Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili mun taka við rekstri Lindex á Íslandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður tilkynnt um nýjan rekstraraðila á morgun. Viðskipti innlent 8.1.2026 14:44
Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Eldur Ólafsson, framkvæmdastjóri Amaroq, er áberandi í stórum erlendum fjölmiðlum í dag, en hann hefur meðal annars verið á skjánum í sjónvarpsviðtölum hjá Bloomberg og CNBC. Hann segir að umræðan um Grænland hafi haft jákvæð áhrif á fyrirtækið en segja má að ákveðin stigmögnun hafi orðið í umræðunni um vilja Trump-stjórnarinnar um að eignast Grænland í vikunni. Amaroq er stærsta námufyrirtækið með starfsemi á Grænlandi þar sem það grefur bæði eftir gulli og öðrum fágætum málmum, sem stundum eru kallaðir þjóðaröryggismálmar. Viðskipti innlent 8.1.2026 14:27
Bíllinn þremur milljónum dýrari Hækkun vörugjalda, sem tók gildi um áramótin, er farin að láta á sér kræla í verði hjá bílaumboðum. Afnám vörugjalda á rafmagnsbíla hefur ekki mikil áhrif eftir lækkun rafbílastyrks og dæmi eru um að ódýrari rafbílar hækki í verði eftir breytinguna. Viðskipti innlent 8.1.2026 13:37
Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal og konan hans Rakel Þormarsdóttir hafa valið nafn fyrir veitingastaðinn sem þau opna á næstunni á neðri hæð verslunarkjarnans Grímsbæjar í Reykjavík. Staðurinn heitir Fossinn, væntanlega með vísan í Fossvoginn, og þau eru nú í leit að starfsfólki til að taka á móti gestum og til starfa í eldhúsi staðarins. Viðskipti innlent 8.1.2026 09:50
Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, flytur erindi á morgunverðarfundi sem Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur boðað nú klukkan níu. Þar verður fjallað um aðgerðir til að efla neytendavernd í tengslum við gjaldskyldu á bílastæðum. Neytendur 8.1.2026 08:02
Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Nestlé í Noregi hefur af öryggisástæðum hafið innköllun á ákveðnum framleiðslulotum af NAN þurrmjólk fyrir börn. Í tilkynningu frá Danól kemur fram að loturnar sem um ræðir séu hvorki í dreifingu né sölu hér á landi. Því þurfi ekki að fara í neinar innkallanir á þurrmjólkinni á Íslandi. Viðskipti innlent 7.1.2026 15:44
Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Á fjórtán árum hefur leiguverð hækkað nærri fimmfalt meira á Íslandi en meðaltal Evrópu. Á meðan launaþróun og húsnæðisverð í Evrópu haldast í hendur, rýkur verðið upp hér á landi. Formaður Leigjendasamtakanna segir skatt á leigusala eingöngu hafa áhrif á leigjendur. Neytendur 7.1.2026 13:12
Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Viðskipti innlent 7.1.2026 12:49
Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM BHM hefur ráðið Ingvar Frey Ingvarsson í stöðu hagfræðings BHM. Hann kemur til BHM frá Læknafélagi Íslands en þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Samorku og hjá Samtökum verslunar og þjónustu. Viðskipti innlent 7.1.2026 11:05
Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Þorsteinn Svanur Jónsson tekur við starfi forstjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Klappa, sem hann tók þátt í að stofna, á föstudag. Fráfarandi forstjóri, faðir Þorsteins, er sagður vinna áfram að vexti og þróun félagsins. Viðskipti innlent 7.1.2026 08:52
Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Vikulegri útgáfu ViðskipaMoggans verður hætt og þá hafa þrjár deildir hjá mbl.is og Morgunblaðinu verið sameinaðar í eina. Breytingarnar sem gerðar hafa verið á ritstjórn Morgunblaðsins og fréttavefsins mbl.is sem fela í sér að þær deildir sem annast hafa almennan fréttaflutning á blaði og vef hafa verið sameinaðar. Sömuleiðis hefur viðskiptadeild blaðsins, sem hefur sinnt umfjöllun bæði á vef og í blaði, verið færð undir sömu deild. Viðskipti innlent 7.1.2026 08:26
Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Viðskiptavinir Sambíóanna borga nú 120 krónur aukalega panti þeir bíómiða í gegnum vefsíðu bíóhúsanna. Gjaldið er nefnt úrvinnslugjald en framkvæmdastjóri segir gjaldinu ætlað að koma til móts við aukinn kostnað meðal annars vegna reksturs og viðhalds miðasölukerfa. Það geri Sambíóunum kleyft að halda miðaverði stöðugu. Neytendur 7.1.2026 07:02
Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ „Tja, ég get alla vega stoltur sagt að hjá okkur er ekkert kílómetragjald,“ segir Gunnar Leó Pálsson um hlaupabrettin og þrekhjólin sem renna víst út eins og heitar lummur þessa dagana frá Heimform. Atvinnulíf 7.1.2026 07:02
Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Forstöðumaður hjá Icelandair segir flugfélagið hafa greitt fjóra milljarða í kolefnisgjald fyrir árið 2025. Hún óttast að undanþága Íslands frá reglugerð Evrópusambandsins falli úr gildi í árslok og verði gjöldin þar af leiðandi mun hærri. Staðsetning Íslands skekkir samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga. Viðskipti innlent 6.1.2026 23:22
Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Páll Pálsson fasteignasali segir að fasteignamarkaðurinn sé eiginlega tvískiptur eins og staðan er í dag. Eldri eignir seljist vel á meðan nýbyggingar seljist mun hægar. Hann telur mikinn verðmun skýra þessa stöðu en önnur mál eins og bílastæðaskortur hafi einnig áhrif. Viðskipti innlent 6.1.2026 22:31
Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Róbert Wessman kveðst spenntur og brattur yfir framtíð Alvotech en hann lætur senn af starfi forstjóra félagsins. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins í fullu starfi og segist munu slappa af síðar. Hann hafi samþykkt að taka stöðu forstjóra að sér árið 2023 með því skilyrði að ráðstöfunin yrði tímabundin. Viðskipti innlent 6.1.2026 17:03
Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Bláa lónsins hf. frá 16. mars næst komandi. Hún hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Grímur Sæmundsen, sem verið hefur forstjóri Bláa lónsins frá stofnun þess 1992 lætur þá af störfum en tekur sæti í stjórn félagsins á næsta aðalfundi. Viðskipti innlent 6.1.2026 13:09
Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Í lok fyrsta ársfjórðungs ársins mun Róbert Wessman láta af störfum sem forstjóri Alvotech. Hann mun þó starfa áfram sem stjórnarformaður félagsins í fullu starfi. Viðskipti innlent 6.1.2026 12:23
Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Seinna á árinu munu íbúðareigendur aftur geta ráðstafað séreignarsparnaði inn á íbúðarlán segir fjármálaráðherra. Sem stendur býðst íbúðareigendum ekki að nýta sér leiðina en unnið er að frumvarpi í ráðuneytinu. Neytendur 6.1.2026 11:45
54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Vinnumálastofnun barst alls tvær tilkynningar um hópuppsagnir í desember 2025, þar sem 54 starfsmönnum var sagt upp störfum. Viðskipti innlent 6.1.2026 11:43
Icelandair setur nokkur met Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á síðasta ári en í heildina var fjöldinn um 5,1 milljónu og er það átta prósentum meira en árið 2024. Þá var desember stærsti desembermánuðurinn í sögu Icelandair en þá flutti flugfélagið 344 þúsund farþega. Viðskipti innlent 6.1.2026 09:05
Lögmenn frá Juris til LEX LEX hefur fengið til liðs við sig lögmennina Finn Magnússon, Stefán A. Svensson og Sigurbjörn Magnússon, sem allir koma frá lögmannsstofunni Juris. Viðskipti innlent 6.1.2026 07:45
Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Íslenska fjártæknifyrirtækið Kardio var nýlega valið sem eitt af átta fjártæknifyrirtækjum til þátttöku í nýju þróunarverkefni Visa Europe. Verkefnið snýr að því að tengja Kardio við sérfræðinga Visa, fjárfesta og aðra samstarfsaðila Visa. Viðskipti innlent 5.1.2026 14:50
996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Þrátt fyrir allt þetta tal um kulnun eða styttingu vinnuvikunnar, er nýtt trend að sýna sig vestanhafs kallað 996 vinnuvikan. Sem eflaust er nokkuð algengara á Íslandi en margan grunar. Atvinnulíf 5.1.2026 07:01