Val á dómurum í Hæstarétt 22. júní 2004 00:01 Ekkert mælir því mót að Alþingi, sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar, ræði og eftir atvikum afgreiði önnur mál en lög um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi hlýtur að koma sterklega til álita að sumarþingið reyni að finna leið til að eyða ósætti og tortryggni sem ríkir í þjóðfélaginu um skipan manna í embætti hæstaréttardómara. Ekki þarf að rifja upp það uppnám sem varð meðal lærðra og leikra þegar síðast var skipað í dómaraembætti við réttinn. Nú hefur Pétur Kr. Hafstein tilkynnt að hann hyggist láta af embætti og við blasir að skipa þarf nýjan dómara í haust. Líklegt er að þá komi upp áþekk álitamál og síðast; hver á að meta hæfni umsækjenda og hver á mælikvarðinn að vera? Í umræðunum um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómaraembætti vakti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra máls á því að ef til vill væri ástæða til að breyta reglunum um það hvernig staðið er að skipun hæstaréttardómara. Í framhaldi af því hefur verið hreyft hugmyndum um að Alþingi verði að staðfesta skipun dómara í Hæstarétt og sérstakt lagaráð, frekar en rétturinn sjálfur, veiti umsögn um umsækjendur. Athygli hefur vakið að þótt Pétur Kr. Hafstein hafi enn ekki beðist formlega lausnar hefur einn kunnasti lögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, látið í ljós áhuga sinn á embættinu. Jón Steinar er þekktur fyrir skýran málflutning og tæpitungulausar skoðanir jafnt á þjóðmálum sem lögfræði. Enginn frýr honum vits og lærdóms. Fræg er gagnrýni hans á dóma - ekki síst Hæstaréttar. Og allir vita að hann er einkavinur æðstu valdamanna landsins. En enginn spilamaður veit það betur en Jón Steinar Gunnlaugsson að ásar í hendi geta bæði verið tromp og hundar. Styrkleiki hans kann jafnframt að vera veikleiki hans. Hægt er að veita mönnum embætti í krafti valds, en sérhver maður með sjálfsvirðingu hlýtur að vilja að það sé hafið yfir efa að hann hafi verið valinn vegna hæfni sinnar frekar en tengsla. Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði kosinn vinsælasti maður landsins ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir. Kunnugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og vinnubrögð réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir meðal dómaranna. Sú spurning vaknar hvort þeir teljist hæfir umsagnaraðilar þegar hann á í hlut. Einnig hvort líklegt sé að hann mundi njóta sannmælis. Dæmi Jóns Steinars eitt og sér vekur upp spurningar um aðferðir við skipan hæstaréttardómara. Þegar við bætast þau álitaefni sem upp komu við síðustu skipun í dóminn virðist rökrétt að endurskoða leikreglurnar. Þetta er mál sem Alþingi á að láta til sín taka í í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ekkert mælir því mót að Alþingi, sem kemur saman í byrjun næsta mánaðar, ræði og eftir atvikum afgreiði önnur mál en lög um fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Í því sambandi hlýtur að koma sterklega til álita að sumarþingið reyni að finna leið til að eyða ósætti og tortryggni sem ríkir í þjóðfélaginu um skipan manna í embætti hæstaréttardómara. Ekki þarf að rifja upp það uppnám sem varð meðal lærðra og leikra þegar síðast var skipað í dómaraembætti við réttinn. Nú hefur Pétur Kr. Hafstein tilkynnt að hann hyggist láta af embætti og við blasir að skipa þarf nýjan dómara í haust. Líklegt er að þá komi upp áþekk álitamál og síðast; hver á að meta hæfni umsækjenda og hver á mælikvarðinn að vera? Í umræðunum um skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í dómaraembætti vakti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra máls á því að ef til vill væri ástæða til að breyta reglunum um það hvernig staðið er að skipun hæstaréttardómara. Í framhaldi af því hefur verið hreyft hugmyndum um að Alþingi verði að staðfesta skipun dómara í Hæstarétt og sérstakt lagaráð, frekar en rétturinn sjálfur, veiti umsögn um umsækjendur. Athygli hefur vakið að þótt Pétur Kr. Hafstein hafi enn ekki beðist formlega lausnar hefur einn kunnasti lögmaður landsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, látið í ljós áhuga sinn á embættinu. Jón Steinar er þekktur fyrir skýran málflutning og tæpitungulausar skoðanir jafnt á þjóðmálum sem lögfræði. Enginn frýr honum vits og lærdóms. Fræg er gagnrýni hans á dóma - ekki síst Hæstaréttar. Og allir vita að hann er einkavinur æðstu valdamanna landsins. En enginn spilamaður veit það betur en Jón Steinar Gunnlaugsson að ásar í hendi geta bæði verið tromp og hundar. Styrkleiki hans kann jafnframt að vera veikleiki hans. Hægt er að veita mönnum embætti í krafti valds, en sérhver maður með sjálfsvirðingu hlýtur að vilja að það sé hafið yfir efa að hann hafi verið valinn vegna hæfni sinnar frekar en tengsla. Ólíklegt verður að telja að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði kosinn vinsælasti maður landsins ef hæstaréttardómarar væru einu kjósendurnir. Kunnugt er að óvægin gagnrýni hans á einstaka dóma og vinnubrögð réttarins hefur fengið misjafnar undirtektir meðal dómaranna. Sú spurning vaknar hvort þeir teljist hæfir umsagnaraðilar þegar hann á í hlut. Einnig hvort líklegt sé að hann mundi njóta sannmælis. Dæmi Jóns Steinars eitt og sér vekur upp spurningar um aðferðir við skipan hæstaréttardómara. Þegar við bætast þau álitaefni sem upp komu við síðustu skipun í dóminn virðist rökrétt að endurskoða leikreglurnar. Þetta er mál sem Alþingi á að láta til sín taka í í sumar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun