Viðskipti erlent

Bretar gefa grænt ljós á 5G kerfi Huawei

Theresa May forsætisráðherra Bretlands og meðráðherrar hennar hafa heimilað kínverska fjarskiptarisanum Huawei að taka þátt í uppbyggingu á fimmtu kynslóðar farsímakerfum (5G) í Bretlandi þrátt fyrir varnaðarorð stjórnvalda í Bandaríkjunum um að það gæti stefnt samvinnu ríkjanna í öryggis- og varnarmálum í uppnám.

Viðskipti erlent

Tesla rannsakar sprengingu í Model S

Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur sent rannsóknarteymi til Sjanghæ í Kína til þess að rannsaka ástæður þess að sprenging varð í kyrrstæðum bíl af gerð Model S í bílastæðahúsi á dögunum.

Viðskipti erlent

Galaxy Fold fær misgóðar viðtökur

Það er óhætt að segja að síminn fái misgóðar viðtökur og hafa nokkur tæki af þeim fáu sem voru send út brotnað eða bilað. Blaðamennirnir eru þó flestir sammála um að samanbrjótanlegir símar séu framtíðin.

Viðskipti erlent

Apple hættir við „AirPower“ hleðslutækið

Tæknifyrirtækið Apple hefur tilkynnt að fyrirhuguð hleðslumotta fyrirtækisins "AirPower“, sem gerir þráðlausa hleðslu mögulega, verði ekki gefin út. Ástæðan er sú að ekki tókst að uppfylla gæðastaðla sem fyrirtækið setur á vörur sínar.

Viðskipti erlent

Forstjóri Wells Fargo segir af sér

Bankinn hefur sætt harðri gagnrýni eftir að í ljós kom að starfsmenn hans stofnuðu milljónir reikninga í nafni viðskiptavina án vitundar þeirra og rukkuðu þá fyrir þjónustu sem þeir báðu ekki um.

Viðskipti erlent