Viðskipti

Wise og Þekking orðin eitt

Wise og Þekking hafa nú sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust.

Viðskipti innlent

Nýr CLE 53 frá Mercedes-AMG frum­sýndur á laugar­dag

Mercedes-Benz á Íslandi býður gestum og gangandi einstakt tækifæri til þess að sjá þennan magnaða CLE 53 frá Mercedes-AMG á laugardag milli kl 12-16 . Tilvalið að koma við á leið á kjörstað og upplifa sportlegan og kraftlegan AMG bíl frá Mercedes-Benz.

Samstarf

Kín­verski risinn sem herjar á evrópska neyt­endur

Kínverskur netverslunarrisi hefur komið með slíku offorsi inn á markaðinn undanfarnar vikur að ekki þekkjast sambærilega dæmi í bransanum. Viðskipti með vörur frá Kína tvöfölduðust í apríl frá því sem var í fyrra hér á landi. Sérfræðingur í verslun varar við ódýrum vörum netrisans enda sé ekki allt sem sýnist.

Viðskipti innlent

„Ég nenni ekki að standa í ein­hverju veseni“

„Ég á það til dæmis til að tala svolítið mikið. Samt hef ég ekkert meiri rétt til þess að tala á kaffistofunni en starfsfólkið. Enda hef ég sagt við þau að þá verði þau bara að segja mér að þegja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og íþróttalýsandi.

Atvinnulíf

Hvetja fólk til að taka verð­merkingum í Hag­kaup með fyrir­vara

Alþýðusamband Íslands, ASÍ, segir verðmerkingar í Hagkaup óáreiðanlegar. Í einhverjum tilfellum séu tvær ólíkar verðmerkingar á sömu vöru í sömu verslun en slík dæmi finnist aðeins örsjaldan í öðrum verslunum. Í einu tilfelli hafi munurinn numið 260 krónum. Sektir hafi ekki dugað. ASÍ hvetur neytendur til að taka verðmerkingum í hillu í Hagkaup með fyrirvara.

Viðskipti innlent

Umferðareiður kjöt­iðnaðar­maður til­nefndur

Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður er tilnefndur til Iðnaðarmanns Íslands 2024 og mætti á X977 til Tomma í spjall en X977 stendur fyrir keppninni ásamt Sindra. Þar kom í ljós að Jón er Húnvetningur og hans uppáhaldsstaður eru uppeldisstöðvarnar Blönduós.

Samstarf

„Hann eyði­leggur alltaf alla stemningu um leið og hann kemur“

„Oft er þetta bara einn starfsmaður á vinnustaðnum sem er ekki að taka ábyrgð á starfinu sínu, stuðar fólk eða hegðar sér þannig að allir eru á tánum í kringum viðkomandi og enginn þorir að segja neitt,“ segir Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Saga Competence sem dæmi um aðstæður á vinnustað þar sem þögla herinn er að finna.

Atvinnulíf

Vilja koma fleirum en Kynnis­ferðum inn í BSÍ

Félag atvinnurekenda hefur sent Einari Þorsteinssyni borgarstjóra erindi og farið fram á fund til að ræða hvernig keppinautar fólksflutningafyrirtækisins Kynnisferða geti fengið aðstöðu í Umferðarmiðstöðinni við Vatnsmýrarveg (BSÍ), sem er í eigu Reykjavíkurborgar.

Viðskipti innlent

Al­gjör ó­vissa með Dragon Dim Sum

Lokað hefur verið á veitingastaðnum Dragon Dim Sum undanfarnar vikur og heyrast áhyggjuraddir fastagesta með framtíð staðarins. Rekstraraðilar segjast leita allra leiða til að halda rekstrinum gangandi á nýjum stað. Unnið sé að því nótt og dag.

Viðskipti innlent

Merkum á­fanga fagnað í verslun BYKO á Sel­fossi

BYKO fagnaði nýverið þeim áfanga að framkvæmdum lauk vegna breytinga á uppsetningu verslunar fyrirtækisins á Selfossi. Við þetta tækifæri ávarpaði Sigurður B. Pálsson forstjóri BYKO gesti og fór yfir tilganginn með þessum breytingum.

Samstarf

Hægir á verð­hækkunum mat­vöru

Verðbólga í matvöruverslunum fer minnkandi það sem af er ári. Til marks um það hækkaði verðlag matvöru um 1,2 prósent milli mánaða, samanborið við 12,3 prósent árshækkun matvöruverð í maí á síðasta ári. 

Neytendur

„Gátum ekki setið og beðið enda­laust“

Hagkaup áformar að hefja netverslun með áfengi í næsta mánuði. Forstjórinn viðurkennir að um grátt svæði sé að ræða lagalega séð, en segir fyrirtækið ekki hafa getað beðið „endalaust“ eftir því að verslun með áfengi verði leyfð alfarið. 

Neytendur