Fréttamynd

„Þennan víta­hring þarf að rjúfa“

Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun

Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til að Heiðar verði stjórnar­for­maður Ís­lands­banka

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt sjö í stjórn bankans, sem kjörin verður á hluthafafundi þann 19. janúar. Fimm þeirra eru þegar í stjórn bankans en lagt er til að Heiðar Guðjónsson, sem er stærsti einkafjárfestirinn í bankanum, og Margrét Pétursdóttir komi ný inn. Þá leggur tilnefningarnefndin jafnframt til að Heiðar verði kjörinn formaður stjórnar. Heiðar fór fyrir hópi fjárfesta sem kröfðust þess að hluthafafundur yrði haldinn og ný stjórn kjörin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skrá Styrkás í Kaup­höllina á næsta ári

Stjórn Styrkáss hf. hefur samþykkt að hefja undirbúning skráningar félagsins í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi með það að markmiði að félagið verði skráð á öðrum ársfjórðungi 2027. Umsjónaraðilar með skráningu félagsins í kauphöll verða ráðnir fyrir lok þessa ársfjórðungs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmti­ferða­skip

Faxaflóahafnir leita til almennings um nafn á nýja fjölnota farþegamiðstöð í Reykjavík. Farþegamiðstöðin rís nú við Viðeyjarsund í Reykjavík og tekur á móti fyrstu farþegum skemmtiferðaskipa í vor. Farþegamiðstöðin er sú fyrsta sem opnar í Reykjavík í 60 ár. Vinningshafi hlýtur siglingu til Bretlandseyja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kappahl og Newbie opna á Ís­landi

Átta Kappahl-verslanir og ein Newbie-verslun munu opna á Íslandi í vor. Þetta verður gert í gegnum sérleyfissamning við hjónin Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem rekið hafa verslanir Lindex hér á landi síðustu ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vélfagsmálið beint í Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vélfags á hendur íslenska ríkinu fyrir, án þess að Landsréttur taki það fyrir. Félagið krafðist þess að frystingu fjármuna þess vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússum yrði aflétt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eitt besta leitarárið á norska land­grunninu

Nýliðið ár reyndist eitt það gjöfulasta í sögu olíuleitar á norska landgrunninu í seinni tíð. Miðað við undanfarinn áratug var aðeins árið 2021 betra í magni nýrra olíu- og gasfunda. Þörf er hins vegar á frekari olíu- og gasleit ef draga á úr yfirvofandi framleiðsluminnkun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hvernig bæti ég fjár­hags­legt öryggi þegar ég verð eldri?

45 ára kona spyr: „Sæll, ég byrjaði seint á vinnumarkaði eftir að hafa verið lengi í námi erlendis. Þegar ég skoða hvernig lífeyrismál mín standa er ég hrædd um að ég eigi von á lítilli framfærslu þegar ég hætti að vinna. Launin sem ég fæ eru ekki nógu há til að vega upp þann tíma sem ég greiddi ekki í lífeyrissjóð sem námsmaður. Hvað get ég gert í dag til að auka fjárhagslegt öryggi mitt í framtíðinni?“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úr út­varpinu í orkumálin

Fjölmiðlakonan Hafdís Helga Helgadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Samorku, hagsmunasamtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Hafdís Helga er með BA-gráðu í leiklist frá Listaháskóla Íslands en hún færir sig til Samorku frá Ríkisútvarpinu þar sem hún hefur starfað sem fréttamaður og við dagskrárgerð undanfarin átta ár, nú síðast sem umsjónarmaður Morgunútvarpsins á Rás 2.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá veru­lega aukinni verð­bólgu vegna breytinga

Greiningardeild Landsbankans telur að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst sé hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja megi að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skipta um for­stjóra hjá Origo

Árni Geir Valgeirsson mun í febrúar taka við stöðu forstjóra Origo, eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs félagsins síðan 2024. Hann tekur við stöðunni af Ara Daníelssyni sem verður stjórnformaður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki

Innviðaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Samgöngustofu um að vísa frá kvörtun fjögurra farþega sem ýmist var vísað úr eða yfirgáfu flugvél Play í Danmörku haustið 2024. Farþegarnir kröfðust þess að brottvísunin yrði metin ólögmæt og að þeim yrðu dæmdar skaða- og miskabætur.

Neytendur
Fréttamynd

Segir komið í veg fyrir að starfs­menn Vélfags fái greitt

Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna.

Viðskipti innlent