
Viðskipti erlent

Samrunaviðræður Yahoo og Microsoft hafnar að nýju
Viðræður um samruna Yahoo og Microsoft eru hafnar á nýjan leik en upp úr slitnaði í maraþonviðræðum stjórnenda fyrirtækjanna um samruna þeirra í lok síðasta árs. Jerry Yang, fyrrum forstjóri Yahoo, var þá sakaður um að hafa verið helsti þröskuldurinn sem Microsoft komst ekki yfir þegar fyrirtækið gerði tilboð í Yahoo.

Fjársvikamaðurinn Madoff þvingaður í gjaldþrot
Fjársvikamaðurinn Bernard Madoff gæti verið þvingaður í persónulegt gjaldþrot til að tryggja að allar eignir hans verði notaðar til að greiða þeim fjárfestum sem hann sveik til baka. Dómari í New York greindi frá þessu í dag.

Tveir bandarískir bankar gjaldþrota
Regluverðir í Bandaríkjunum lokuðu tveimur bönkum þar í landi í gær, en alls hafa 23 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári.

Japanir örva hagkerfið með innspýtingu
Stjórnvöld í Japan hafa greint frá þeirri fyrirætlun sinni að veita 150 milljörðum dollurum í efnahagshvetjandi aðgerðir. Upphæðin samsvarar rúmlega 19 þúsund milljörðum íslenskra króna.

Beðnir um að lækka eigin laun
Framkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn banka- og tryggingarstofnana í Kína hafa verið beðnir um að lækka eigin laun til að draga úr bilinu á milli þeirra og almennra launamanna í landinu.

Kaupþing dottið af lista Forbes
Kaupþing banki, sem var í 593 sæti á lista Forbes, yfir stærstu 2000 fyrirtæki heims í fyrra er dottinn út af listanum. Þetta þarf ef til vill ekki að koma á óvart enda hrundi bankinn í október og enn hefur ekki tekist að ljúka við gerð efnahagsreiknings hans að nýju.

Tchenquiz að missa kráarkeðju
Athafnamaðurinn Robert Tchenguiz, sem fékk hundruði milljarða lánaða frá Kaupþingi, er nú við það að missa kráarkeðjuna Globe Pub Company. Ástæðan er að skuldabréf að verðmæti 44 milljarðar er gjaldfallið þar sem kráarkeðjan hefur brotið lánaskilmála.

Lánshæfi sjóðs Buffetts fellur
Moody's hefur lækkað lánshæfismat Berkshire Hathaway, fjárfestingasjóð Warrens Buffet, um tvo stig úr AAA í Aa2. Þetta kemur í kjölfarið á versta afkomuári sjóðsins frá því Buffet eignaðist hann árið 1965.

Alcoa tapaði tæpum hálfum milljarði dollara
Álframleiðandinn Alcoa, sem meðal annars á Fjarðarál á Reyðarfirði, tapaði 497 milljónum dollara, jafnvirði um 63 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins en fyrirtækið var einnig rekið með tapi ársfjórðunginn þar á undan.

Lækkun á Asíumarkaði
Hlutabréf á Asíumörkuðum féllu í verði í morgun og voru það bréf fjármálafyrirtækja og námufyrirtækja sem mest lækkuðu.

Alcoa tapar 63 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi
Álframleiðandinn Alcoa, sem meðal annars á Fjarðarál á Reyðarfirði, tapaði 497 milljónum dollara, jafnvirði um 63 milljarða króna, á fyrsta fjórðungi ársins en fyrirtækið var einnig rekið með tapi ársfjórðunginn þar á undan.

Lækkanir í Kauphöllinni í dag
Ekkert félag hækkaði í Kauphöll Íslands í dag. Hinsvegar lækkuðu fjögur félög en Century Aluminum lækkaði mest allra og féll um 7,47%. Þá lækkaði Marel um 0,85% og Bakkavör um 0,79%. Össur lækkaði einnig um 0,44%.

Góðgerðarsamtökum en ekki almenningi verði bættur skaðinn
Fjárlaganefnd neðri deildar breska þingsins leggur til að góðgerðarfélögum verði bættar innistæður sem töpuðust í bankahruninu á Íslandi í haust en ekki almenningi og bæjarfélögum og opinberum aðilum. Fjölmargir þar á meðal eftirlaunaþegar misstu sparifé sitt í hruninu.

Lækkun í Asíu
Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í morgun en japanska jenið styrktist um leið töluvert gagnvart dollar og evru. Asíuvísitala Morgan Stanley lækkaði um hálft prósent en japanska Nikkei-vísitalan féll um 0,1 prósent í viðskiptum dagsins.

Scotland Yard tapaði 30 milljónum punda í Landsbankanum
Lundúnalögreglan, Scotland Yard, tapaði 30 milljónum punda þegar hún endurfjárfesti í Landsbankanum í Bretlandi, rétt áður en bankinn hrundi. Þetta kemur fram í helgarútgáfu Guardian. Metropolitan Police Authoriity, yfirstjórn lögreglunnar, sem Boris Johnson borgarstjóri í London er í forsæti fyrir, hafði tekið út allt fé sitt sem var inni í Landsbankanum að tilmælum fjármálastjóra stofnunarinnar.

Iceland vill fleiri Woolworths verslanir
Engan bilbug er að finna á forsvarsmönnum verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi þrátt fyrir efnahagserfiðleika. Baugur átti stóran hlut í keðjunni sem nú hefur færst á forræði Landsbankans og Glitnis en stofnandi Iceland, Malcolm Walker, segist áforma að opna enn fleiri verslanir.

Bréf hækkuðu í Asíu
Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og hækkuðu bréf banka og bílaframleiðenda mest.

Darling ætlar að styðja líknarfélög sem töpuðu á íslensku bönkunum
Bresk stjórnvöld munu kanna leiðir til þess að styðja við þau líkarfélög sem töpuðu peningum með fjárfestingum í íslensku bönkunum. Þetta sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska ríkisútvarpið, BBC í dag.

Blair tekur milljón fyrir hverja mínútu sem hann talar
Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, er hæst launaði fyrirlesari í heimi. Hann þénaði um 71 milljón króna, eða 400 þúsund pund, fyrir tvo hálftíma fyrirlestra síðast þegar að hann kom fram á Fillippseyjum. Blair er nú í fyrirlestrarferð um heiminn. Þetta jafngildir því að hver mínúta í máli Blairs kosti um eina milljón króna, eða 6000 pund.

Meiri samdráttur en búist var við
Samdrátturinn í Bretlandi er meiri en stjórnvöld þar í landi gerðu ráð fyrir og ólíklegt er að hagvöxtur verði þar fyrr en í enda ársins, sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í viðtali við Sunday Times.

Danir leggja áherslu á siðareglur Lífeyrissjóða
Danir hugsa ekki einungis um ferðalög, matvoru og annað sem getur lífgað upp á elliárin þegar þeir leggja fyrir. Þrír af hverjum fjórum telja einnig að það sé mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hafi góðar siðareglur.

Hlutabréf héldu áfram að hækka
Hlutabréf héldu áfram að hækka á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir mikla hækkun í gær. Þá rauf Dow Jones hlutabréfavísitalan átta þúsund stiga múrinn en hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar.

Dr. Doom: Of mikil bjartsýni á mörkuðunum
Hann hlaut viðurnefnið Dr. Doom þegar hann sá fyrir hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 1987. Síðan hefur hann yfirleitt haft á réttu að standa. Dr. Doom sá fyrir núverandi fjármálakreppu þegar árið 2005.

RZB þarf ríkisaðstoð eftir tap á íslensku bönkunum
Austurríski bankinn Raiffeisen Zentralbank (RZB) mátti horfa upp á að allur hagnaður bankans í fyrra þurrkaðist út eftir afskriftir vegna tapa á íslensku bönkunum og Lehman Brothers. Hefur bankinn samið um ríkisaðstoð upp á 1,75 milljarða evra eða um 280 milljarða kr. af þessum sökum.

Staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar er óviðunandi
Viðskiptaráð telur að staðan í gjaldeyrismálum þjóðarinnar sé óviðunandi. Þetta kemur fram í nýrri skoðun sem Viðskiptaráð hefur sent frá sér.

J.C. Flowers vill kaupa Kaupþing í Lúxemborg
Bandaríski fjárfestirinn J.C. Flowers mun hafa áhuga á því að kaupa Kaupþing í Lúxemborg. Reuters greinir frá þessu í dag.

Hlutabréf hækkuðu í Asíu
Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun þegar bjartsýni fjárfesta jókst í kjölfar yfirlýsinga þjóðarleiðtoga á G20-fundinum í London um að grípa til róttækra aðgerða gegn efnahagskreppu heimsins.

Finnar vilja ekki markið aftur
„Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu.

Stýrivextir aldrei lægri á evrusvæðinu
Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 1,25 prósentum. Þótt stýrivextir á evrusvæðinu hafi aldrei verið lægri bundu fjárfestar vonir við að stýrivextir færu neðar.

Dow Jones yfir 8.000 stigin
Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauf átta þúsund stiga múrinn á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar. Lægst fór vísitalan í 6.547 stig fyrir tæpum mánuði. Hækkunin síðan þá nemur rúmum 22 prósentum.