Vélfag áfrýjar dómnum Vélfag ehf. mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í morgun þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum félagsins. Félagið hefur sætt þvingunaraðgerðum vegna tengsla eiganda þess við rússneskt félag sem talið er hluti af skuggaflota Rússa frá því í sumar. Viðskipti innlent 25.11.2025 19:03
Vill láta hart mæta hörðu Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum. Viðskipti innlent 25.11.2025 14:41
Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Veipveldið Póló hefur opnað verslun í verslunarkjarna við Hagamel í Vesturbænum í Reykjavík sem löngum var kallaður Úlfarsfell eftir samnefndri bókabúð. Taílenskur veitingastaður hefur verið í húsinu um árabil. Viðskipti innlent 25.11.2025 13:17
Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent 24.11.2025 17:30
Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Umhverfisdagur atvinnulífsins 2025 verður haldinn í tíunda sinn í dag á Hilton Reykjavík Nordica milli klukkan 9 og 11:30. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Frá yfirlýsingum til árangurs. Viðskipti innlent 24.11.2025 08:32
Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Já þetta kallar alveg á ákveðið hugrekki,“ svarar Gunnur Líf Gunnarsdóttir og bætir við: „Ég þurfti alveg að hafa fyrir því að setja egóið til hliðar.“ Atvinnulíf 24.11.2025 07:03
Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Seðlabankastjóri segist telja að hægja fari á efnahagslífinu en hagvaxtarspár Seðlabankans hafa versnað fyrir seinni hluta ársins og næsta ár sömuleiðis. Miklum uppgangi í hagvexti og útflutningi hafi verið fylgt eftir af röð áfalla sem valdi því að verðbólga hjaðni en efnahagsskilyrði versni. Viðskipti innlent 23.11.2025 11:48
„Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Guðmundur Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sensa, snúsar flesta morgna í um tuttugu mínútur. En er þó kominn fram úr mjög snemma. Atvinnulíf 22.11.2025 10:02
Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Erlendur eigandi Vélfags er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna FSB auk þess að tengjast fyrri eiganda fyrirtækisins sem er á þvingunarlista gegn Rússlandi. Þetta kemur fram í rökum utanríkisráðuneytisins fyrir því að synja Vélfagi um framlengingu á undanþágu frá þvingunaraðgerðunum. Viðskipti innlent 21.11.2025 16:13
„Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21.11.2025 15:03
Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Samkeppniseftirlitið hefur veitt Ölgerðinni grænt ljós á 3,5 milljarða króna kaup á Gæðabakstri ehf. Viðskipti innlent 21.11.2025 14:45
Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna. Viðskipti innlent 21.11.2025 14:44
Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Listeria monocytogenis hefur greinst í taðreyktri bleikju og reykstum silungi frá Hnýfli ehf. Fyrirtækið hefur í samráði við Matvælastofnun innkallað vöruna af markaði. Neytendur 21.11.2025 14:39
Fordæmalaus skortur á skötu Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn. Neytendur 21.11.2025 13:44
Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Viðskiptavinur gleraugnaverslunar mun fá gleraugu endurgreidd eftir stapp við verslun sem hafði pantað gleraugun í stærri umgjörð en óskað hafði verið eftir. Verslunin skal endurgreiða viðskiptavininum samtals 165 þúsund krónur, enda hafi viðskiptahættir verslunarinnar ekki verið fullnægjandi í skilningi laga um neytendakaup. Neytendur 21.11.2025 13:43
GK Reykjavík minnkar við sig Starfsemi fataverslunarinnar GK Reykjavík hefur lokað á Hafnartorgi. Starfseminni hefur verið komið fyrir inni í verslun Evu á Laugarvegi. Viðskipti innlent 21.11.2025 13:33
Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS. Viðskipti innlent 21.11.2025 12:31
Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup „Þetta er mikill léttir bæði fyrir okkur og okkar frábæru viðskiptavini. Framkvæmdirnar hafa tekið langan tíma og aðgengi verið áskorun, en nú hafa gatnamótin verið opnuð á ný og orðið þægilegt að koma til okkar eins og áður,“ segir Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa en nýlega var opnað aftur inn á gatnamótin við verslunina eftir framkvæmdir. Samstarf 21.11.2025 12:29
Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Í dag er alþjóðadagur sjónvarps en dagurinn hefur verið haldinn 21. nóvember undanfarna áratugi. Samstarf 21.11.2025 11:02
Kristján lætur af störfum hjá Samherja Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. mun láta af störfum um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:56
Steinar Waage opnar á Akureyri Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:30
Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Gunnar Kristinn Sigurðsson hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Viðskipti innlent 21.11.2025 10:23
Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Það hlýtur að hljóma auðveldara í eyrum margra, að vera A týpa. Sofna snemma á kvöldin, vera alveg til í að vakna snemma og allt sem heitir að halda í snús-takkann eins lengi og hægt er hvern morgun, er óþarfi. Atvinnulíf 21.11.2025 09:03
Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Sjálfbærni er einn af þeim þáttum sem Creditinfo horfir til þegar metið er hvaða fyrirtæki fá vottunina Framúrskarandi fyrirtæki. En hvað felst í sjálfbærni og hvað geta fyrirtæki gert til að verða sjálfbærari í dag en í gær? Framúrskarandi fyrirtæki 21.11.2025 08:31
Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Síminn hefur sótt um að fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum sínum þar til um mitt næsta ár. Tæknistjóri Nova segir Nova nær búið að fasa út sína senda. Unnið hafi verið að því frá ársbyrjun síðasta árs. Neytendur 20.11.2025 22:23