Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS. Viðskipti innlent 21.11.2025 12:31
Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup „Þetta er mikill léttir bæði fyrir okkur og okkar frábæru viðskiptavini. Framkvæmdirnar hafa tekið langan tíma og aðgengi verið áskorun, en nú hafa gatnamótin verið opnuð á ný og orðið þægilegt að koma til okkar eins og áður,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa en nýlega var opnað aftur inn á gatnamótin við verslunina eftir framkvæmdir. Samstarf 21.11.2025 12:29
Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Í dag er alþjóðadagur sjónvarps en dagurinn hefur verið haldinn 21. nóvember undanfarna áratugi. Samstarf 21.11.2025 11:02
Sýn fær flýtimeðferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf., vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar. Viðskipti innlent 20.11.2025 16:29
Ístak byggir Fossvogsbrú Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna. Viðskipti innlent 20.11.2025 12:24
Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Fyrirtækið Nvidia, sem er verðmætasta félag heimsins, setti nýtt sölumet á síðasta ársfjórðungi en uppgjör félagsins er talið hafa dregið úr áhyggjum fjárfesta varðandi mögulega bólumyndun á sviði gervigreindar. Viðskipti erlent 20.11.2025 11:09
Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af er ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja. Viðskipti innlent 20.11.2025 07:02
Ungum konum fjölgar í lögreglunni Æi, er þetta ekki bara upp á punt hugsa eflaust margir þegar talið berst að jafnréttismálunum í atvinnulífinu eða verkefnum eins og Jafnvægisvog FKA. Atvinnulíf 20.11.2025 07:01
Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Ísbúð Huppu flytur af Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur í húsnæði við Ægissíðu þar sem veitingastaðurinn 2Guys var áður rekinn. Greint er frá flutningunum í Morgunblaðinu. Viðskipti innlent 19.11.2025 23:30
Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. Viðskipti innlent 19.11.2025 21:01
Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. Viðskipti innlent 19.11.2025 20:02
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag. Viðskipti innlent 19.11.2025 19:41
Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Hamborgarastaðurinn Craft Burger Kitchen er hættur starfsemi. Ástæðan er krefjandi rekstrarumhverfi veitingastaða. Neytendur 19.11.2025 19:00
Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur ákvörðun peningastefnunefndar að lækka stýrivexti skref í rétta átt nú þegar skýr merki eru um kólnun í hagkerfinu. Í tilkynningu segir að peningalegt aðhald þrengi nú þegar verulega að skuldsettum heimilum og geti ýtt undir hraðari kólnun hagkerfisins og stuðlað að auknu atvinnuleysi. Miðstjórn minnir í tilkynningu á skuldbindingar atvinnulífs að halda aftur af verðhækkunum og loforð stjórnvalda um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum Viðskipti innlent 19.11.2025 17:26
Kalla inn aspas í bitum frá Ora ÓJ&K-ÍSAM, innflytjendur Ora, hafa í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað skorinn apas frá Ora vegna aðskotahlutar sem fannst í vörunni. Neytendur 19.11.2025 17:07
Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Fyrrverandi framkvæmdastjóri Megna, sem áður hét Glerborg og framleiddi gler og spegla, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum. Fjármálastjóri fyrirtækisins var sýknaður en þeir tveir bentu hvor á annan fyrir dómi spurðir um ábyrgð. Viðskipti innlent 19.11.2025 16:46
Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 19.11.2025 15:55
Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Forsvarsmenn Arion banka hafa hækkað árgjöld á kreditkort sín í fyrsta sinn í sjö ár, frá árinu 2018. Breytingarnar taka gildi 1. febrúar. Hlutfallsleg hækkun á notkun aukakorta eru mestar og nema að jafnaði um fjörutíu prósentum. Neytendur 19.11.2025 15:08
Fjölskyldufyrirtæki sem heldur vélunum gangandi Aflvélar hafa hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki sjö ár í röð, en að sögn Friðriks Inga Friðrikssonar framkvæmdastjóra felst gildi hennar í trausti og trúverðugleika. Fyrirtækið hefur þróast úr smáum handverksrekstri yfir í öflugan innflutnings- og söluaðila tækja sem þjónar bæði flugvöllum, verktökum og bændum um land allt. Framúrskarandi kynning 19.11.2025 14:31
Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Lagaviti hefur gert samstarfssamning við Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Samstarfið felur meðal annars í sér að Markús mun veita endurgjöf á gæði röksemda og úrlausna hjá Lagavita á sviði réttarfars og nauðungarsölu. Markús vinnur þessi misserin að riti á síðarnefnda sviðinu. Viðskipti innlent 19.11.2025 13:19
Indó ríður á vaðið Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Viðskipti innlent 19.11.2025 12:37
Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:59
„Aumingjalegt skref“ í rétta átt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:41
Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fagnar mjög að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Þrálát verðbólga hafi komið í veg fyrir meiri lækkun. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:32