Fréttamynd

Bilun hjá Símanum

Bilun stóð yfir í farsímakerfum Símans í dag. Þessar truflanir náðu til ótilgreinds hluta viðskiptavina Símans. Síminn biður viðskiptavini sína afsökunar á þessu.

Neytendur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Jóla­gjöfin sem kemur sér alltaf vel

„Inneignar- og gjafakortin okkar eru stórsniðug jólagjöf. Þau njóta alltaf mikilla vinsælda á hverju ári, sem starfsmannagjafir fyrirtækja en kortin eru ekki síður vinsæl gjöf hjá einstaklingum,“ segir Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Bónus.

Samstarf


Fréttamynd

Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opin­bera

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 37 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2024 eða sem nemur 3,1 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2023 0,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir að vel væri hægt að lækka vexti

Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konfektið í hæstu hæðum

Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt

Dæmi eru um að verð á vörum sem fást aðeins í einni verslunarkeðju hafi hækkað, á meðan verð á sambærilegum vörum sem eru fáanlegar víðar hafa lækkað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar verðlagseftirlits ASÍ. 

Neytendur
Fréttamynd

„Kemur ekki til greina“ að lækka eigin­fjár­kröfur

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka kerfisáhættuauka en hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á móti. Með þessu lækkar eiginfjárkrafa á minni innlánastofnanir, til að mynda Indó og Kviku, en stendur í stað fyrir stóru viðskiptabankana þrjá. Seðlabankastjóri segir ekki koma til greina að lækka eiginfjárkröfur á stóru bankana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Halda jólin frítt með inn­eign í appinu

Samkaup er í fararbroddi íslenskra matvöruverslana þegar kemur að því að bjóða viðskiptavinum vildarkjör gegnum app. Yfir áttatíuþúsund manns eru skráð í Samkaupa-appið og hafa samtals safnað hátt í tveimur milljörðum í inneign frá því appið fór í gang. Hugi Halldórsson, markaðsstjóri hjá Kjörbúðum og Krambúðunum heldur utan um vildarkerfi Samkaupa.

Samstarf
Fréttamynd

Hátt raun­vaxta­stig sam­hliða hægari vexti gæti skapað á­skoranir

Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danska ríkið kaupir Kastrup

Danska ríkið hyggst kaupa 59,4 prósenta hlut í Kastrup flugvelli af lífeyrissjóðnum ATP. Ríkið átti áður rúmlega fjörutíu prósenta hlut í flugvellinum og mun því eiga 98 prósenta hlut eftir kaupin.

Viðskipti erlent