Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Þórhildur Ólöf Helgadóttir forstjóri Póstsins segir fólk geta átt von á því að greiða fyrir gjafir sem það sendir eða tekur við. Hún segir viðmiðið misjafnt eftir löndum og taki ekki endilega mið af verðlagsbreytingum. Þórhildur var til viðtals um póstsendingar í aðdraganda jóla í Reykjavík síðdegis í dag. Viðskipti innlent 16.12.2025 23:30
Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja finna samkomulagi um makrílveiðar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórnar hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. Viðskipti innlent 16.12.2025 10:13
Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Viðskipti innlent 16.12.2025 09:26
Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði „Eiður Smári talaði nýlega í hlaðvarpinu Dr. Football um að hann væri verkjaður víða eftir ferilinn og gæti ekki hlaupið í dag. Þegar leikmaður sem hefur spilað á hæsta stigi segir þetta, þá sýnir það hversu miklar kröfur fótbolti gerir til líkamans,“ segir Margrét Lilja Burrell frumkvöðull og stofnandi Football Mobility og bætir við: Atvinnulíf 15.12.2025 07:01
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Þótt hlutfall kvenkyns stjórnenda í fyrirtækjum hafi markvisst hækkað síðan lög um kynjakvóta voru sett á eru enn innan við tuttugu prósent framkvæmdastjóra konur og aðeins rúm fjórtán prósent forstjóra skráðra félaga. Þá uppfylla þrjú skráð fyrirtæki í Kauphöll ekki kröfur um kynjakvóta. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að almenningur sé klofinn í afstöðu sinni til frekari kynjakvóta og ákveðinnar „jafnréttisþreytu“ gætir í samfélaginu að sögn prófessors. Viðskipti innlent 13.12.2025 13:32
Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. Atvinnulíf 13.12.2025 10:01
Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Tinna Harðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innesi og mun taka sæti í framkvæmdastjórn frá og með 1. janúar 2026. Viðskipti innlent 12.12.2025 13:40
„Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Leikhópurinn Lotta fær minna en milljón greitt árlega frá Spotify fyrir spilanir. Hópurinn er með um 35 þúsund hlustendur á síðasta ári og tæpar þrjár milljónir spilana á Spotify þar hægt er að hlusta á öll leikrit hópsins. Leikhópurinn hefur ekki getað sett upp nýja sýningu síðustu ár og hefur þess í stað endurnýtt eldri leikrit. Anna Bergljót Thorarensen, einn stofnenda hópsins, segir ástæðuna fjárhagslega. Viðskipti innlent 12.12.2025 08:46
Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Klúbbur matreiðslumeistara ráðið Georg Arnar Halldórsson sem nýjan þjálfara íslenska kokkalandsliðsins. Hann tekur við starfinu af Snædísi Xyza Mae Ocampo sem lét nýverið af störfum. Viðskipti innlent 12.12.2025 07:38
Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Það eru alls ekki allir vinnustaðir þannig að fólk mætir á sama staðinn á hverjum morgni. Þvert á móti eru sumir vinnustaðir þannig að fólk er að vinna á dreifðum starfstöðvum, bæði vinnustaðalega séð og verkefnalega séð. Atvinnulíf 12.12.2025 07:17
Brú Talent kaupir Geko Consulting Brú Talent ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Geko Consulting ehf. Bæði félög starfa í ráðningar- og ráðgjafarþjónustu. Viðskipti innlent 11.12.2025 14:06
Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendastofa sektað verslunina ILVA í Kauptúni í Garðabæ um milljón krónur fyrir að birt villandi auglýsingar um afslætti og afsláttarkjör. Neytendur 11.12.2025 12:06
Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Áætlað er að tekjuafkoma hins opinbera hafi verið neikvæð um 14,8 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2025 eða sem nemur 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Til samanburðar nam hallinn á þriðja ársfjórðungi 2024 53,80 milljörðum eða 4,5 prósent af vergri landsframleiðslu þess ársfjórðungs. Útgjöld vegna launakostnaðar og kaupa á vöru og þjónustu héldu áfram að aukast á verðlagi hvers árs. Töluvert dró úr öðrum tilfærslum, sem voru óvenjuháar á árinu 2024 vegna jarðhræringa og eldgosa við Grindavík. Viðskipti innlent 11.12.2025 11:59
Spá aukinni verðbólgu um jólin Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni. Viðskipti innlent 11.12.2025 11:07
Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það skrautlega framsetningu að segja að fólk sem ofgreiðir skatt eigi ekki eftir að geta fengið endurgreitt frá skattinum hafi það ofgreitt lága upphæð. Það sé verið að bæta réttarstöðu almennings. Daði Már var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 11.12.2025 09:55
Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Skattspor ferðaþjónustunnar fyrir árið 2024 verður kynnt á morgunfundi Samtaka ferðaþjónstunnar og Samtaka atvinnulífsins sem hefst klukkan níu. Viðskipti innlent 11.12.2025 08:33
Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára „Jú við erum með veislumatinn fjóra fimmtudaga í röð. Byrjum í raun á Þakkagjörðarhátíðinni með kalkún en á aðventunni erum við síðan með purusteik og hangikjöt og endum síðan á stærsta hádeginu sem er jólahlaðborð,“ segir Harpa Þorláksdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Nóa Síríus. Atvinnulíf 11.12.2025 07:01
Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. Viðskipti innlent 10.12.2025 21:33
„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. Viðskipti innlent 10.12.2025 15:20
Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. Viðskipti innlent 10.12.2025 14:06
Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ekki króna fékkst upp í 2,6 milljarða króna gjaldþrot ítalska verktakafyrirtækisins Rizzani de Eccher Ísland ehf. sem kalla mætti martröð Kópavogsbæjar eftir deilur við byggingu Barnaskóla Kársness. Undirverktakar sitja eftir með sárt ennið og ógreidda reikninga. Kópavogsbær undirbýr skaðabótamál á hendur móðurfyrirtækinu. Viðskipti innlent 10.12.2025 13:40
Ætlar að endurreisa Niceair Þýskur athafnamaður hyggst endurreisa ferðaskrifstofuna Niceair og hefur af því tilefni boðað til blaðamannafundar í flugstöðinni á Akureyri í næstu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Niceair hefur mikla trú á verkefninu enda Norðlendingar komnir á bragðið með að fljúga til Evrópu án viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 10.12.2025 11:10
Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Steinþór Gíslason hefur tekið við starfi sviðsstjóra Orku hjá EFLU af Birtu Kristínu Helgadóttur sem lét af störfum í haust. Viðskipti innlent 10.12.2025 09:49
„Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Endurskoðun Vestfjarða var stofnuð árið 2004 í Bolungarvík. Rætur fyrirtækisins má þó rekja til endurskoðunarskrifstofunnar Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum sem sett var á fót árið 1990 og var með starfsstöðvar í Bolungarvík, Ísafirði og á Hólmavík. Framúrskarandi fyrirtæki 10.12.2025 09:43