„Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 3.12.2025 13:37
Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri hjá RÚV, lætur af störfum um áramótin. Hún hyggst snúa sér aftur að framleiðslustörfum og klára mastersritgerð. Viðskipti innlent 3.12.2025 11:37
Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum. Viðskipti innlent 3.12.2025 11:01
Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Listería fannst í svínakjötsrétti frá Ali og varar Matvælastofnun neytendur við þremur framleiðslulotum fyrirtækisins á vörunni. Um er að ræða rifið grísakjöt með BBQ-sósu frá framleiðandanum Síld og fiski ehf. en fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði. Neytendur 2.12.2025 12:11
Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Hundruð milljóna króna renna frá ríkisfyrirtækjum til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra á ári hverju. Það sem af er ári hafa ríkisfyrirtæki á borð við Landsbankann og Landsvirkjun greitt 245 milljónir og í fyrra nam upphæðin 244 milljónum. Síðustu fimm ár hafa ríkisfyrirtæki greitt 1,1 milljarða króna fyrir hagsmunagæslu. Viðskipti innlent 2.12.2025 11:28
Prada gengur frá kaupunum á Versace Tískurisinn Prada Group tilkynnti að hann hefði fest kaup á keppinaut sínum Versace fyrir um 1,25 milljarða evra í dag. Samkeppnisyfirvöld eru sögð hafa gefið samrunanum grænt ljós. Viðskipti innlent 2.12.2025 11:04
Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Sjöunda orkuverið í Svartsengi var gangsett í gær. Um er að ræða 55 megavatta vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Áætlað er að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nemi ríflega 14 milljörðum króna. Forstjóri segir það gífurlegt afrek að ná að fylgja tíma- og verkáætlun samhliða níu eldgosum, jarðhræringum og gasmengun. Viðskipti innlent 2.12.2025 11:02
Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 2.12.2025 07:29
Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Forstjóri Brimborgar segir landsmenn í ákveðnu limbói vegna boðaðra breytinga á vörugjöldum bíla þar sem engin formleg niðurstaða liggi fyrir. Gríðarleg aukning var í nýskráðum bílum í nóvember og nýskráning rafbíla fjórfaldaðist. Hann telur að á næsta ári verði áttatíu prósent nýskráðra bíla rafbílar. Viðskipti innlent 1.12.2025 20:17
Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Óvenjumargir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar. Breytingin muni líklega auka hlutfall hreinorkubíla á kostnað jarðefnaeldsneytisknúinna. Viðskipti innlent 1.12.2025 14:22
Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma. Viðskipti 1.12.2025 11:20
Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. Neytendur 1.12.2025 09:15
Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk ÍMARK og Háskólinn á Bifröst halda viðburð 9. desember undir yfirskriftinni Árangur í markaðsstarfi - frá gögnum til betri ákvarðanna. Þar verður fjallað um hvernig fyrirtæki geta nýtt gögn og rannsóknir til að skilja viðskiptavini betur og taka markvissari ákvarðanir í markaðsstarfi. Samstarf 1.12.2025 09:10
Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Ég held ég hafi haldið þegar ég var yngri að jafnvægi væri áfangastaður sem ég kæmist á,“ segir Sigurlaug Helga Pétursdóttir, lögfræðingur hjá Festi, og hlær. Atvinnulíf 1.12.2025 07:00
Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Það verður mikið um að vera í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í dag því þar fagnar verslun sveitarinnar, Bjarnabúð 40 ára afmæli. Eigandi verslunarinnar segist vera kaupfélagsstjóri og bensínafgreiðslumaður staðarins og að pylsur séu vinsælasta vara verslunarinnar. Viðskipti innlent 30.11.2025 13:04
„Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Erlend netverslun jókst verulega í október og er hlutfall vara frá Kína nú um 40% samanborið við tæp 30% fyrir þremur árum síðan. Sérfræðingur í netverslun líkir aðferðafræði stórfyrirtækjanna til að ná í viðskiptavini við aðferðafræði veðmálafyrirtækja. Viðskipti 30.11.2025 12:17
Mango opnar í Smáralind Verslun spænska tískuvörumerkisins Mango verður opnuð á næstu dögum í Smáralind. Viðskipti innlent 29.11.2025 17:05
Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Bæjarins bestu opnuðu nýjan pylsusölustað við Faxaflatir á Hellu í dag. Veitingastaðurinn er sá þrettándi sem Bæjarins bestu opna og verður opinn frá 10 til 22 alla daga. Matseðillinn verður hefðbundinn: ein með öllu. Viðskipti innlent 29.11.2025 16:03
„Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Fjármálaráðherra segir gleðitíðindi að verðbólga sé komin niður fyrir fjögur prósent og hafi ekki verið minni í fimm ár. Væntingar um hraðari lækkun stýrivaxta hafi aukist hjá honum eins og mörgum öðrum. Viðskipti innlent 29.11.2025 12:01
„Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist á þeim stað í lífinu að þegar klukkan er rétt sjö um kvöldmat, heldur hún að það sé komin háttatími. Færslurnar hennar fyrir skipulagið geta verið ótrúlega dularfullar á stundum. Atvinnulíf 29.11.2025 10:01
Högnuðust um rúma tvo milljarða Rekstrartekjur Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi námu 74,7 milljónum dollara og rekstrarhagnaður á sama tímabili nam 17,9 milljónum dollara, sem gera um 2,3 milljarða íslnskra króna á gengi dagsins. Í tilkynningu segir að afkoma félagsins á tímabilinu hafi verið ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar hafi veiðar og vinnsla á makríl gengið vel og hins vegar hafi Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, aflað vel á tímabilinu. Viðskipti innlent 28.11.2025 18:59
Örgleði (ekki öl-gleði) Hafi einhver smellt á fyrirsögnina haldandi að þessi grein snúist um ölgleði, er það misskilningur. Því hér er verið að tala um örgleði. Á ensku: micro-joy. Atvinnulíf 28.11.2025 07:02
Telja vegið að eignarrétti Sýnar Forsvarsmenn Sýnar hf. telja ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni, þar með talið Enska boltanum, án þess að greiðsla komi fyrir, andstæða eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar. Viðskipti innlent 27.11.2025 23:44
Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Á annan tug starfsmanna Vélfags á Akureyri sem eftir voru var sagt upp störfum í morgun. Stjórnarformaður þess segir félagið ekki gjaldþrota en það sé óstarfhæft vegna þess að reikningar þess séu frystir í þvingunaraðgerðum sem beinast að Rússum. Viðskipti innlent 27.11.2025 13:41