„Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2024 12:30 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa er metið á 62 milljarða króna. Formaður Félags atvinnurekenda segir frummatið unnið til þess að búa til grundvöll fyrir þá sem íhuga skaðabótamál á hendur skipafélögunum. Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur. Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Í fyrrasumar sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða króna vegna meints ólögmæts samráðs fyrirtækisins við samkeppnisaðila sinn á skipaflutningamarkaði, Eimskip. Meint brot áttu sér stað á árunum 2008 til 2013 en Eimskip hafði tveimur árum áður gert sátt í sama máli og greitt sekt upp á einn og hálfan milljarð. Þetta eru tvær stærstu sektir í sögu Samkeppniseftirlitsins. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir hálfu ári. Klippa: Sektir fari hækkandi Samskip hefur áfrýjað sektinni og er málið nú til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. 62 milljarðar Að beiðni Félags atvinnurekenda, Neytendasamtakanna og VR vann ráðgjafarfyrirtækið Analytica frummat á tjóni vegna meints samráðs skipafélaganna. Samkvæmt því kostaði það íslenskt samfélag tæplega 62 milljarða króna á þessum fimm árum. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir áhrif þess gríðarleg. „Þetta eru náttúrulega svakalegar tölur. Þær ættu kannski ekki að þurfa að koma fólki á óvart í ljósi þess hvað flutningskostnaður vegur þungt í vöruverði og kostnaði fyrirtækja í þessu landi sem er langt frá helstu mörkuðum,“ segir Ólafur. Fyrir þá sem íhuga skaðabótamál Neytendur innfluttra vara þurftu að borga 26 milljörðum meira á tímabilinu samkvæmt frummatinu. „Svo er það verðtryggðu lánin hjá eigendum húsnæðis sem hækkuðu um 17,4 milljarða vegna vísitölubreytinga sem urðu vegna þess að gjaldskrár skipafélaganna hækkuðu umfram almennt verðlag,“ segir Ólafur. Hann segir tilgang frummatsins vera að sýna fram á alvarleika meintra brota skipafélaganna. „Við fórum í þessa vinnu til þess að fá eitthvert áþreifanlegt mat á tjóninu því það er út af fyrir sig ekki hlutverk Samkeppniseftirlitsins að sýna fram á það. Sömuleiðis til þess að búa til ákveðin grundvöll fyrir bæði einstaklinga, hópa og fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér skaðabótamálum á hendur skipafélögunum,“ segir Ólafur.
Samkeppnismál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Neytendur Skipaflutningar Efnahagsmál Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira