Viðskipti innlent

Fær „drauma­ferð“ sem fór út um þúfur ekki bætta

Kona sem missti af því sem hún lýsti sem draumaferð vegna glundroða á alþjóðlegum flugvöllum síðasta sumar fær kostnað sinn ekki endurgreiddan frá ferðaskrifstofunni sem bókaði ferðina. Hún taldi ráðgjöf ferðaskrifstofuna hafa verið óábyrga vegna ástandsins á flugvöllum á þeim tíma.

Viðskipti innlent

Sólin sest á Granda

Sólum Jógastúdíói á Fiskislóð í Reykjavík hefur verið lokað eftir um átta ára starfsemi. Stöðin var lengst af í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara sem stofnaði Sólir eftir að hún hætti störfum sem verðbréfamiðlari og sneri sér alfarið að jóganu.

Viðskipti innlent

„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“

„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu.

Viðskipti innlent

„Síðasta fréttin hefur verið birt

Ekki er hægt að heimsækja vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, lengur. Reyni notendur að fara þar inn kemur texti þar sem stendur að síðasta frétt blaðsins hafi verið birt og fólki beint á vefi DV og Hringbrautar. 

Viðskipti innlent

Björg og Bog­ey til Branden­burg

Hönnunar- og auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, Björg Valgeirsdóttur og Bogeyju Ragnheiði Sigfúsdóttur. Báðar munu þær gegna stöðu viðskiptastjóra innan fyrirtækisins. Þær hafa báðar hafið störf.

Viðskipti innlent

Arion viður­kennir brot og greiðir tugi milljóna

Arion banki hefur viðurkennt brot sín á banni við uppgreiðslugjöldum á lánum til lítilla fyrirtækja. Forsvarsmenn bankans sýndu ríkan samstarfsvilja á meðan rannsókn Samkeppniseftirlitsins á málinu stóð yfir og hafði það verulega þýðingu við mat á fjárhæð sekta. 

Viðskipti innlent

Tjörvi tekur við af Hilmari

Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin.

Viðskipti innlent

Steinunn, Svanhildur og Guðrún til Aton.JL

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, Guðrún Norðfjörð voru nýlega ráðnar til Aton.JL en þær hafa þegar hafið störf. Steinunn og Svanhildur starfa sem ráðgjafar og Guðrún starfar sem verkefnastjóri.

Viðskipti innlent

Kaupir fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir í Regin

Halldór Benjamín Þorbergsson, sem tekur við starfi forstjóra Regins í sumar, er búinn að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að kaupin eru gerð í gegnum Optio ehf. en um er að ræða félag sem er alfarið í eigu Halldórs.

Viðskipti innlent

Helga, Bjarki og Oliver nýir stjórnendur hjá Samkaupum

Helga Dís Jakobsdóttir, Bjarki Snær Sæþórsson og Oliver Pétursson eru nýir stjórnendur hjá Samkaupum að því fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Helga sem markaðs- og upplifunarstjóri Nettó og Iceland verslananna, Bjarki sem sölustjóri Nettó og Iceland verslana og Oliver sem sölustjóri Krambúða og Kjörbúða

Viðskipti innlent