Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Yfir þúsund kaupsamningum var þinglýst í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði og voru þeir nokkru fleiri en í mánuðinum á undan. Íbúðalán á breytilegum vöxtum eru nú nánast ófáanleg hjá bönkunum en lífeyrissjóðirnir hafa ekki enn kynnt breytingar á lánaframboði og er ljóst að lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað umfram kjör annarra á síðustu vikum, auk þess sem færri lánaform standa þeim til boða. Viðskipti innlent 13.11.2025 11:52
Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Gengi hlutabréfa í Alvotech lækkaði um tæplega tíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að félagið birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í gærkvöldi. Það sem af er degi hefur gengið lægst farið í 634 krónur, sem er það lægsta frá upphafi. Viðskipti innlent 13.11.2025 10:11
Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Styrkás hefur ráðið Finn Þór Erlingsson í starf framkvæmdastjóra upplýsingatækni Styrkáss. Viðskipti innlent 13.11.2025 09:48
Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki 13.11.2025 08:54
Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans muni haldast óbreyttir í 7,5 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi, það er á miðvikudaginn í næstu viku. Framsýn leiðsögn verði milduð talsvert í ljósi kólnandi hagkerfis og lakari efnahagshorfa og spáir bankinn að vaxtalækkunarferlið gæti hafist á ný í febrúarbyrjun 2026. Vextir muni þannig lækkað talsvert fram á næsta haust. Viðskipti innlent 12.11.2025 12:50
Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Niðurstöður nýrrar könnunnar Seðlabanka Íslands um væntingar markaðsaðila um verðbólgu og vexti sýna fram á litlar breytingar. Hins vegar hækkaði hlutfall svarenda sem taldi taumhald peningastefnunnar vera of þétt og var 83 prósent samanborið við 43 prósent í síðustu könnun í ágúst. Markaðurinn býst þó ekki við því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti þegar hún tilkynnir næstu vaxtaákvörðun þann 19. nóvember. Viðskipti innlent 12.11.2025 10:49
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Taugalæknirinn Kári Stefánsson og athafnamaðurinn Hannes Þór Smárason hafa snúið bökum saman og stofnað fyrirtæki. Fyrirtækið nefnist ESH ehf. og er til húsa við Suðurlandsbraut. Viðskipti erlent 11.11.2025 18:25
PlayStation 5 slær Xbox 360 við Japanska fyrirtækið Sony hefur selt 84,2 milljónir eintaka af PlayStation 5 leikjatölvunni. Þannig hefur tölvan formlega tekið fram úr Xbox 360 leikjatölvunni og öllum öðrum leikjatölvum Microsoft í gegnum árin. Viðskipti erlent 11.11.2025 16:05
Stöðva rekstur Vélfags Stjórnendur Vélfags hafa ákveðið að stöðva starfsemi fyrirtækisins tímabundið og senda alla starfsmenn heim á meðan dóms er beðið í máli fyrirtækisins gegn íslenska ríkinu. Viðskipti innlent 11.11.2025 15:31
Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Neytendur 11.11.2025 14:23
Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Ráðamenn í Kína leita leiða til að koma í veg fyrir að sjaldgæfir málmar og afurðir úr þeim rati til bandarískrar hergagnaframleiðslu. Það er eftir að Xi Jinping og Donald Trump, forsetar ríkjanna, gerðu samkomulag í síðasta mánuði um að Kínverjar opnuðu aftur á flæði sjaldgæfra málma til Bandaríkjanna, eftir að hafa stöðvað það nánast alfarið. Viðskipti erlent 11.11.2025 14:03
Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Atvinnuvegaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að leggja um milljón króna stjórnarvaldssekt á rekstraraðila gistiheimilis vegna þess að gistiheimilið var opnað og rekið án tilskilinna leyfa. Umsókn um leyfi var fyrst send árið 2017 en svo hafnað 2020. Ráðuneytið biðst velvirðingar á því í úrskurðinum hversu langan tíma tók að afgreiða málið. Viðskipti innlent 11.11.2025 13:46
Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Auglýsingastofan Hvíta húsið hefur ráðið João Linneu í stöðu aðstoðarsköpunarstjóra (e. associate creative director). Viðskipti innlent 11.11.2025 13:35
Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Stjórn Ljósleiðarans hefur ráðið Þuríði Björgu Guðnadóttur í starf framkvæmdastýru félagsins. Hún tekur við starfinu af Einari Þórarinssyni sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Ljósleiðarans síðustu ár. Viðskipti innlent 11.11.2025 12:30
Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru. Neytendur 11.11.2025 12:09
Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Umfang ólöglegrar starfsemi á íslenskum peningaleikjamarkaði fer vaxandi og milljarðar streyma úr landi vegna þessa. Á sama tíma eru engin úrræði í boði hérlendis til ábyrgrar spilunar. Lögleiða þarf netspilun hér á landi, ná stjórn á markaðnum, efla neytendavernd, styrkja varnir gegn peningaþvætti og tryggja samfélagslegan ávinning. Viðskipti innlent 11.11.2025 11:03
Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fjármálaráðgjafi segir nýtt húsnæðislánaframboð viðskiptabankanna þýða að aldrei hafi verið mikilvægara fyrir neytendur að fylgjast vel með stöðu lána sinna. Of snemmt sé að segja til um hvort sigur sé að ræða fyrir neytendur en ljóst sé að valkostir séu færri þó jákvætt sé að nú bjóði bankar upp á ólíkar leiðir til lántöku. Viðskipti innlent 11.11.2025 10:27
Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sýnatökur íslenska námafélagsins Amaroq hafa staðfest hátt hlutfall sinks, blýs og silfurs ásamt háu hlutfalli af germani, gallíni og kadmíni, sem Evrópusambandið og Bandaríkin skilgreina sem svokallaða „þjóðaröryggis-málma“ í Black Angel námunni á Grænlandi. Jafnframt hefur félagið formlega uppfyllt öll skilyrði kaupsamnings vegna áður tilkynntra kaupa félagsins á Black Angel námunni. Viðskipti innlent 11.11.2025 10:14
Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Utanríkisráðuneytið segir Vélfag hafa ítrekað grafið undan undanþágu sem það fékk frá þvingunaraðgerðum og því hafi framlengingu á henni verið hafnað. Vélfag hefur hafnað því að tengjast enn rússnesku félagi á þvingunarlista en stjórnarformaður þess hefur átt í viðskiptum við það á öðrum vettvangi. Viðskipti innlent 11.11.2025 10:05
Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Gagnaversfyrirtækið atNorth hefur ráðið tvo nýja stjórnendur í þróunarteymi fyrirtækisins. Bára Hlín Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður verkefnastjórnunar og vörustjórnunar og Hallgrímur Örn Arngrímsson forstöðumaður þróunar og afhendingar nýrra gagnavera á Íslandi. Viðskipti innlent 11.11.2025 10:01
Að byrja að vinna á ný í sorg Síðustu vikurnar hefur Atvinnulífið fjallað um ýmiss áföll í vinnu. Allt frá uppsögnum yfir í að samstarfsfélagi eða við sjálf greinumst með krabbamein. Atvinnulíf 11.11.2025 07:02
„Lafufu“ geti verið hættuleg Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur varað við eftirlíkingum af Labubu tuskudýrum, eða svokölluðum Lafufu. Á dögunum voru um 35.000 stykki af Lafufu gerð upptæk í Portúgal. Neytendur 10.11.2025 15:28
Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Utanríkisráðherra synjaði beiðni norðlenska fyrirtækisins Vélfags um framlengingu á tímabundinni undanþágu frá þvingunaraðgerðum gegn félaginu. Þvingununum var beitt vegna grunsemda um tengsl fyrirtækisins við Rússa sem sæta refsiaðgerðum vegna stríðsins í Úkraínu. Viðskipti innlent 10.11.2025 14:58
Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. Viðskipti innlent 10.11.2025 14:41
„Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í hringrás hjá Umhverfis- og orkustofnun, UOS, hvetur fólk til að staldra við og íhuga hvort það raunverulega hafi þörf fyrir vörur eða flíkur sem það hefur hugsað sér að versla á afsláttardegi á morgun eða í lok mánaðar. Neytendur 10.11.2025 14:01