„Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Seðlabankastjóri býst við að verðbólga verði komin mjög nálægt markmiði tveggja komma fimm prósenta markmiði bankans á næsta ári. Afar ánægjulegt hafi verið að sjá að verðbólga hjaðnaði milli mánaða í síðustu mælingu. Viðskipti innlent 7.12.2025 16:32
Kaffi Ó-le opið á ný Kaffihúsið vinsæla Kaffi Ó-le hefur verið opnað á ný eftir nokkurra mánaða lokun. Það er enn sem áður í sama húsnæði í Hafnarstræti og bruggar enn sama gamla kaffið. Viðskipti innlent 6.12.2025 18:25
Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Ocampo hefur látið af störfum sem þjálfari íslenska kokkalandsliðsins þar sem hún er komin í lið Íslands fyrir hina virtu keppni Boscuse d'Or. Viðskipti innlent 6.12.2025 13:33
Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Google birti í dag vinsælustu leitarorðin á árinu 2025. Bæði birti fyrirtækið vinsælustu leitarorðin á alheimsvísu en einnig vinsælustu leitarorð einstakra landa. Ísland er ekki meðal þeirra landa. Flestir leituðu upplýsinga um Gemini, sem er gervigreindartæki Google. Í öðru sæti var Indland á móti Englandi í krikket og Charlie Kirk í því þriðja. Viðskipti erlent 5.12.2025 11:52
Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Bandaríska framleiðslufyrirtækið Warner Bros hefur hafið viðræður við Netflix um möguleg kaup Netflix á sjónvarps- og kvikmyndaveri fyrirtækisins og streymisveitunni HBO sem er í eigu Warner Bros. Fleiri fyrirtæki hafa lýst áhuga á að eignast myndver og streymisveitu Warner Bros en fyrirtækið er nú sagt aðeins eiga í viðræðum við Netflix sem hafi tekið forskotið í samkeppni við önnur fyrirtæki um kaupin. Viðskipti erlent 5.12.2025 10:52
Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Sky Lagoon er eitt þeirra fyrirtækja sem stekkur nýtt inn á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki í ár. Baðlónið var opnað á Kársnesinu í Kópavogi á vormánuðum 2021 í miðjum heimsfaraldri. Aðdragandinn spannaði yfir áratug en að baki lóninu liggur mikil hönnunarvinna þegar kemur að upplifun gesta. Framúrskarandi fyrirtæki 5.12.2025 09:12
Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta. Viðskipti innlent 5.12.2025 08:02
Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Ódýrar leiðir í markaðssetningu með hjálp gervigreindar hafa áhrif á ímynd vöru og vörumerkja gagnvart neytendum. Formaður íslenskra teiknara segir það koma á óvart að Kjörís hafi notað gervigreind til að myndskreyta jólaís. Viðskipti innlent 4.12.2025 22:39
Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn „Orkan, álið og kísillinn“ er yfirskrift opins raforkumarkaðsfundar Viðskiptagreiningar Landsvirkjunar sem fram fer í Kaldalóni í Hörpu í dag. Viðskipti innlent 4.12.2025 13:32
Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“. Viðskipti innlent 4.12.2025 11:04
Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Herdís Steingrímsdóttir, nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, studdi tillögu seðlabankastjóra um að lækka stýrivexti um 25 punkta í síðasta mánuði en hefði þó kosið að halda vöxtum óbreyttum. Viðskipti innlent 4.12.2025 10:48
Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 4.12.2025 09:21
Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Aðeins eitt minkabú er sagt verða eftir á landinu nú þegar fimm loðdýrabændur á Suðurlandi eru að hætta störfum. Fjárhagslegur grundvöllur ræktunarinnar er sagður brostinn og verið er að slátra þeim minkum sem voru á búum þeirra. Viðskipti innlent 4.12.2025 09:00
Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Katrín Aagestad Gunnarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna. Viðskipti innlent 4.12.2025 08:48
Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Það komast fáir með tærnar þar sem Þorvaldur Guðjónsson hefur hælana þegar kemur að því að nýta spilamennsku sem leið til að efla saman hópa. Atvinnulíf 4.12.2025 07:01
Félögin þeirra högnuðust mest Félög Víkings Heiðars Ólafssonar, Hjörvars Hafliðasonar, Ara Eldjárn og fleiri lista- og fjölmiðlamanna eru meðal samlags- og sameignarfélaga sem skiluðu tugmilljóna króna hagnaði í fyrra. Viðskipti innlent 3.12.2025 19:30
Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. Viðskipti innlent 3.12.2025 14:29
„Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 3.12.2025 13:37
Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV, lætur af störfum um áramótin. Hún hyggst snúa sér aftur að framleiðslustörfum og klára mastersritgerð. Viðskipti innlent 3.12.2025 11:37
Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendastofa hefur slegið á putta verslunarinnar Á. Óskarssonar og Co í Mosfellsbæ eftir að hún auglýsti vörur á samfélagsmiðlum á verði sem ekki stóð neytendum til boða og sömuleiðis lægsta verð vöruflokks þar sem birt var mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins. Neytendur 3.12.2025 11:30
Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum. Viðskipti innlent 3.12.2025 11:01
55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Alls bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar í nóvember 2025. Í þeim var samtals 55 starfsmönnum sagt upp störfum. Viðskipti innlent 3.12.2025 10:02
Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fulltrúar fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og ræða yfirlýsingu nefndarinnar sem birt var í morgun. Viðskipti innlent 3.12.2025 09:00
Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að samþykkja breytingar á reglum um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Viðskipti innlent 3.12.2025 08:41