Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2022 15:16 Loðnuskip að veiðum undan Jökulsárlóni í dag. Öræfajökull í baksýn. Frá vinstri eru Nordborg, Heimaey, Högaberg og Hákon. Myndin er tekin um borð í Ásgrími Halldórssyni. Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. „Loðnan er komin upp á grunnið og það er mokveiði þarna,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Tvö skipa fyrirtækisins, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds, eru á svæðinu við strönd Suðausturlands. Um borð í Ásgrími Halldórssyni SF innan við Hrollaugseyjar í dag.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes „Þau eru bæði búin að kasta tvisvar og fengu 500 tonn hvort í hvoru kasti.“ Skipin er aðeins tvær til þrjár sjómílur frá landi, innan við Hrollaugseyjar, á svæðinu milli Jökulsárlóns og Hala í Suðursveit. „Hún er búin að þéttast í torfu og komin á hefðbundna gönguslóð. Þetta er sennilega fyrsta gangan, sú sem lengst er gengin,“ segir Ásgeir en til þessa hefur loðnan verið dreifð og veiðst einkum undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ástand loðnunnar bendir jafnframt til þess að hún nálgist óðum sitt verðmætasta form og að áherslan muni núna færast úr bræðslu yfir í frystingu til manneldis. „Þetta er mjög góð og falleg loðna. Hún er komin með 13 prósenta hrognafyllingu, orðin hæf í frystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu. Fyrir Japansmarkað þarf hrognafylling að verða 15-16 prósent, sem næst eftir 4-5 daga," segir Ásgeir. Hákon EA yfir loðnutorfunni í dag. Öræfajökull fyrir aftan.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Auk Hornafjarðarskipanna eru á svæðinu Heimaey VE, Álsey VE, Kap VE, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA og færeysku skipin Högaberg og Nordborg. Guðmundur Borgar, matsveinn á Ásgrími Halldórssyni, tók myndirnar á miðunum í dag. Þess má geta að loðnuveiðar hér við land hófust fyrst frá Hornafirði, eins og fram kom í þættinum Um land allt í fyrra. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+ en hér má sjá kafla: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hornafjörður Tengdar fréttir Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
„Loðnan er komin upp á grunnið og það er mokveiði þarna,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Tvö skipa fyrirtækisins, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds, eru á svæðinu við strönd Suðausturlands. Um borð í Ásgrími Halldórssyni SF innan við Hrollaugseyjar í dag.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes „Þau eru bæði búin að kasta tvisvar og fengu 500 tonn hvort í hvoru kasti.“ Skipin er aðeins tvær til þrjár sjómílur frá landi, innan við Hrollaugseyjar, á svæðinu milli Jökulsárlóns og Hala í Suðursveit. „Hún er búin að þéttast í torfu og komin á hefðbundna gönguslóð. Þetta er sennilega fyrsta gangan, sú sem lengst er gengin,“ segir Ásgeir en til þessa hefur loðnan verið dreifð og veiðst einkum undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ástand loðnunnar bendir jafnframt til þess að hún nálgist óðum sitt verðmætasta form og að áherslan muni núna færast úr bræðslu yfir í frystingu til manneldis. „Þetta er mjög góð og falleg loðna. Hún er komin með 13 prósenta hrognafyllingu, orðin hæf í frystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu. Fyrir Japansmarkað þarf hrognafylling að verða 15-16 prósent, sem næst eftir 4-5 daga," segir Ásgeir. Hákon EA yfir loðnutorfunni í dag. Öræfajökull fyrir aftan.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Auk Hornafjarðarskipanna eru á svæðinu Heimaey VE, Álsey VE, Kap VE, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA og færeysku skipin Högaberg og Nordborg. Guðmundur Borgar, matsveinn á Ásgrími Halldórssyni, tók myndirnar á miðunum í dag. Þess má geta að loðnuveiðar hér við land hófust fyrst frá Hornafirði, eins og fram kom í þættinum Um land allt í fyrra. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+ en hér má sjá kafla:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hornafjörður Tengdar fréttir Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00
Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39