Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Selja Lagar­foss með tæp­lega hálfs milljarðs tapi

Eimskip hefur samið um sölu á skipinu Lagarfoss. Þar sem bókfært verð skipsins er hærra en sem nemur söluverði mun Eimskip færa sölutap að fjárhæð 3,4 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi 2025. Það gerir um 485 milljónir króna. Salan er sögð tengjast lokun kísilversins PCC Bakka.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Eiginkona stjórnar­manns keypti ó­vart í bankanum

Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri X hættir ó­vænt

Linda Yaccarino mun óvænt stíga til hliðar sem forstjóri samfélagsmiðilsins X, sem hét reyndar Twitter þegar auðkýfingurinn Elon Musk réð hana inn árið 2023 svo hann gæti sjálfur lagt frekari áherslu á rekstur Tesla. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Engin U-beygja hjá Play

Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Á­vísun á ánægju­leg við­skipti“

Sigurður Ragnar Guðlaugsson er sölustjóri notaðra bíla hjá Toyota Kauptúni. Sigurður, eða Siggi eins hann er kallaður, er búinn að vinna lengi hjá Toyota og nánast eingöngu í kringum notaða bíla. Má því segja að hann hafi lifað og hrærst í kringum bíla frá unglingsárum.

Samstarf
Fréttamynd

Spá um­tals­verðum sam­drætti í byggingu nýrra í­búða

Umtalsverður samdráttur verður í fjölda íbúða í byggingu fyrir almennan markað á næstu 12 mánuðum samkvæmt könnun sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) í júní. SI segir þessa miklu fækkun auka líkur á íbúðaskorti til næstu ára sem geti þá heft vaxtargetu hagkerfisins, aukið verðbólgu og líkurnar á hærri vöxtum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Falsaði fleiri bréf

Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætta við yfirtökuna

BBL 212 ehf. hefur fallið frá áformum um yfirtökutilboð á öllu hlutafé flugfélagsins Fly Play hf. Félagið hefur tryggt sér áskriftarloforð fyrir 2,4 milljörðum króna í formi útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Far­þegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent

Í júní 2025 flutti Icelandair 552 þúsund farþega, sem er sjö prósent aukning miðað við júní á síðasta ári. Aukningin var mikil á markaði til Íslands, þar sem farþegum fjölgaði um tuttugu prósent og markaði frá Íslandi, þar sem fjölgunin nam nítján prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“

Bankastjóri Íslandsbanka segir mikil vonbrigði að stjórn Kviku hafi ákveðið að ganga til samrunaviðræðna við Arion banka frekar en Íslandsbanka. Í tölvubréfi til starfsmanna segir hann að bankinn hafi teygt sig eins langt og hann gat í tilboði sínu en að sem betur fer séu fleiri fiskar í sjónum en Kvika.

Viðskipti innlent