Viðskipti innlent

Dularfull fjármögnun dýrasta húss á Íslandi

Halldór Kristmannsson hefur sett hús sitt við Sunnuflöt 48 í Garðabæ á sölu. Höll. Ef Halldór fær viðunandi tilboð má búast við því að þar fari dýrasta hús Íslandssögunnar. Enda um glæsilega lúxusvillu að ræða sem vart á sér hliðstæðu hér á landi.

Viðskipti innlent

Telur í­blöndunar­efni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl

Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir.

Viðskipti innlent

Ferða­mennsku­aðilar verð­launaðir á Bessa­stöðum

Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2021. Samtök ferðaþjónustunnar afhenda verðlaunin á afmælisdegi samtakanna, 11. nóvember ár hvert. Eliza Reid, forsetafrú, afhenti Icelandic Lava Show verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAF sem sjá má í heild að neðan.

Viðskipti innlent

Bónus lengir opnunar­tíma og gefur grísnum yfir­halningu

Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin.

Viðskipti innlent

Grái kötturinn fær ekki krónu frá borginni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af 18,5 milljóna skaðabótakröfu eigenda veitingastaðarins Gráa kattarins. Héraðsdómur telur að borgin beri ekki ábyrgð á þeim töfum sem urðu á framkvæmdum við Hverfisgötu árið 2019.

Viðskipti innlent

Íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt

Greiðslubyrði húsnæðislána hefur lækkað um 27% frá árinu 2019 ef tekið er mið af lækkun vaxta og hækkun ráðstöfunartekna á tímabilinu. Hækkandi ásett verð og lítið söluframboð benda til þess að íbúðaverð kunni að halda áfram að hækka hratt næstu mánuði.

Viðskipti innlent

Spá mestu verðbólgu í níu ár

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012.

Viðskipti innlent

Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist

Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent