Viðskipti

Mega skila notuðum nærfötum

Fataiðnaðurinn færist smátt og smátt í umhverfisvænni framleiðslu og sífellt bætast við þeir framleiðendur sem taka á móti flíkum til að endurvinna. Nú hafa notuð nærföt bæst við því bandaríska vörumerkið Big Favorite hefur tilkynnt að viðskiptavinir geti skilað til sín notuðum nærfötum til endurvinnslu.

Atvinnulíf

MGM og James Bond til sölu

Forsvarsmenn MGM Holdings Inc. eru sagðir leita leiða til að selja kvikmyndaver félagsins og með því njósnarann fræga, James Bond. Telja þeir að kvikmyndasafn versins muni vekja athygli streymisveita. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmyndaverið er til sölu á undanförnum árum en hingað til hafa fjárfestar ekki bitið á agnið vegna verðsins, sem þeir telja of hátt.

Viðskipti erlent

Samruni Storytel og Forlagsins blásinn af

Ekki verður af fyrirhuguðum samruna Forlagsins og Storytel sem tilkynnt var um í sumar. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Storytel og Forlagsins, þar sem einnig er greint frá undirritun „langtímasamnings“ milli fyrirtækjanna um dreifingu hljóð- og rafbóka. Teikn voru á lofti um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki samþykkja samrunann, að sögn landsstjóra Storytel á Íslandi.

Viðskipti innlent

Að kúpla sig frá vinnu og streitu um jólin

Þegar líður að jólum finnum við hvernig tilhlökkunin eykst eins og lítið fiðrildi í maganum. Vissulega þarf að gera klára margt fyrir jólin, bæði í vinnu og jólastússi. En síðan taka frídagarnir við og þá er um að gera að njóta.

Atvinnulíf

„Ég held að þetta sé bara svo góður kokkteill“

,,Ég hef alltaf fílað litgreiningu og forvinnslu prentunar og fagið bara lá fyrir mér,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs. Litróf er 77 ára gamalt fyrirtæki sem alltaf hefur verið rekið á sömu kennitölu. Fyrirtækið hefur Konráð rekið í 37 ár. Hann lærði offsetljósmyndun í Myndamótum Morgunblaðsins sem þá var og hét.

Atvinnulíf

Fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið

Hildur Árnadóttir stjórnarmaður og ráðgjafi fær sér stundum Coco Puffs í desert eftir Cheeriosið á morgnana. Hún segir aðventuna frekar rólega í ár vegna Covid en í vinnunni tókst í vikunni að undirrita samkomulag um sameiningu félaga þannig að úr verður eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Markmið sameiningarinnar er að vera tilbúin þegar öflug viðspyrna hefst og ferðamenn fara að flykkjast til landsins á ný. 

Atvinnulíf

Harpa og Isavia fá ríkis­að­stoð

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé.

Viðskipti innlent

KPMG kaupir CIRCULAR Solutions

KPMG hefur gengið frá kaupum á ráðgjafarfyrirtækinu CIRCULAR Solutions, sem veitir þjónustu á sviði sjálfbærni og sjálfbærra fjármála. CIRCULAR Solutions hóf starfsemi í byrjun árs 2018 og er ætlað að gera KPMG leiðandi fyrirtæki á Íslandi í ráðgjöf og þjónustu á sviði sjálfbærni.

Viðskipti innlent

Jón Viggó ráðinn fram­kvæmda­stjóri SORPU

Stjórn SORPU bs. hefur ákveðið að ráða Jón Viggó Gunnarsson í starf framkvæmdastjóra. Jón Viggó tekur við starfinu á fyrsta degi nýs árs af Helga Þór Ingasyni, sem var tímabundið ráðinn framkvæmdastjóri SORPU í febrúar. Jón Viggó var valinn úr hópi 32 umsækjenda.

Viðskipti innlent

Starfsframinn: Að vinna eins og forstjóri

Það er oft sagt að vinnuveitendur falist sérstaklega eftir starfsfólki sem kann að sýna gott frumkvæði í starfi. Enda ekki nema von. Starfsmaður sem sýnir dugnað, afkastagetu og frumkvæði er oftast starfsmaður sem stjórnandi þarf lítið að hafa áhyggjur eða afskipti af. Sem aftur gerir viðkomandi að eftirsóttum starfsmanni. Og hver vill ekki teljast eftirsóttur starfsmaður?

Atvinnulíf

Sænskur banki semur við Meniga

Íslenska fjártæknifyrirtækið Meniga hefur samið við sænsku bankasamsteypuna Swedbank og eru lausnir Meniga nú aðgengilegar öllum viðskiptavinum bankans í Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Viðskipti innlent