Sting selur réttinn að lögum sínum til Universal Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2022 07:51 Sting, sem heitir Gordon Sumner réttu nafni, var söngvari, bassaleikari og helsti lagasmiður The Police. Getty Enski tónlistarmaðurinn Sting hefur selt réttinn að öllum lögum sínum til tónlistarrisans Universal Music Group. Um er að ræða lög sem hann gaf út bæði í eigin nafni og mikill fjöldi sem hann samdi og gaf út með sveitinni The Police. Sting bætist þar með í hóp fjölda heimsþekktra tónlistarmanna sem gert hafa áþekka samninga við útgáfufyrirtæki og fjárfestingafélög. Þannig hefur rétturinn að tónlist David Bowie, Fleetwood Mac, Tinu Turner, Bruce Springsteen, Bob Dylan, Neil Young, David Guetta og Shakiru verið seldur með þessum hætti á síðustu mánuðum. Sting hefur á ferli sínum samið og gefið út fjölda þekktra laga, ýmist undir eigin nafni eða með The Police, þeirra á meðal Every Breath You Take, Roxanne, Englishman in New York, Desert Rose og Fields of Gold. Hinn sjötugi Sting hefur á ferli sínum unnið til sautján Grammy-verðlauna og þriggja Brit-verðlauna. Í frétt BBC er haft eftir Sting að það sé honum mjög mikilvægt að lagasafn sitt eigi sér heimili þar sem komið sé fram við það af virðingu og að það sé metið. Ekki einungis til að lögin haldi áfram að ná til eldri aðdáenda en einnig til að hægt sé að ná til nýrra hlustenda. Á ferli sínum hefur Sting lengst af verið á samningi hjá Universal. Sting, sem heitir Gordon Sumner, var söngvari, bassaleikari og helsti lagasmiður The Police undir lok áttunda áratugarins og þeim níunda, áður en hann hóf sólóferil. Tónlist Bretland Höfundarréttur Tengdar fréttir Seldi Sony allar upptökur sínar Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. 24. janúar 2022 22:30 Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sting bætist þar með í hóp fjölda heimsþekktra tónlistarmanna sem gert hafa áþekka samninga við útgáfufyrirtæki og fjárfestingafélög. Þannig hefur rétturinn að tónlist David Bowie, Fleetwood Mac, Tinu Turner, Bruce Springsteen, Bob Dylan, Neil Young, David Guetta og Shakiru verið seldur með þessum hætti á síðustu mánuðum. Sting hefur á ferli sínum samið og gefið út fjölda þekktra laga, ýmist undir eigin nafni eða með The Police, þeirra á meðal Every Breath You Take, Roxanne, Englishman in New York, Desert Rose og Fields of Gold. Hinn sjötugi Sting hefur á ferli sínum unnið til sautján Grammy-verðlauna og þriggja Brit-verðlauna. Í frétt BBC er haft eftir Sting að það sé honum mjög mikilvægt að lagasafn sitt eigi sér heimili þar sem komið sé fram við það af virðingu og að það sé metið. Ekki einungis til að lögin haldi áfram að ná til eldri aðdáenda en einnig til að hægt sé að ná til nýrra hlustenda. Á ferli sínum hefur Sting lengst af verið á samningi hjá Universal. Sting, sem heitir Gordon Sumner, var söngvari, bassaleikari og helsti lagasmiður The Police undir lok áttunda áratugarins og þeim níunda, áður en hann hóf sólóferil.
Tónlist Bretland Höfundarréttur Tengdar fréttir Seldi Sony allar upptökur sínar Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. 24. janúar 2022 22:30 Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Seldi Sony allar upptökur sínar Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum. 24. janúar 2022 22:30
Bruce Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfurréttinn að öllu lagasafni sínu til Sony fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala, um 65 milljarða króna. 16. desember 2021 13:41