Vill heimild til að selja Íslandsbanka í útboði með áherslu á almenning Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 16:59 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Vísir/vilhelm Drög að frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin fela í sér að ríkið ráðstafi eignarhlut sínum í Íslandsbanka með markaðssettu útboði og að sala til einstaklinga hafi forgang. Í samráðsgáttinni segir að samkvæmt drögunum sé ráðherra heimilað, að fenginni heimild Alþingis í fjárlögum, að ráðstafa þeim eignarhlut sem ríkissjóður á í Íslandsbanka. Frumvarpsdrögin geri ráð fyrir ráðstöfun eignarhlutar með markaðssettu útboði, einu eða fleirum. Þannig gefist almenningi kostur á að taka þátt. Drögin kveði á um að sala til einstaklinga hafi forgang. Með sölu eignarhlutarins verði unnt að lækka skuldir og vaxtabyrði ríkissjóðs sem ella þyrfti að fjármagna rekstur sinn með öðrum og kostnaðarsömum hætti. Salan aðkallandi til að lækka skuldahlutfall Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að forsögu þeirra megi rekja til yfirlýsingar forsvarsmanna ríkisstjórnarflokkanna frá 19. apríl 2023 um að ekki yrði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Fram að því hefði 35 prósent hlutur í bankanum verið seldur með frumútboði til almennings í júní 2021 og 22,5 prósent hlutur verið seldur með hröðuðu tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022. Fram hafi komið í yfirlýsingunni að til stæði að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður og innleitt yrði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í nýju fyrirkomulagi yrði lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og styrkari stoðir gagnsæis, jafnræðis og upplýsingagjafar til almennings. Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins standi yfir. Í gildandi fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir ráðstöfun á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á árunum 2024 og 2025. Sala eignarhlutarins þyki nokkuð aðkallandi til að draga úr fjárhagslegri áhættu ríkissjóðs og stuðla að meginmarkmiðum stefnunnar í opinberum fjármálum um lækkun skuldahlutfalls ríkissjóðs. Nærtækast að fjármálaráðherra taki við Í greinargerðinni segir að með tilliti til þess að búið er að slá út af borðinu sölu af hálfu Bankasýslunnar sé sá kostur helst í stöðunni, með tilliti til ráðstöfunar á næstu misserum, að leggja til heimild til sölu Íslandsbanka undir stjórn fjármála- og efnahagsráðherra á grundvelli sérstakra laga. Með slíkri lagasetningu sé unnt að kveða á um af hálfu Alþingis hvaða söluaðferðir verði heimilaðar. Við val á aðferðum sé unnt að taka tillit til þess að bróðurpartur af eignarhaldi ríkisins hefur þegar verið losaður. Sú söluaðferð sem nú sé lögð til sé fullmarkaðssett útboð, það er opið útboð til allra fjárfesta. Íslandsbanki Fjármálamarkaðir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Í samráðsgáttinni segir að samkvæmt drögunum sé ráðherra heimilað, að fenginni heimild Alþingis í fjárlögum, að ráðstafa þeim eignarhlut sem ríkissjóður á í Íslandsbanka. Frumvarpsdrögin geri ráð fyrir ráðstöfun eignarhlutar með markaðssettu útboði, einu eða fleirum. Þannig gefist almenningi kostur á að taka þátt. Drögin kveði á um að sala til einstaklinga hafi forgang. Með sölu eignarhlutarins verði unnt að lækka skuldir og vaxtabyrði ríkissjóðs sem ella þyrfti að fjármagna rekstur sinn með öðrum og kostnaðarsömum hætti. Salan aðkallandi til að lækka skuldahlutfall Í greinargerð með frumvarpsdrögunum segir að forsögu þeirra megi rekja til yfirlýsingar forsvarsmanna ríkisstjórnarflokkanna frá 19. apríl 2023 um að ekki yrði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka að sinni. Fram að því hefði 35 prósent hlutur í bankanum verið seldur með frumútboði til almennings í júní 2021 og 22,5 prósent hlutur verið seldur með hröðuðu tilboðsfyrirkomulagi í mars 2022. Fram hafi komið í yfirlýsingunni að til stæði að Bankasýsla ríkisins yrði lögð niður og innleitt yrði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Í nýju fyrirkomulagi yrði lögð áhersla á ríkari aðkomu Alþingis og styrkari stoðir gagnsæis, jafnræðis og upplýsingagjafar til almennings. Vinna við útfærslu nýs heildstæðs fyrirkomulags varðandi utanumhald eignarhluta í fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum í eigu ríkisins standi yfir. Í gildandi fjármálaáætlun sé gert ráð fyrir ráðstöfun á eftirstandandi eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka á árunum 2024 og 2025. Sala eignarhlutarins þyki nokkuð aðkallandi til að draga úr fjárhagslegri áhættu ríkissjóðs og stuðla að meginmarkmiðum stefnunnar í opinberum fjármálum um lækkun skuldahlutfalls ríkissjóðs. Nærtækast að fjármálaráðherra taki við Í greinargerðinni segir að með tilliti til þess að búið er að slá út af borðinu sölu af hálfu Bankasýslunnar sé sá kostur helst í stöðunni, með tilliti til ráðstöfunar á næstu misserum, að leggja til heimild til sölu Íslandsbanka undir stjórn fjármála- og efnahagsráðherra á grundvelli sérstakra laga. Með slíkri lagasetningu sé unnt að kveða á um af hálfu Alþingis hvaða söluaðferðir verði heimilaðar. Við val á aðferðum sé unnt að taka tillit til þess að bróðurpartur af eignarhaldi ríkisins hefur þegar verið losaður. Sú söluaðferð sem nú sé lögð til sé fullmarkaðssett útboð, það er opið útboð til allra fjárfesta.
Íslandsbanki Fjármálamarkaðir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira