Viðskipti innlent

Gervigreindin planaði sumar­frí fjöl­skyldunnar

Lóa Bára Magnúsdóttir markaðsstjóri Origo segir áríðandi að styðja við og valdefla konur í tækni og gervigreind. Með því að gera það verði til betri lausnir. Konur verði að fá tækifæri og rými til að læra á hana og taka þátt í að þróa hana. Það krefjist þess að kvenfyrirmyndir í tæknigeiranum séu áberandi og að konur fái tækifæri í bæði námi og starfi vilji þær skapa sér feril innan geirans.

Viðskipti innlent

Gildis­tími til­boðsins fram­lengdur

John Bean Technologies Corporation hefur tilkynnt að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafi í dag samþykkt beiðni félagsins um framlengingu á gildistíma valfrjáls tilboðs til hluthafa Marel hf. í allt útgefið og útistandandi hlutafé í félaginu.

Viðskipti innlent

Al­var­leg van­skil aukist tölu­vert

Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri.

Viðskipti innlent

Gúrkan hækkað um þúsund krónur

Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok.

Viðskipti innlent

ReebokFitness skiptir um nafn

Líkamsræktarstöðin ReebokFitness ætlar að breyta nafni sínu, en samstarfi þeirra við Reebok vörumerkið er lokið. Leit stendur yfir að nýju nafni. Stöðin hefur starfað frá árinu 2011.

Viðskipti innlent

Sesselía yfir­gefur Voda­fone

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone fjarskipta, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Hún hefur gegnt starfinu frá því í apríl 2022 og sat áður í stjórn móðurfélagsins Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sesselía muni starfa áfram með Vodafone þar til eftirmaður verður ráðinn.

Viðskipti innlent

Hörð peninga­stefna ekki komið heimilum í vand­ræði

„Þó að stýrivextir hafi verið 9,25% núna í heilt ár þá sjáum við eiginlega mjög lítil merki um greiðsluvandræði á fasteignalánum, enda hafa töluvert miklar hækkanir átt sér stað á fasteignaverði sem hafa bætt eigin fé hjá heimilunum og síðan launahækkanir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar.

Viðskipti innlent

Fljúga til Ála­borgar næsta sumar

Flugfélagið Play mun hefja áætlunarflug til Álaborgar í júní næsta sumar. Þetta er þriðja borgin sem Play hefur flugferðir til en fyrir er flogið til Kaupmannahafnar allan ársins hring og til Billundar yfir sumarið. 

Viðskipti innlent

Topparnir hjá hinu opin­bera

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var tekjuhæsti forstjóri ríkisstofnana á síðasta ári með 4,2 milljónir á mánuði. Næst á eftir kom Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, með 3,7 milljónir. 

Viðskipti innlent