Fjárfestingagúru: Seljið dollara og bandarísk bréf 25. maí 2009 10:33 Peter Schiff sem þegar árið 2007 skrifaði bók um hvernig menn gætu hagnast á komandi fjármálakreppu ráðleggur nú öllum að selja dollara og bandarísk ríkisskuldabréf og hlutabréf. Schiff óttast að bandaríska fjármálakreppan sé rétt að hefjast og að ástandið eigi eftir að versna til muna áður en það batnar. Schiff lét þessi orð falla í umræðuþætti á CNBC stöðinni þar sem rætt var um hættuna á því að Bandaríkin myndu tapa AAA-lánshæfiseinkunn sinni í fyrsta sinn síðan árið 1917. Schiff telur raunar að Bandaríkin hafi þegar glatað þessu lánstrausti sínu sökum efnahagsþróunarinnar þar í landi undanfarna mánuði. Hann nefnir sem dæmi gífurlega skuldsetningu á ríkissjóð í formi skuldabréfaútgáfu. Sökum þess sé Það aðeins spurning um tíma hvenær dollarinn missi stöðu sín sem helsta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Þegar það gerist muni dollarinn veikjast hratt og mikið sem aftur leiði til þess að allar eignir sem skráðar eru í dollurum muni missa verðgildi sitt. Schiff er að vísu þekktur fyrir svartsýni á framtíð fjármálalífsins en hann er álitinn gúrú í fjármálaheiminum eftir að hann gaf út bók sína, „Crash Proof: How to Profit From the Coming Economic Collapse" árið 2007. Bókin kom út þegar engan dreymdi um hve illa myndi fara fyrir efnahag heimsins. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Peter Schiff sem þegar árið 2007 skrifaði bók um hvernig menn gætu hagnast á komandi fjármálakreppu ráðleggur nú öllum að selja dollara og bandarísk ríkisskuldabréf og hlutabréf. Schiff óttast að bandaríska fjármálakreppan sé rétt að hefjast og að ástandið eigi eftir að versna til muna áður en það batnar. Schiff lét þessi orð falla í umræðuþætti á CNBC stöðinni þar sem rætt var um hættuna á því að Bandaríkin myndu tapa AAA-lánshæfiseinkunn sinni í fyrsta sinn síðan árið 1917. Schiff telur raunar að Bandaríkin hafi þegar glatað þessu lánstrausti sínu sökum efnahagsþróunarinnar þar í landi undanfarna mánuði. Hann nefnir sem dæmi gífurlega skuldsetningu á ríkissjóð í formi skuldabréfaútgáfu. Sökum þess sé Það aðeins spurning um tíma hvenær dollarinn missi stöðu sín sem helsta gjaldeyrisforðamynt heimsins. Þegar það gerist muni dollarinn veikjast hratt og mikið sem aftur leiði til þess að allar eignir sem skráðar eru í dollurum muni missa verðgildi sitt. Schiff er að vísu þekktur fyrir svartsýni á framtíð fjármálalífsins en hann er álitinn gúrú í fjármálaheiminum eftir að hann gaf út bók sína, „Crash Proof: How to Profit From the Coming Economic Collapse" árið 2007. Bókin kom út þegar engan dreymdi um hve illa myndi fara fyrir efnahag heimsins.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira