar í Suðurkjördæmi en minnst í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem flestir skiluðu auðu.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira