Þrotabú Wok on vill tugmilljóna endurgreiðslu frá Kristjáni Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 12:39 Kristján Ólafur Sigríðarson, stofnandi og fyrrverandi eigandi og framkvæmdastjóri Wok on seldi þá til Davíðs Viðarssonar, eða Quang Le. Þrotabú Wok on hefur gert kröfu á hendur félagi Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, fyrrverandi eiganda Wok on, um endurgreiðslu á tæplega fjörutíu milljónum króna. Einar Hugi Bjarnason, skiptastjóri þrotabús Wok on, segir í samtali við fréttastofu að við yfirferð á bókhaldi félagsins hafi komið í ljós óútskýrðar færslur, bæði í bókhaldi sem og millifærslur á bankareikningum, sem ekki hafi fengist fullnægjandi skýringar á. Mbl.is greindi fyrst frá þessu, en í frétt miðilsins kemur fram að félag Kristjáns, Darko ehf. hafi um tíma verið í eigu fjölskyldumeðlims hans áður en hann var aftur skráður eigandi þess. Greint var frá því í febrúar á þessu ári að Davíð Viðarsson, eða Quang Le, væri orðinn eini eigandi Wok on. Einar segir að um sé að ræða ótal færslur frá Wok in til Darko, sem eins og áður segir eru á fjórða tug milljóna. Eitthvað sé um færslur í öfuga átt, frá Wok on til Darko, en þær séu mjög litlar í samanburði. Darko var hluthafi í Wok on, en Einar útskýrir að það sé óheimilt fyrir einkahlutafélög að veita hluthöfum lán. Litið sé svo á að um ólögmæta lánveitingu hafi verið að ræða. Einar segir að eignir á vegum Darko hafi veirð kyrrsettar til tryggingar á skuldinni. „Þannig það er búið að gera ráðstafanir til að reyna að tryggja það að krafan fáist greidd fari málið eins og lagt er upp með.“ Mbl.is greindi einnig frá því á dögunum að launakröfum í þrotabúið hefði verið hafnað að hluta vegna þess að skiptastjórar teldu sig ekki hafa nægar upplýsingar um hversu margar vinnustundir starfsfólk hefði unnið. Einar segir að allar kröfur hafi verið samþykktar upp að vissu marki. „Það eru samþykkt laun í uppsagnarfresti og ef um ógreidd laun er að ræða, og orlofsgreiðslur og annað þvíumlíkt. En síðan voru ekki lögð fram fullnægjandi gögn um annað tjón en þetta, eins og til dæmis að einhver hafi unnið fleiri vinnustundir heldur en tímaskýrslur og launaseðlar gefa til kynna.“ Að mati Einars hefur yfirstandandi sakamálarannsókn ekki beina tengingu við kröfurnar, en vissulega geti eitthvað komið upp við slíka rannsókn sem hafi áhrif á málið. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Einar Hugi Bjarnason, skiptastjóri þrotabús Wok on, segir í samtali við fréttastofu að við yfirferð á bókhaldi félagsins hafi komið í ljós óútskýrðar færslur, bæði í bókhaldi sem og millifærslur á bankareikningum, sem ekki hafi fengist fullnægjandi skýringar á. Mbl.is greindi fyrst frá þessu, en í frétt miðilsins kemur fram að félag Kristjáns, Darko ehf. hafi um tíma verið í eigu fjölskyldumeðlims hans áður en hann var aftur skráður eigandi þess. Greint var frá því í febrúar á þessu ári að Davíð Viðarsson, eða Quang Le, væri orðinn eini eigandi Wok on. Einar segir að um sé að ræða ótal færslur frá Wok in til Darko, sem eins og áður segir eru á fjórða tug milljóna. Eitthvað sé um færslur í öfuga átt, frá Wok on til Darko, en þær séu mjög litlar í samanburði. Darko var hluthafi í Wok on, en Einar útskýrir að það sé óheimilt fyrir einkahlutafélög að veita hluthöfum lán. Litið sé svo á að um ólögmæta lánveitingu hafi verið að ræða. Einar segir að eignir á vegum Darko hafi veirð kyrrsettar til tryggingar á skuldinni. „Þannig það er búið að gera ráðstafanir til að reyna að tryggja það að krafan fáist greidd fari málið eins og lagt er upp með.“ Mbl.is greindi einnig frá því á dögunum að launakröfum í þrotabúið hefði verið hafnað að hluta vegna þess að skiptastjórar teldu sig ekki hafa nægar upplýsingar um hversu margar vinnustundir starfsfólk hefði unnið. Einar segir að allar kröfur hafi verið samþykktar upp að vissu marki. „Það eru samþykkt laun í uppsagnarfresti og ef um ógreidd laun er að ræða, og orlofsgreiðslur og annað þvíumlíkt. En síðan voru ekki lögð fram fullnægjandi gögn um annað tjón en þetta, eins og til dæmis að einhver hafi unnið fleiri vinnustundir heldur en tímaskýrslur og launaseðlar gefa til kynna.“ Að mati Einars hefur yfirstandandi sakamálarannsókn ekki beina tengingu við kröfurnar, en vissulega geti eitthvað komið upp við slíka rannsókn sem hafi áhrif á málið.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira