Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Halli hins opin­bera minnkaði um 39 milljarða

Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 14,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2025 eða sem nemur 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2024 53,80 milljörðum eða 4,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs. Útgjöld vegna launakostnaðar og kaupa á vöru og þjónustu héldu áfram að aukast á verðlagi hvers árs. Töluvert dró úr öðrum tilfærslum, sem voru óvenjuháar á árinu 2024 vegna jarðhræringa og eldgosa við Grindavík.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Martraðarverktaki Kópa­vogs­bæjar greiddi ekki krónu með gati

Ekki króna fékkst upp í 2,6 milljarða króna gjaldþrot ítalska verktakafyrirtækisins Rizzani de Eccher Ísland ehf. sem kalla mætti martröð Kópavogsbæjar eftir deilur við byggingu Barnaskóla Kársness. Undirverktakar sitja eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga. Kópavogsbær undirbýr skaðabótamál á hendur móðurfyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætlar að endur­reisa Niceair

Þýskur athafnamaður hyggst endurreisa ferðaskrifstofuna Niceair og hefur af því tilefni boðað til blaðamannafundar í flugstöðinni á Akureyri í næstu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Niceair hefur mikla trú á verkefninu enda Norðlendingar komnir á bragðið með að fljúga til Evrópu án viðkomu á Keflavíkurflugvelli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

DiBiasio og Beaudry til Genis

Genis hf. hefur ráðið Stephen DiBiasio til starfa og mun hann stýra alþjóðlegum rekstrar- og markaðsmálum félagsins. Þá hefur Michael Beaudry verið ráðinn til að leiða markaðssókn fæðubótarefnisins Benecta í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lofar að koma böndum á CNN

David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ferðamálastofa fellir úr gildi starfs­leyfi Eagle golfferða

Ferðamálastofa hefur fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Komdu út ehf. með hjáheitið Eagle golfferðir frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá Ferðamálastofu kemur fram að félagið hafi lýst yfir ógjaldfærni og lagt fram gögn því til stuðnings. Viðskiptavinir geti nú sótt um endurgreiðslu í Ferðatryggingasjóð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöldi er­lendra far­þega stendur í stað en Ís­lendingum fækkar

Ríflega 7,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll árið 2026, þar af 2,24 milljónir erlendra ferðamanna, samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið. Spáin gerir því ráð fyrir að heildarfarþegafjöldi dragist saman á milli ára, sem kemur einkum fram í fækkun tengifarþega og færri utanlandsferðum Íslendinga á árinu. Aftur á móti er gert ráð fyrir að fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækja Ísland standi nánast í stað og verði sambærilegur við undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vanda­mál“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að kaup Netflix á stórum hluta Warner Bros. Discovery gætu reynst erfið að samþykkja vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Samruni fyrirtækjanna gæti gerbreytt stöðunni á markaði streymisveitna en þau eru meðal þeirra tveggja stærstu í heiminum á þeim markaði.

Viðskipti erlent