Fréttamynd

Eig­enda­skipti hjá Fótbolta.net

Hópur knattspyrnuáhugamanna leiddur af Mate Dalmay hefur gengið frá kaupum á félaginu Fótbolti ehf., sem á og rekur hina vinsælu vefsíðu Fótbolti.net. Kaupverðið er trúnaðarmál. Hafliði Breiðfjörð skilur við vefinn sem hann stofnaði fyrir 23 árum. Hann segist ekki verða ríkur af sölunni.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Feðgarnir nú aftur einu hlut­hafarnir í Eyri Invest

Á aðalfundi Eyri Invest hf. í gær samþykktu allir hluthafar félagsins tillögu stjórnar um lækkun hlutafjár með greiðslu til hluthafa. Endurgjald lækkunarinnar er í formi hlutabréfa í JBT Marel Corporation og Fræ Capital hf. Feðgarnir Þórður Magnússon og Árni Oddur Þórðarson, stofnendur félagsins, eru nú einu hluthafar félagsins með jafnan eignarhlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eyjólfur Árni hættir hjá SA

Eyjólfur Árni Rafnsson verður ekki í framboði til formanns á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer 15. maí næstkomandi. Eyjólfur Árni hefur verið formaður Samtaka atvinnulífsins frá vorinu 2017.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Tollastríðið gæti vel haft á­hrif á lífs­kjör al­mennings

Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Seðlabankastjóri segir mikinn viðnámsþrótt í efnahagskerfinu en tollastríð gæti þó haft neikvæð áhrif á lífskjör almennings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Helgi ráðinn sölu­stjóri

Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri hjá Origo. Helgi hefur starfað í upplýsingatækni með einum og öðrum hætti í tæplega þrjá áratugi. Undanfarin sjö ár hefur hann starfað sem forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðarlausnum hjá Advania og fyrir það starfaði hann sem viðskiptastjóri hjá Origo.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kemur nýr inn í fjár­málastöðug­leika­nefnd

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað Arnald Sölva Kristjánsson í fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands til fimm ára frá 5. mars 2025 í stað Guðmundar Kristjáns Tómassonar sem setið hafði í nefndinni í fimm ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrir­tæki fram­tíðarinnar

„Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Helgi fær ekki á­heyrn Hæsta­réttar

Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, fær ekki áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna. Starfsmennirnir stefndu Helga, sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar

Rekstrarafkoma samstæðu Isavia fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) á árinu 2024 var jákvæð um 10,7 milljarð króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 8,1 milljarð króna árið 2023. Heildarafkoma ársins var jákvæð um 5,2 milljarð króna

Viðskipti innlent