Viðskipti innlent Meint íslenskt óveður reynst dýrkeypt fyrir Vueling Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins. Viðskipti innlent 23.10.2022 10:00 Hafa fjölgað starfsmönnum um 40 prósent á tveimur árum Starfsmönnum íslenska svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið auglýsti níu stöður lausar í gær og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 23.10.2022 07:00 Berglind Rán frá Orku náttúrunnar til ORF Líftækni Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viðskipti innlent 21.10.2022 14:16 Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 21.10.2022 13:01 Bein útsending: Dagur verkfræðinnar Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan. Viðskipti innlent 21.10.2022 12:31 Arion hækkar vexti innlána og annarra útlána en íbúðalána Arion banki hefur hækkað vexti á innlánum og öllum útlánum fyrir utan íbúðalán. Hækkunin á kjörvöxtum tekur í gildi eftir þrjátíu daga en vextir yfirdráttarlána og innlána breytast á morgun. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:27 Óvænt hækkun íbúðaverðs í síðasta mánuði Vísitala íbúðaververðs hækkaði á milli ágúst og september. Greiningardeild Landsbankans telur þessa hækkun vera nokkuð óvænta. Skýringin virðist eiga sér rætur að rekja til hækkunar á sérbýli. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:26 Eiríkur ráðinn framkvæmdastjóri Sleggjunnar Eiríkur Þór Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sleggjunar ehf. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:51 Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:07 Tuttugu prósenta hlutur í Útvarpi sögu til sölu Arnþrúður Karlsdóttir stefnir á að selja tuttugu prósenta hlut í fjölmiðli sínum, Útvarpi sögu. Hún segir það vera erfitt að sjá um fyrirtækið ein. Viðskipti innlent 21.10.2022 06:34 Ásmundur Einar Daðason skipar þrjá nýja skrifstofustjóra Þrír nýir skrifstofustjórar hafa verið skipaðir hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Ráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur skipað Önnu Tryggvadóttur, Árna Jón Árnason og Þorstein Hjartarson í embættin samkvæmt nýju skipulagi ráðuneytisins. Skipað er í embættin til fimm ára. Ekki var skipað í embætti skrifstofustjóra gæða- og eftirlitsmála vegna fækkunar skrifstofa hjá ráðuneytinu. Viðskipti innlent 20.10.2022 18:17 Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. Viðskipti innlent 20.10.2022 15:39 Jón Skaftason nýr stjórnarformaður Sýnar Jón Skaftason, forsvarsmaður Gavia Invest, er nýr stjórnarformaður Sýnar. Þrír af fimm stjórnarmönnum eru hluti af hópi einkafjárfesta sem hafa eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hluthafafundur fór fram í morgun. Viðskipti innlent 20.10.2022 12:24 Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. Viðskipti innlent 20.10.2022 11:21 Rún nýr samskiptastjóri Veitna Rún Ingvarsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Veitna. Rún kemur inn í teymi sérfræðinga sakskipta- og samfélags hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem er móðurfélag Veitna. Viðskipti innlent 20.10.2022 10:01 Guðmundur hættir sem forstjóri Varðar Guðmundur Jóhann Jónsson hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum hjá félaginu á næstu mánuðum. Guðmundur hefur verið forstjóri Varðar í rúm sextán ár. Viðskipti innlent 20.10.2022 09:02 Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. Viðskipti innlent 20.10.2022 08:50 Nýr framkvæmdastjóri Sæferða kynntur til leiks Nýr framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi hefur verið ráðinn en það er hún Jóhanna Ósk Halldórsdóttir. Jóhanna tekur við starfinu af Gunnlaugi Grettissyni sem hefur verið framkvæmdastjóri síðan 2015. Viðskipti innlent 19.10.2022 18:21 Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði. Viðskipti innlent 19.10.2022 15:55 Íslendingar hafi staðið sig betur en hin Norðurlöndin Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að það séu fleiri þættir en heimsmarkaðsverð á hrávöru sem hafi áhrif á verðmyndun hér á landi. Þrátt fyrir að verðbólga á ýmsum hrávörum hafi tekið að hjaðna séu framleiðsluferlar langir og verðlækkanir taki því lengri tíma. Viðskipti innlent 19.10.2022 14:19 Íslenska þjóðin getur ekki átt fiskveiðiheimildir að mati Viðskiptaráðs Viðskiptaráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Viðskipti innlent 19.10.2022 11:04 Helgi og Helga í gervigreindarteymi Travelshift Helgi Páll Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður gervigreindar (e. Head of AI) hjá ferðatæknifyrirtækinu Travelshift og Helga Ingimundardóttir sem yfirmaður rannsókna á sviði gervigreindar (e. Head of AI Research). Viðskipti innlent 19.10.2022 10:27 Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. Viðskipti innlent 19.10.2022 09:27 Munu fljúga til Aþenu næsta sumar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023. Viðskipti innlent 19.10.2022 09:06 Bein útsending: Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans 2022 til 2025 kynnt Ný þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2022 til 2025 var birt í morgun og verður hún kynnt á fundi sem hefst í Silfurbergi í Hörpu klukkan 8:30. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:06 Deilur um „örugga eyðingu gagna“ ekki til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki dóm í máli sem snýr að deilum um orðasambandið „örugg eyðing gagna“ til meðferðar. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:05 Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:01 Frekari merki kólnunar á fasteignamarkaði Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna en verulega hefur dregið úr hlutfalli íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að lækka. Viðskipti innlent 19.10.2022 07:35 Reykjavíkurborg fær rafmagn frá N1 N1 rafmagn ehf. mun sjá Reykjavíkurborg fyrir rafmagni næstu tvö árin, frá og með áramótum. Rafmagnskaup borgarinnar færast frá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur sem er í meirihlutaeigu borgarinnar. Viðskipti innlent 18.10.2022 15:15 Innkalla Kalk + Magnesíum frá Gula miðanum Heilsa hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum. Viðskipti innlent 18.10.2022 13:41 « ‹ 97 98 99 100 101 102 103 104 105 … 334 ›
Meint íslenskt óveður reynst dýrkeypt fyrir Vueling Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins. Viðskipti innlent 23.10.2022 10:00
Hafa fjölgað starfsmönnum um 40 prósent á tveimur árum Starfsmönnum íslenska svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical hefur fjölgað um 40 prósent á síðustu tveimur árum. Fyrirtækið auglýsti níu stöður lausar í gær og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsfólki muni fjölga enn frekar á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 23.10.2022 07:00
Berglind Rán frá Orku náttúrunnar til ORF Líftækni Berglind Rán Ólafsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni. Hún hefur undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viðskipti innlent 21.10.2022 14:16
Brim fjárfestir í Polar Seafood í Danmörku fyrir 12 milljarða Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S fyrir 625 milljónum danskra króna, um 12 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 21.10.2022 13:01
Bein útsending: Dagur verkfræðinnar Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjöunda sinn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Á þriðja tug fyrirlestra verða í boði en sérstök áhersla verður á samgöngur og verkfræðileg viðfangsefni þeirra. Dagskráin hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 17 og verður hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í spilurunum að neðan. Viðskipti innlent 21.10.2022 12:31
Arion hækkar vexti innlána og annarra útlána en íbúðalána Arion banki hefur hækkað vexti á innlánum og öllum útlánum fyrir utan íbúðalán. Hækkunin á kjörvöxtum tekur í gildi eftir þrjátíu daga en vextir yfirdráttarlána og innlána breytast á morgun. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:27
Óvænt hækkun íbúðaverðs í síðasta mánuði Vísitala íbúðaververðs hækkaði á milli ágúst og september. Greiningardeild Landsbankans telur þessa hækkun vera nokkuð óvænta. Skýringin virðist eiga sér rætur að rekja til hækkunar á sérbýli. Viðskipti innlent 21.10.2022 11:26
Eiríkur ráðinn framkvæmdastjóri Sleggjunnar Eiríkur Þór Eiríksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sleggjunar ehf. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:51
Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:07
Tuttugu prósenta hlutur í Útvarpi sögu til sölu Arnþrúður Karlsdóttir stefnir á að selja tuttugu prósenta hlut í fjölmiðli sínum, Útvarpi sögu. Hún segir það vera erfitt að sjá um fyrirtækið ein. Viðskipti innlent 21.10.2022 06:34
Ásmundur Einar Daðason skipar þrjá nýja skrifstofustjóra Þrír nýir skrifstofustjórar hafa verið skipaðir hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Ráðherra, Ásmundur Einar Daðason hefur skipað Önnu Tryggvadóttur, Árna Jón Árnason og Þorstein Hjartarson í embættin samkvæmt nýju skipulagi ráðuneytisins. Skipað er í embættin til fimm ára. Ekki var skipað í embætti skrifstofustjóra gæða- og eftirlitsmála vegna fækkunar skrifstofa hjá ráðuneytinu. Viðskipti innlent 20.10.2022 18:17
Telja fjölda ferðamanna ná nýjum hæðum á næstu árum Fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland gæti sett nýtt met innan tveggja ára og náð tæpum þremur milljónum árið 2025. Raunhæft er talið að fjöldinn gæti náð þremur og hálfri milljón fyrir lok áratugsins. Viðskipti innlent 20.10.2022 15:39
Jón Skaftason nýr stjórnarformaður Sýnar Jón Skaftason, forsvarsmaður Gavia Invest, er nýr stjórnarformaður Sýnar. Þrír af fimm stjórnarmönnum eru hluti af hópi einkafjárfesta sem hafa eignast stóran hlut í fyrirtækinu. Hluthafafundur fór fram í morgun. Viðskipti innlent 20.10.2022 12:24
Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. Viðskipti innlent 20.10.2022 11:21
Rún nýr samskiptastjóri Veitna Rún Ingvarsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Veitna. Rún kemur inn í teymi sérfræðinga sakskipta- og samfélags hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sem er móðurfélag Veitna. Viðskipti innlent 20.10.2022 10:01
Guðmundur hættir sem forstjóri Varðar Guðmundur Jóhann Jónsson hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann hyggist láta af störfum hjá félaginu á næstu mánuðum. Guðmundur hefur verið forstjóri Varðar í rúm sextán ár. Viðskipti innlent 20.10.2022 09:02
Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. Viðskipti innlent 20.10.2022 08:50
Nýr framkvæmdastjóri Sæferða kynntur til leiks Nýr framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi hefur verið ráðinn en það er hún Jóhanna Ósk Halldórsdóttir. Jóhanna tekur við starfinu af Gunnlaugi Grettissyni sem hefur verið framkvæmdastjóri síðan 2015. Viðskipti innlent 19.10.2022 18:21
Þyngri dómar í mútumáli vegna bílastæðamiða Hæstiréttur hefur sakfellt fyrrverandi þjónustustjóra hjá Isavia og framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis fyrir hlutdeild í umboðssvikum og mútubrot í tengslum við bílastæðamiðakaup til notkunar á bílastæðum Isavia. Þjónustustjórinn var einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti. Dómar yfir mönnunum tveimur voru þyngdir um þrjá mánuði. Viðskipti innlent 19.10.2022 15:55
Íslendingar hafi staðið sig betur en hin Norðurlöndin Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að það séu fleiri þættir en heimsmarkaðsverð á hrávöru sem hafi áhrif á verðmyndun hér á landi. Þrátt fyrir að verðbólga á ýmsum hrávörum hafi tekið að hjaðna séu framleiðsluferlar langir og verðlækkanir taki því lengri tíma. Viðskipti innlent 19.10.2022 14:19
Íslenska þjóðin getur ekki átt fiskveiðiheimildir að mati Viðskiptaráðs Viðskiptaráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Viðskipti innlent 19.10.2022 11:04
Helgi og Helga í gervigreindarteymi Travelshift Helgi Páll Helgason hefur verið ráðinn forstöðumaður gervigreindar (e. Head of AI) hjá ferðatæknifyrirtækinu Travelshift og Helga Ingimundardóttir sem yfirmaður rannsókna á sviði gervigreindar (e. Head of AI Research). Viðskipti innlent 19.10.2022 10:27
Mun leiða dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. Viðskipti innlent 19.10.2022 09:27
Munu fljúga til Aþenu næsta sumar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023. Viðskipti innlent 19.10.2022 09:06
Bein útsending: Þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans 2022 til 2025 kynnt Ný þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2022 til 2025 var birt í morgun og verður hún kynnt á fundi sem hefst í Silfurbergi í Hörpu klukkan 8:30. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:06
Deilur um „örugga eyðingu gagna“ ekki til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur ákveðið að taka ekki dóm í máli sem snýr að deilum um orðasambandið „örugg eyðing gagna“ til meðferðar. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:05
Spá kröftugum hagvexti en að kaupmáttur dragist aftur úr Hagfræðideild Landsbankans spáir 6,5 prósenta hagvexti á þessu ári, þeim mesta frá 2007, en að svo hægi töluvert á hagkerfinu. Bankinn spáir því að stýrivextir byrji að lækka á seinni hluta ársins 2023 en að verðbólga fari ekki undir fjögur prósent fyrr en árið 2025. Viðskipti innlent 19.10.2022 08:01
Frekari merki kólnunar á fasteignamarkaði Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna en verulega hefur dregið úr hlutfalli íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að lækka. Viðskipti innlent 19.10.2022 07:35
Reykjavíkurborg fær rafmagn frá N1 N1 rafmagn ehf. mun sjá Reykjavíkurborg fyrir rafmagni næstu tvö árin, frá og með áramótum. Rafmagnskaup borgarinnar færast frá dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur sem er í meirihlutaeigu borgarinnar. Viðskipti innlent 18.10.2022 15:15
Innkalla Kalk + Magnesíum frá Gula miðanum Heilsa hefur að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Kalk+Magnesíum frá Gula miðanum. Viðskipti innlent 18.10.2022 13:41