Vildi einn lækka stýrivexti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 18:36 Gunnar Jakobsson er varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. Vísir/Vilhelm Ekki voru allir meðlimir peningastefnunefnda Seðlabankans sammála um næstu skref á síðasta fundi nefndarinnar. Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 5.-6. febrúar sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. „Taldi hann að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti,“ segir í fundargerðinni. Þá hafi hann bent á að raunvextir bankans hefðu ekki verið hærri síðan árið 2012 og allt benti til þess að þeir kæmu til með að hækka töluvert til viðbótar á næstu mánuðum. Því væri rétt að hefja lækkunarferlið, en í litlum skrefum í ljóssi óvissu sem til staðar væri. Eldsumbrot og kjaraviðræður valdi óvissu Í fundargerðinni kemur einnig fram að nefndarmenn telji ánægjulegt að sjá áhrif peningastefnunnar koma æ skýrar fram. Ræt hafi verið um að raunvextir hefðu hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig minnkað. Vísbendingar væru einnig um að það hefði dregið hraðar úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. „Nefndin hafði þó áhyggjur af því að langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þá var einnig horft til þess að þótt hægt hefði á vinnumarkaði væri spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá var fjallað um að einnig væri óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi,“ segir í fundargerðinni. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar frá 5.-6. febrúar sem birt var í dag. Þar kemur fram að allir nefndarmenn, nema einn, hafi greitt atkvæði með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra um að halda vöxtum bankans óbreyttum, en meginvextir bankans standa í 9,25 prósentum. Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, greiddi hins vegar atkvæði gegn tillögunni. Hann vildi lækka vexti um 0,25 prósentur. „Taldi hann að nýjustu gögn sýndu að aðhald peningastefnunnar hefði verið nægjanlegt undanfarið enda hefði dregið jafnt og þétt úr umsvifum í þjóðarbúskapnum. Einnig fæli nýleg þróun efnahagsmála, verðbólguhorfa og raunvaxta í sér vísbendingar um að komið væri að því að lækka vexti,“ segir í fundargerðinni. Þá hafi hann bent á að raunvextir bankans hefðu ekki verið hærri síðan árið 2012 og allt benti til þess að þeir kæmu til með að hækka töluvert til viðbótar á næstu mánuðum. Því væri rétt að hefja lækkunarferlið, en í litlum skrefum í ljóssi óvissu sem til staðar væri. Eldsumbrot og kjaraviðræður valdi óvissu Í fundargerðinni kemur einnig fram að nefndarmenn telji ánægjulegt að sjá áhrif peningastefnunnar koma æ skýrar fram. Ræt hafi verið um að raunvextir hefðu hækkað og verðbólga hjaðnað nokkuð frá nóvemberfundi nefndarinnar. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig minnkað. Vísbendingar væru einnig um að það hefði dregið hraðar úr vexti efnahagsumsvifa en áður var talið. „Nefndin hafði þó áhyggjur af því að langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst og haldist nokkuð yfir markmiði. Þá var einnig horft til þess að þótt hægt hefði á vinnumarkaði væri spenna þar enn til staðar. Verðbólga gæti því áfram reynst þrálát. Þá var fjallað um að einnig væri óvissa um niðurstöður kjarasamninga og mögulegar aðgerðir í ríkisfjármálum tengdar þeim og vegna jarðhræringa á Reykjanesi,“ segir í fundargerðinni.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Húsnæðismál Íslenska krónan Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Tengdar fréttir Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15 Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Funda aftur á morgun Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun. 21. febrúar 2024 18:15
Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15. febrúar 2024 11:35