EasyJet flýgur frá Akureyri til London í vetur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2023 11:31 Ferðamenn á gangi í miðbæ Akureyrar. Vísir/Vilhelm Opnað hefur verið fyrir bókanir í flugferðir með easyJet á milli London og Akureyrar í vetur. Fyrsta flugferðin verður 31. október en flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Greint er frá tíðindunum á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands. EasyJet er eitt stærsta flugfélag Evrópu. Ferðaskrifstofan NiceAir sem hélt úti flugi frá Akureyri til Evrópu var nýlega úrskurðuð gjaldþrota. EasyJet flýgur frá Gatwick-flugvelli í London til Akureyra en um er að ræða eina af fjórtán nýjum flugleiðum sem kynntar voru í dag. „Akureyri er höfuðstaður Norðurlands, sem býður upp á frábæra möguleika fyrir ferðamenn og er stutt frá aðdráttaröflum náttúru, menningar og sögu. Gestir geta notið hvalaskoðunar, farið í gönguferðir, fylgst með Norðurljósum eða farið í böð á sama tíma og þau njóta útsýnisins sem svæðið býður upp á,“ segir í tilkynningu frá easyJet. Flugfélagið er í samstarfi við ferðaskrifstofuna easyjet Holidays og því verður einnig boðið upp á pakkaferðir til Norðurlands í tengslum við þessar flugferðir. Samstarfsverkefnin spili lykilhlutverk „Vetrarflug easyJet er árangur áralangrar undirbúningsvinnu og samstarfs, þar sem ótalmörg hafa lagt hönd á plóg,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Þar spilar samstarfsverkefnin Flugklasinn Air66N og Nature Direct lykilhlutverk. Með tveimur flugferðum til London yfir vetrartímann verða til fjölmörg tækifæri fyrir norðlenska ferðaþjónustu, sem getur sýnt hversu öflug og samheldin hún er í því að gera Norðurland að eftirsóttum áfangastað. Það má segja að nýr áfangastaður sé að verða til fyrir Breta með þessum flugferðum, einmitt á þeim árstíma þar sem rólegra hefur verið í ferðaþjónustu. Að sama skapi verður til spennandi valmöguleiki fyrir ferðalög heimafólks og annarra atvinnugreina, bæði til Bretlands en einnig í tengiflugi í gegnum Gatwick.“ Góð reynsla hafi verið af því vetrarflugi sem boðið var upp á yfir vetrartímann fyrir nokkrum árum beint frá Bretlandi til Akureyrar. „Ferðaþjónusta á Norðurlandi hefur unnið vel í vöruþróun og markaðssetningu og það er nú að skila sér. Búast má við allt að 1500 gistinóttum á viku yfir vetrartímann með þessari nýju flugleið. Því má vænta þess að flug easyJet breyti þróun ferðaþjónustu á Íslandi með beinu aðgengi að Norður- og Austurlandi.“ Árangur áralangrar vinnu Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, fagnar ákvörðun breska flugfélagsins. „Það er mikið gleðiefni að easyJet hafi ákveðið að hefja flug til Akureyrar í vetur. Við tökum vel á móti farþegum þeirra. Það er sérstaklega gaman að fá þessa auknu umferð nú þegar styttist í að viðbygging við flugstöðina verði tekin í notkun og öllum framkvæmdum á vellinum síðan lokið vorið 2024.“ Fram kemur á vef Markaðsstofu Norðurlands að samtalið við easyJet megi rekja allt aftur til ársins 2014. Áhugi flugfélagsins hafi aukist jafnt og þétt. „En segja má að ýmsir stærri þættir hafi gert það að verkum að félagið tók ekki ákvörðun um að fljúga til Akureyrar fyrr en nú. Má þar nefna brotthvarf Breta úr ESB, heimsfaraldur Covid og uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem stærstu áhrifaþættina,“ segir í tilkynningu. Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur England Bretland Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Greint er frá tíðindunum á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands. EasyJet er eitt stærsta flugfélag Evrópu. Ferðaskrifstofan NiceAir sem hélt úti flugi frá Akureyri til Evrópu var nýlega úrskurðuð gjaldþrota. EasyJet flýgur frá Gatwick-flugvelli í London til Akureyra en um er að ræða eina af fjórtán nýjum flugleiðum sem kynntar voru í dag. „Akureyri er höfuðstaður Norðurlands, sem býður upp á frábæra möguleika fyrir ferðamenn og er stutt frá aðdráttaröflum náttúru, menningar og sögu. Gestir geta notið hvalaskoðunar, farið í gönguferðir, fylgst með Norðurljósum eða farið í böð á sama tíma og þau njóta útsýnisins sem svæðið býður upp á,“ segir í tilkynningu frá easyJet. Flugfélagið er í samstarfi við ferðaskrifstofuna easyjet Holidays og því verður einnig boðið upp á pakkaferðir til Norðurlands í tengslum við þessar flugferðir. Samstarfsverkefnin spili lykilhlutverk „Vetrarflug easyJet er árangur áralangrar undirbúningsvinnu og samstarfs, þar sem ótalmörg hafa lagt hönd á plóg,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Þar spilar samstarfsverkefnin Flugklasinn Air66N og Nature Direct lykilhlutverk. Með tveimur flugferðum til London yfir vetrartímann verða til fjölmörg tækifæri fyrir norðlenska ferðaþjónustu, sem getur sýnt hversu öflug og samheldin hún er í því að gera Norðurland að eftirsóttum áfangastað. Það má segja að nýr áfangastaður sé að verða til fyrir Breta með þessum flugferðum, einmitt á þeim árstíma þar sem rólegra hefur verið í ferðaþjónustu. Að sama skapi verður til spennandi valmöguleiki fyrir ferðalög heimafólks og annarra atvinnugreina, bæði til Bretlands en einnig í tengiflugi í gegnum Gatwick.“ Góð reynsla hafi verið af því vetrarflugi sem boðið var upp á yfir vetrartímann fyrir nokkrum árum beint frá Bretlandi til Akureyrar. „Ferðaþjónusta á Norðurlandi hefur unnið vel í vöruþróun og markaðssetningu og það er nú að skila sér. Búast má við allt að 1500 gistinóttum á viku yfir vetrartímann með þessari nýju flugleið. Því má vænta þess að flug easyJet breyti þróun ferðaþjónustu á Íslandi með beinu aðgengi að Norður- og Austurlandi.“ Árangur áralangrar vinnu Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, fagnar ákvörðun breska flugfélagsins. „Það er mikið gleðiefni að easyJet hafi ákveðið að hefja flug til Akureyrar í vetur. Við tökum vel á móti farþegum þeirra. Það er sérstaklega gaman að fá þessa auknu umferð nú þegar styttist í að viðbygging við flugstöðina verði tekin í notkun og öllum framkvæmdum á vellinum síðan lokið vorið 2024.“ Fram kemur á vef Markaðsstofu Norðurlands að samtalið við easyJet megi rekja allt aftur til ársins 2014. Áhugi flugfélagsins hafi aukist jafnt og þétt. „En segja má að ýmsir stærri þættir hafi gert það að verkum að félagið tók ekki ákvörðun um að fljúga til Akureyrar fyrr en nú. Má þar nefna brotthvarf Breta úr ESB, heimsfaraldur Covid og uppbyggingu Akureyrarflugvallar sem stærstu áhrifaþættina,“ segir í tilkynningu.
Fréttir af flugi Akureyri Ferðamennska á Íslandi Akureyrarflugvöllur England Bretland Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira